Greinasafn
Fyrirsagnalisti
Use of Z-fuzzy numbers in the management of megaprojects
Höfundar
Ágrip
Greinin er á ensku.
Abstract
The paper discusses the problem of the lack of credibility of estimates used for decision making in megaproject management. We present the high importance of this issue and discuss factors that negatively influence megaproject estimates. We propose a method to be used for the estimation of basic parameters of megaprojects based on Z-fuzzy numbers. Fuzzy numbers allow modelling the lack of full knowledge and the changeability, which are omnipresent in megaprojects. Z-fuzzy numbers allow for the adjustment of estimates based on the opinion about their authors' credibility among project stakeholders. As a result, the estimates will be much more realistic. Fuzzy numbers and Z-fuzzy numbers are described, and the estimation method is presented. Simple examples accompany the description, and the method proposed is illustrated using a real-world example. Limitations of the method are listed in the conclusions.
Lesa meiraStarfsumhverfi og helstu aðferðir íslenskra verkefnastjóra
Working environment and primary methods of Icelandic project managers. (Article in Icelandic).
Höfundar
Helgi Þór Ingason , Jón Svan Grétarsson
Ágrip
Í rannsókn þessari er leitast við að bregða ljósi á starfsumhverfi verkefnastjóra á Íslandi auk þess að skapa yfirlit yfir helstu aðferðir sem verkefnastjórar á Íslandi nota. Gagna var aflað með því að senda út könnun á stóran hóp fólks sem hlotið hefur alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Í ljós kom að flestir þeirra starfa hjá fyrirtækjum sem teljast stór á íslenskan mælikvarða og þeir stýra verkefnum sem eru á annað hundrað milljónir að fjárhagslegu umfangi og taka að jafnaði ár eða styttri tíma. Ennfremur kemur í ljós að umboð þessara verkefnastjóra til ákvarðana í þeim verkefnum sem þeir stjórna er takmarkað. Umboð karlkyns verkefnastjóra er þó sterkara en umboð kvenkyns verkefnastjóra, starfsreynsla þeirra er lengri og fjárhagslegt umfang verkefna sem þeir stýra er meira. Algengustu aðferðir verkefnastjórans samkvæmt þessari könnun eru verk- og tímaáætlun, kostnaðaráætlun, ræsfundur, áhættugreining, verklýsing, formleg lúkning verkefnis og þarfagreining. Dæmi um aðferðir sem þátttakendur telja að myndu hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu verkefnis ef notkun á þeim væri aukin eru skýr afmörkun og umfang verkefnis, samskiptaáætlun og skipurit, kostnaðaráætlanir, mannleg samskipta- og leiðtogahæfni, hluttekning og virk hlustun, þarfagreining, hagsmunaaðilagreining, verk- og tímaáætlunarhugbúnaður og ýmis verkefnastjórnunarkerfi. Litlar breytingar hafa orðið á þessari upptalningu frá sambærilegri könnun árið 2012.
Abstract
This study aims to shed light on some factors in the working environment of project managers as well as create an overview of the main practices used by project managers in Iceland. Data was obtained by sending out a survey to a large group of people who have received international certification in project management by IPMA, the International Project Management Association. Most of them work for companies that are considered large by Icelandic standards, and they manage projects that have a financial scope of up to two hundred million IKR and usually take a year or less. Furthermore, it appears that the authority of these project managers to make decisions in their projects is limited. The authority of male project managers is stronger than that of female project managers, their work experience is longer and the financial scope of the projects they manage is greater.
The most common practices of the project manager are a time plan, cost estimate, start-up meeting, risk analysis, project definition, formal project close-down and requirement analysis. Examples of practices that the participants believe would have a positive effect on the outcome of a project if their use were increased are project scope, communication plan and organization chart, cost estimates, communication and leadership skills, empathy, active listening, needs analysis, stakeholder analysis, task and schedule software and various project management systems. Little changes have occured from a similar survey in 2012.
Lesa meira
Gagnagrunnur fyrir skúfbylgjuhraða í jarðsniðum byggður á yfirborðsbylgjumælingum
Database of shear wave velocity profiles measured by surface wave methods. (Article in Icelandic).
Höfundar
Elín Ásta Ólafsdóttir, Bjarni Bessason, Sigurður Erlingsson
Ágrip
Yfirborðsbylgjumælingar eru skilvirk leið til að ákvarða stífnieiginleika jarðvegs. MASW er aktíf yfirborðsbylgjuaðferð sem byggir á tvístrunareiginleikum Rayleigh bylgna og tengslum milli útbreiðsluhraða þeirra og fjaðureiginleika jarðvegs. Með slíkum mælingum er skúfbylgjuhraði ákvarðaður sem fall af dýpi og hann síðan notaður til að reikna skúfstuðul jarðlaga. MASW mælingar hafa gefið góða raun við íslenskar aðstæður til að meta stífnieiginleika jarðlaga niður á 10–30 m dýpi, þar með talið í grófum eða samlímdum jarðvegi. Þá hafa yfirborðsbylgjumælingar þann kost að vera ódýrar í framkvæmd og valda ekki raski á yfirborði jarðar.
Á árunum 2013 til 2021 framkvæmdu höfundar MASW mælingar á nítján rannsóknarstöðum hérlendis, aðallega á sunnanverðu landinu en einnig á nokkrum stöðum í Eyjafirði og við Skjálfandafljót. Þeim skúfbylgjuhraðaferlum sem fengust með þessum mælingum hefur nú verið safnað saman í gagnagrunn í opnum aðgangi, sem finna má á slóðinni http://serice.hi.is/#/velocity-profiles. Auk mældra skúfbylgjuhraðaferla eru niðurstöður mælinga settar fram á formi meðalskúfbylgjuhraða
sem fall af dýpi í samræmi við notkun þeirra í Evrópustaðli, Eurocode 8. Í gagnagrunninum gefst tæknifólki og rannsakendum ekki aðeins kostur á því að nálgast fyrrgreindar mæliniðurstöður, heldur einnig að bera saman niðurstöður mælinga frá mismunandi svæðum með einföldum hætti.
Mælistöðunum er skipt í fjóra flokka eftir jarðvegsgerð, þ.e. (I) mýrlendi og mýrarkenndur jarðvegur, (II) laus sand- og/eða malarkennd setlög, (III) manngerðar fyllingar og jarðstíflur og (IV) samlímdur jarðvegur og móhella. Í greininni eru settar fram einfaldar reynslulíkingar fyrir skúfstuðul sem byggðar eru á mældum skúfbylgjuhraðaferlum fyrir hvern ofangreindra flokka. Slíkar líkingar nýtast til að meta skúfstuðul eða skúfbylgjuhraða á stöðum þar sem mælingar hafa ekki verið framkvæmdar en upplýsingar um jarðvegsgerð liggja fyrir. Þær má einnig nota til að framreikna mæliniðurstöður í tilfellum þar sem könnunardýpi mældra skúfbylgjuhraðaferla er ekki nægjanlegt.
Abstract
Surface wave analysis is a non-invasive, fast, and cost-efficient approach for in-situ evaluation of soil stiffness. MASW is an active-source technique that utilizes the dispersive properties of Rayleigh waves and provides information on shear wave velocity (small-strain shear modulus) down to 10–30 m depth. MASW measurements have been found well-suited for profiling of Icelandic soil sites. These include gravelly sites and sites characterized by partly cemented materials or mixed soils containing cobbles and/or boulders.
The authors have conducted MASW measurements at 19 sites in Iceland between 2013 and 2021. Most of the surveyed sites are in South Iceland, although a few sites are located on the northern coast. Between one and seven shear wave velocity profiles have been measured at each site, with an inter-profile distance below 1.1 km in all cases. This paper introduces a database where the measurement results can be accessed. The database is available as an Open Access Webpage (http://serice.hi.is/#/velocity-profiles) and provides the user with an interface which allows results from different sites to be viewed simultaneously and compared. The retrieved shear wave velocity profiles are further presented as time-averaged shear wave velocity as a function of depth in line with the site categorization in Eurocode 8.
The sites included in the database are divided into four classes based on the encountered soil types: (I) peat and peaty soils (natural deposits), (II) sandy and gravelly soils (natural deposits), (III) engineered fills and earth dams and (IV) cemented materials (natural deposits). Simple empirical correlations, describing the relationship between the effective confining pressure and small-strain shear modulus, are presented for each class. In absence of site-specific measurements, such correlations can be of value to evaluate stiffness parameters for the specific soil types. They can further be used to extrapolate measured profiles down to a greater depth.
Lesa meira
Megaprojects and their potential impacts on innovation and technological progress.
Risaverkefni og möguleg áhrif þeirra á nýsköpun og tækniframfarir. (Greinin er á ensku).
Höfundar
Prof. Dr. Werner Rothengatter.
Ágrip
Risaverkefni (e. Megaprojects) eru mjög flókin vegna tæknilegra, efnahagslegra, fagurfræðilegra og pólitískra þátta og eiga sér jafnan öfluga talsmenn en einnig harða andstæðinga. Í hagfræðiritum er ríkjandi viðfangsefni greining á mistökum og áhrifum þeirra á kostnað og framkvæmdatíma. Fjöldi tilvika og tölfræðilegra greininga hafa sýnt fram á að þessi mistök eru ekki handahófskennd heldur tengjast frekar dæmigerðum ferlum við skipulagningu og framkvæmd risaverkefna. Ekki er hægt að nota þessi dæmigerðu mistök sem algild rök gegn risaframkvæmdum almennt. Það eru mörg dæmi um risaverkefni sem hafa reynst hagkvæm, jafnvel eftir erfiðleika á upphafsstigum verkefnisins. Risaverkefni geta stuðlað að nýsköpun og tækniframförum. Þetta er hægt að greina á örkvarða með ítarlegri virknigreiningu og umfangsmeiri kvarða með því að búa til líkan af innbyggðum vaxtaráhrifum. Hægt er að nota kerfishreyfingu (e. system dynamics) og samþætt matslíkön til að bera kennsl á möguleika risaverkefna til að undirbyggja tækniframfarir. Þar sem risaverkefni, sem hugsanlega fela í sér möguleika á tækniframförum, krefjast langtíma- og að hluta til spámennsku greiningar varðandi kostnað og ávinning er nauðsynlegt að framkvæma vandaðar áhættugreiningar til að forðast fjárhagslegt tap vegna takmarkaðra verkefnaáætlana og hlutdrægni sem á rætur í óhóflegri bjartsýni.
Abstract
Megaprojects show high complexity due to technological, economic, aesthetic, and political characteristics, and find strong promoters as well as strong opponents. In economic literature the analysis of failures and their impacts on cost and time overruns is dominating. Many examples, case studies and statistical analyses underline that these failures are not distributed randomly but rather are linked to typical processes involved in the organization, planning, procurement, and implementation of megaprojects. However, these typical failures cannot be used as a general argument against the planning of megaprojects. There are also several examples existing for large projects which have turned out economically successful, even after difficult start-up phases. Megaprojects may foster innovation and technical progress in economic sectors. This can be identified and analyzed on the micro-scale by detailed activity analysis and in the macro-scale by modeling endogenous growth impacts. System dynamics and integrated assessment models can be used for identifying the potential of megaprojects for fostering technological change. As megaprojects promising potentials for technological change require long-term and partly speculative projections of costs and benefits it is necessary to carry out careful risk analyses for avoiding investment failures caused by immature project plans and optimism biases.
Lesa meira
Gerðardómar – kjörin leið til að leysa úr ágreiningi sem tengist verkfræðilegum viðfangsefnum
Arbitration – the preferred way to resolve disputes related to engineering matters. (Article in Icelandic).
Höfundar
Ágrip
Íslenskir gerðardómar byggja á lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Þó gerðardómar hafi um langt skeið verið valkostur við úrlausn deilumála í viðskiptum og viðskiptasamningum á Íslandi þá hefur notkun þeirra við úrlausn deilumála í verkfræðilegum viðfangsefnum verið takmörkuð. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður en ein þeirra er skortur á upplýsingum og þekkingu. Í þessari grein er leitast við að draga fram kosti og galla gerðardóma í samanburði við rekstur mála fyrir almennum dómstólum. Auk gerðardóma fyrir viðskiptasambönd þekkjast gerðardómar sem snúa að launa- og kjaramálum en slíkir gerðardómar eru fyrir utan viðfangsefni þessarar umfjöllunar.
Lesa meira
Öryggi og líðan áhafna íslenskra fiskiskipa
Safety and well-being of Icelandic fishing vessel crew. (Article in Icelandic).
Höfundar
Haraldur Sigþórsson , Olaf Chresten Jensen , Stefán Einarsson , Valdimar Briem
Ágrip
Greinin er byggð á rannsóknarskýrslu Valdimars Briem, Stefáns Einarssonar, Haralds Sigþórssonar og Olafs C. Jensen (2021). Í henni voru greindar margvíslegar upplýsingar um sjómennina, t.d. aldur, starfsævi, heilsu o.fl. og þetta tengt svörum þeirra við hinum margvíslegu staðhæfingum NOSACQ-50 listans (sjá hér að neðan), sem beindust að því, að meta ánægju sjómannanna og afstöðu til starfs síns, og út frá því, öryggisandann á vinnustaðnum. Líta má á svör þátttakendanna, sem voru sjálfboðaliðar í rannsókninni, bæði yfirmenn og hásetar á meðalstórum fiskiskipunum, sem dæmigert úrtak fyrir heilsu og líðan sjómanna á Íslandsmiðum.
Lesa meiraGreining á vali verktaka: Áhættusöm viðskipti? (Greinin er á ensku).
A review of contractor selection methods: Risky business?
Höfundar
Helgi Þór Ingason, Björg Brynjarsdóttir, Halldór Jónsson.
Ágrip
Í samfélagsumræðunni er oft fjallað um vandamál innan mannvirkjageirans - eins og framúrkeyrslu í kostnaði og tafir, og ekki síður vandamál sem tengjast gæðum. Stundum er til þess vísað að þessi vandamál séu afleiðing af hinu ófyrirsjáanlega eðli greinarinnar. Hins vegar liggur fyrir að einn áhrifamesti þátturinn sem hefur áhrif á útkomu slíkra verkefna er val á verktökum, sem fer fram á fyrri stigum verkefnanna. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að fara yfir aðferðir við val á verktökum, sem íslenskar skipulagsheildir notast við. Þessar aðferðir voru bornar saman við alþjóðlegar aðferðir - sem endurspegla faglegt þekkingarstig samtímans. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskar skipulagsheildir notist við margþætt viðmið að einhverju leyti, en verð er þó langmikilvægasta viðmiðið og í því getur falist áhætta.
Abstract
It has long been recognised that poor quality, delays and cost overruns are common in the construction industry due to reasons that have often been linked to the unpredictable nature of the industry. However, one of the most influential factors affecting a projects' outcome is the selection of a contractor in the pre-construction phase. The overall purpose of this study was to review the contractor selection methods applied by Icelandic organisations, compare them to those recommended by experts, and conclude whether the methods used impose too much risk for organisations. The results indicate that Icelandic organisations use multiple criteria selection to some extent, but price is by far the most important criteria.
Lesa meira
Innlegg til að marka stefnu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið með því að skoða greiðsluvilja, upplifun og væntingar almennings
Input to policy making in the Icelandic healthcare system by looking at the willingness to pay, experience, and public expectations. (Article in icelandic).
Höfundar
Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Jakob Falur Garðarsson.
Ágrip
Í lýðræðisríkjum ætti stefnumótun opinberra skipuheilda að felast í að raungera vilja almennings á
skilvirkan og hagkvæman hátt. Skýr stefnumörkun skiptir ekki síst máli við þróun velferðarríkisins og
hvað þetta varðar er við margvíslegar áskoranir að glíma á næstu árum. Þetta á líka við um íslenska
heilbrigðiskerfið, en til þess rennur stór hluti allra opinberra útgjalda íslenska ríkisins. Við
stefnumörkun og stjórnsýslulega áætlanagerð þarf að taka mið af vilja almennings sem greiðir fyrir
þjónustuna og þekkja verður hug fólksins til hennar. Þessi rannsókn, sem gerð var stuttu fyrir
COVID-19 heimsfaraldurinn, sýnir að þó að íslenskur almenningur sé nokkuð ánægður með íslenska
heilbrigðiskerfið þá telur hann að það þurfi að bæta það að ýmsu leyti, og metur það svo að íslenska
kerfið standi sambærilegum kerfum á Norðurlöndunum að baki. Rannsóknin er megindleg og byggir
á stóru slemiúrtaki úr þjóðskrá og niðurstöður hennar eru lýsandi fyrir skoðanir almennings. Fram
koma afdráttarlausar niðurstöður um greiðsluvilja almennings til heilbrigðiskerfisins. Íslenskur
almenningur telur að of litlum fjármunum sé varið til heilbrigðismála og fram koma upplýsingar um
hvað almenningur telur að megi verja af fjármunum í tiltekin meðferðarúrræði, að gefnum líkum á
bata sjúklings.
Abstract
In democratic societies, the strategic aim of public sector organizations should be the
implementation of the public will in effective and efficient ways. Clear policy is an important factor in
the development of the welfare state, matching policy with the needs of the public will present a
multitude of challenges in the coming years. This is also true of the Icelandic health care system,
which accounts for more than a quarter of all spending of the Icelandic government. Strategic and
administrative planning needs to consider the public's willingness to pay for the service, and hence
there is a need to know what the citizens think of the service. This study shows for the first time that
although the Icelandic public is in general quite satisfied with the Icelandic health system care, it also
believes that the public health care system needs to be improved in various ways, and views the
Icelandic system as lacking behind the health care systems in other Nordic countries. The study
points out that the Icelandic public believes that too little money is spent on health, and publishes
information on what government funding the public believes should be allocated in the treatment
regimen, based on the likelihood of a patient's recovery
Lesa meira
Naustavör í Kópavogi - Rannsóknir og grundun
(Article in Icelandic).
Höfundar
Pálmi R. Pálmason , Gunnar Þorláksson , Guðjón Þór Ólafsson
Ágrip
Í grein þessari eru dregnar saman upplýsingar um það helsta sem fram hefur farið á lóðinni Naustavör 52-58 sem vegna margháttaðra aðstæðna ríkjandi á lóðinni, einkum jarðfræðilegra og jarðtæknilegra krafðist býsna ítarlegra og umfangsmikilla kannana svo fyllsta öryggis væri gætt í hvívetna.
Segja má að flest við framkvæmdir í grunninum hafi gengið snuðrulaust fyrir sig, þótt aðstæður þar séu um margt frábrugðnar t.d. þeim sem eru austar á Naustavararsvæðinu. Klapparyfirborði í grunninum hallar mest til austurs og er á um 8 til 18 m dýpt. Á klöppinni, sem er Reykjavíkurgrágrýti, er víða 1-2 m þykkt jökulruðningslag og ofan á því a.m.k. á hluta lóðarinnar laus, allt upp í um 10 m þykk, mis-skeljarík botnsetslög, einkum sylti og fínsandur.
Að öllu samanlögðu verður a.m.k. enn ekki annað séð en að vel hafi tekist til með flest við grunn húsaraðarinnar Naustavör 52 – 58 í Kópavogi.
Abstract
This article is only available in icelandic.
Lesa meira
Frammistöðumælir tækniteyma
Technical Team Performance Meter. (Article in Icelandic).
Höfundar
Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson
Ágrip
Kynnt er aðferðafræði sem er þróuð fyrir kennara til að hjálpa þeim að meta frammistöðu teymis nemenda í verkfræðiverkefni. Aðferðafræðin er verkfæri sem hjálpar kennaranum að bera kennsl á þá þætti sem koma í veg fyrir að teymið nái hámarks frammistöðu. Aðferðafræðin byggir á ítarlegri heimildarannsókn á frammistöðumati nemendateyma. Aðferðir til að mæla árangur nemendateyma og þeir þættir sem hafa áhrif á frammistöðu voru kortlagðir og notaðir sem grunnur að þróun aðferðafræðinnar sem kynnt er í greininni. Aðferðin er nokkurs konar hitamælir á frammistöðu teyma. Með því að nota aðferðafræðina fá kennarar betri skilning á þeim málum sem koma í veg fyrir að teymið nái betri árangri. Aðferðafræðin er mjög gagnlegt tæki fyrir kennara sem hafa umsjón með flóknu teymi nemenda og þurfa að geta greint frammistöðuvandamál á kerfisbundinn hátt. Aðferðafræðin gæti verið gagnleg til að meta árangur annarra tegunda teyma – t.d. starfandi verkfræðinga og tæknifólks.
Abstract
Presented is a methodology developed for teachers to help them to evaluate the performance of a team of students in an engineering project-based course. The methodology is a tool that will help the teacher to identify the components that are preventing the team from advancing to a high-performance level. The methodology is based on a thorough study of the literature on the performance of teams. Methods for measuring the performance of teams and the factors that impact performance were mapped and used as foundation for developing the presented methodology. Using the methodology teachers get a much better understanding of the issues that are preventing the team from advancing. The methodology is a very useful tool for teachers that are supervising a complex team of students and need to be able to identify performance issues in a systematic manner. The methodology has the potential to be useful for evaluating the performance of other types of teams – e.g. in industry.
Lesa meira
Frammistöðumat á umfangsmiklum nemendateymum
Performance evaluation of extensive student teams. (Article in Icelandic).
Höfundar
Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson
Ágrip
Höfundar hafa þróað aðferðafræði fyrir kennara til að hjálpa þeim við að meta frammistöðu í umfangsmiklum nemendateymum í verkfræðinámskeiðum. Í þessari grein munum við sýna aðferðafræðina með tilviksrannsókn. Viðfangsefnið er verkefnanámskeið sem kennt hefur verið við Háskóla Íslands í 10 ár. Í námskeiðinu hanna nemendur eins sætis rafmagnskappakstursbíl, smíða hann og keppa á honum á erlendum keppnum. Markmið námskeiðsins hvert ár er það sama – að endurbæta hönnun síðasta vetrar. Frammistaða nemenda – metin útfrá stigum sem þeir hafa fengið á keppnunum – hefur nánast verið sú sama öll árin. Tilraunir kennara til að bæta frammistöðuna hafa ekki skilað árangri. Niðurstöður sýna að með því að beita aðferðafræðinni sem höfundar hafa þróað þá geta kennarar fengið gott yfirlit yfir þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu nemendanna og öðlast góðan skilning á því hvað mögulega kemur í veg fyrir framþróun. Aðferðafræðin er öflugt tól sem er auðvelt að nota til að greina kerfisbundið frammistöðu nemenda og bera kennsl á vandamál. Notandinn verður að meta hvern þátt og gefa einkunn með rökum. Þessi kerfisbundna nálgun veitir góðan skilning á virkni teymisins, hún hjálpar til við að sjá hvar vandamálin liggja og hjálpar til við að ákveða hvaða þætti þarf að skoða frekar. Þó að aðferðafræðin hafi verið hönnuð til að meta teymi nemenda þá bendir allt til þess að hún gæti verið nytsamleg til að meta frammistöðu annarra teyma – til dæmis í atvinnulífinu.
Abstract
A methodology has been developed aimed at helping teachers to evaluate the performance of extensive student teams in engineering courses. The paper demonstrates the methodology with a case study. The case is a project course that has been taught at the University of Iceland for 10 years. In the course, students design a one-seater electric race car, build it and compete in it at foreign competitions. The aim of the course each year is the same - to improve the last design. The students' performance - judged on the points received in the competitions - has been nearly the same all these years. Attempts by teachers to help the students to improve their performance have not been successful. The results show that by applying the methodology developed by the authors, teachers can get a good overview of the factors that affect students' performance and gain a good understanding of what possibly hinders progress. The methodology is a powerful tool that is easy to use to systematically analyse student performance and identify problems. The user must evaluate each factor and give a rating with arguments. This systematic approach provides a good understanding of the workings of the team, it helps to see where the problems lie and helps to decide which aspects need to be examined further. Although the methodology has been designed to evaluate student teams, all indications are that it could be useful for evaluating the performance of other teams – e.g. in industry.
Lesa meiraSjálfakandi ökutæki á Íslandi: Viðhorf almennings gagnvart nýjum ferðamáta
Automated vehicles (AVs) in Iceland: Public attitudes towards new modes of transport. (Article in Icelandic).
Höfundar
Arnór B. Elvarsson , Haraldur Sigþórsson.
Ágrip
Sjálfakandi ökutæki eru stundum álitin vera hin fullkomna lausn við samgönguvandamálum samtímans. Undir vissum sviðsmyndum er tæknin talin hafa marga kosti, meðal annars að bæta aðgengi fatlaðra, aldraðra, ungra og annarra sem ekki ferðast jafn auðveldlega nú til dags. Hins vegar, þá gæti tæknin haft í för með sér aðra síður eftirsótta eiginleika undir öðrum sviðsmyndum. Koma tækninnar mun hins vegar ekki raungerast nema hún verði samþykkt af notendunum, þ.e. almenningi.
Viðhorf almennings gagnvart tækninni hafa ekki verið skoðaðar fyllilega, og sérstaklega ekki á íslenskri grundu. Í þessari grein er sagt frá niðurstöðum rannsóknar byggðri á spurningalista unnum á samstarfsvettvangi WISE-ACT í Evrópu og víðar. Spurningalisti var lagður fyrir íslenskan almenning og fékkst 561 gilt svar, bæði m.t.t. huglægra þátta og ferðamátavalskönnunar og þau greind eftir lýðfræðilegum þáttum svarenda. Eftir samanburð úrtaks og þýðis voru niðurstöður bornar saman við evrópskar niðurstöður Eurobarometer.
Íslenskur almenningur er almennt séð jákvæðari gagnvart sjálfakandi ökutækjum en Evrópubúar í heild, en þó enn tortryggnir. Á sama tíma og farþegum sjálfakandi ökutækja líður betur en óvörðum farþegum í nálægð ökutækisins er víst að stórum hluta fólks liði betur sem farþega með eftirliti öryggisfulltrúa í ökutækinu. Þá er alls óvíst að fólk sé tilbúið að senda börn sín með ökutækinu. Svarendur voru almennt jákvæðari gagnvart því að flytja vörur á milli staða með sjálfakandi tækni. Þrátt fyrir þetta eru 70% svarenda jákvæðir gagnvart því að tæknin sé prófuð í þeirra nágrenni og 60% svarenda jákvæðir gagnvart því að prófa tæknina sjálfir. Frekari rannsóknir eru lagðar til á grundvelli mælistika sem varpað er fram í greininni.
Abstract
Automated vehicles (AVs) are sometimes considered a silver bullet for contemporary transport problems. For particular scenarios, the technology is believed to have many advantages, such as improving the accessibility of underserved populations. However, the technology may also lead to lesser consequences under other scenarios, with some simulations predicting increase in congestion as the modal split shifts towards automation. In any case, the mode choice shift will not be realised without the public acceptence of AVs.
The public opinion towards the technology has not been fully explored, and particularly not in Iceland. This article focuses on the Icelandic results of a cross-national survey. 561 valid responses were recorded, considering attitudinal and stated-mode-choice questions and the responses then analysed as per the sample‘s socio-demographic attributes and compared to a similar survey performed in other european countries.
The Icelandic public is generally more positive towards automated vehicles than other Europeans, however still skeptical. At the same time as AV passengers feel more safe than vulnerable road users in the vicinity of an AV, AV passengers also feel more safe with an AV supervisor inside the vehicle. It is uncertain whether people will use the vehicles for pick-up and drop-off of children. Respondents are generally more positive that their goods be transported in AVs instead of people. In spite of this, 70% of respondents were positive that the technology be tried in their neighborhood and 60% of respondents are positive towards trying the vehicles themselves. Further research is suggested in the outlook of the articles, based on indices and further metrics.
Lesa meiraÍsland í dag - Nærri tveimur áratugum síðar
(Article in Icelandic).
Höfundar
Ólafur Hjálmarsson , Ásta Logadóttir , Kristinn Alexandersson , Jóhann Björn Jóhannsson
Ágrip
„Hvað felur verkfræðiráðgjöf í byggingareðlisfræði mannvirkja í sér og hvernig getur hún bætt hönnun?
Á undanförnum árum hefur umræða á Íslandi um rakaskemmdir og myglu í mannvirkjum færst í aukana. Fréttir af himinháum fjárhæðum sem varið er í viðgerðir og viðhald vegna þessa gætu útskýrt þessa vitundarvakningu sem og að fólk er meira meðvitað um slæm heilsufarsleg áhrif myglu. Talið er að fólk í Íslandi verji um 90% af tíma sínum innandyra og er flestum því ljóst mikilvægi þess að búa við fullnægjandi innivist og loftgæði í híbýlum sínu. Þörfin fyrir vatns- og rakaheld hús er því aðkallandi hér á landi."
Lesa meira
Vendikennsla bætir árangur nemenda á lokaprófi í fyrsta árs verkfræðinámskeiði
"Flipped classroom" improves students' results in the final exam in a first-year engineering course. (Article in Icelandic).
Höfundar
Guðmundur V. Oddsson, Rúnar Unnþórsson
Ágrip
Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvað þarf til að bæta skilning nemenda á námsefni sem kennt er í fyrsta árs verkfræðinámskeiði. Tvær vendikennsluaðferðir voru bornar saman við hefðbundna kennslu – byggða á fyrirlestrum. Samanburðurinn var byggður á árangri nemenda í skriflegu lokaprófi og ánægju nemenda með námskeiðið út frá árlegu kennslumati námskeiðsins. Vendikennslan fór fram árin 2015 og 2016 og voru niðurstöðurnar bornar saman við viðmið fyrir 10 ára hefðbundna kennslu sem sett voru í annarri rannsókn. Fyrirkomulag vendikennslunnar var þannig að fyrirlestrar voru teknir upp með skjáupptökuhugbúnaði sem tók upp bæði rödd kennara og aðgerðir hans á skjánum. Með tilkomu upptakanna gátu nemendur horft á fyrirlestra eftir hentugleika. Fyrirlestrarnir voru haldnir af sama kennara, námsefnið var það sama og einnig kennslubókin. Vendikennslan árið 2015 fór fram þannig að fyrirlestratímar voru nýttir í að svara spurningum nemenda úr fyrirlestrum vikunnar. Árið 2016 var fyrirkomulaginu breytt þannig að fyrirlestratímarnir voru nýttir til að fara yfir valin hugtök og aðferðir auk þess að æfa nemendur í að beita námsefninu. Niðurstöður sýna að það er jákvæð fylgni milli vendikennslu og meðalárangurs á lokaprófi og sterk vísbending um að nemendum sem æfa sig í að beita námsefninu í fyrirlestratíma gangi betur á lokaprófi.
Abstract
The aim of this study was to evaluate what is needed to improve students' understanding of the material taught in a first-year engineering course. Two flipped classroom methods were compared to traditional teaching method – based on lectures. The comparison was based on the students' achievements in the written final exam and student satisfaction with the course based on the annual teaching evaluation. The flipped classroom took place in 2015 and 2016, and the results were compared with a baseline for 10-year traditional teaching set in another study.
Lesa meiraÁhrif loftlagsbreytinga á vatnsveitur og vatnsgæði á Íslandi – áhættuþættir og aðgerðir
Impact of climate change on water supply and water quality in Iceland - risk factors and measures. (Article in Icelandic).
Höfundar
María J. Gunnarsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Hrund Ó. Andradóttir og Alfreð Schiöth
Ágrip
Loftlagsbreytingar munu hafa áhrif á vatnsveitur og vatnsgæði með ýmsum hætti. Það eru fyrst og fremst þrír veðurtengdir þættir sem hafa áhrif: hærri lofthiti; hækkun á sjávarstöðu; og svæðisbundnar árstíðarbundnar breytingar á úrkomu í bæði magni og ákafa. Í þessari rannsókn voru rýndar erlendar og íslenskar greinar og skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á vatnsauðlindina með áherslu á norðurslóðir. Gerð var greining á ýmsum áhættuþáttum er varðar gæði neysluvatns með greiningu á gögnum úr reglulegu eftirliti heilbrigðiseftirlita landsins með vatnsveitum og vatnsgæðum. Einnig var gert gróft hættumat á að skriðuföll eða flóð eyðilegðu vatnsból á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Helstu niðurstöðurnar eru þær að loftlagsbreytingar auka hættu á truflun á rekstri vatnsveitna og á mengun neysluvatns. Á eftirlitssvæði Norðurlands eystra eru meira en helmingur vatnsbóla í hættu á skemmdum vegna skriðufalla og á 5% vatnsbóla er skriðuhættan mikil, en flóðahætta er lítil á öllu svæðinu. Hættan er mjög mismunandi eftir landssvæðum og er almennt séð meiri hjá minni vatnsveitum. Í lokin eru settar fram tillögur byggðar á greiningunni um nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við áhættuþáttunum.
Abstract
Climate change is expected to have impact on water supply and drinking water quality in Iceland. Foremost there are three influential weather-related factors; increase in temperature; rise in sea level; and seasonal and regional change in precipitation in both quantity and intensity. In this study international and local reports and articles were analyzed for expected impact on the water resource with emphasis on the northern and the arctic region. Water quality risk factors were analyzed based on surveillance data of the water supplies from the Local Competent Authorities. Preliminary risk assessment of landslides and flooding was performed in one surveillance area in northern Iceland.
Lesa meiraVerkefnastjórnun á Íslandi og víðar: Væntanleg þróun verkefnastjórnunar og verkefnastjórnunar sem faggreinar - Grein 3 af 3. (Greinin er á ensku).
Project Management in Iceland and Beyond: Expected Future Trends for Project Management and the Project Management Profession - Paper 3 of 3
Höfundar
Helgi Þór Ingason, Þórður Víkingur Friðgeirsson , Haukur Ingi Jónasson.
Ágrip
Í þessari þriðju grein um sögu, stöðu og þróun verkefnastjórnunar á Íslandi beinum við sjónum okkar að framtíðinni og veltum fyrir okkur hvernig þessi faggrein gæti þróast á komandi árum. Byggt er á nýlegri rannsókn frá Þýskalandi þar sem fjórtan framtíðarstraumar og -stefnur í faginu voru skilgreindar, án þess þó að forgangsraða þeim eða raða eftir mikilvægi. Til að greina mikilvægustu framtíðarstrauma vekrefnastjórnunar á Íslandi var Delphi aðferð beitt og niðurstaðan var sú að fjórir mikilvægustu framtíðarstraumarnir væru (1) Verkefnadrifnar skipulagsheildir; (2) Verkefnastjórnun fær aukið vægi og viðurkenningu á borði fyrirtækjastjórna; (3) Aukið flækjustig og áhrif þessa á verkefnin og (4) Verkefnastjórnun verður viðurkennd faggrein. Rýnihópur sérfræðinga spáði í þessar almennu niðurstöður og dýpkaði þær.
Abstract
In this third paper under the heading Project management in Iceland, future trends in the project management and within the project management profession are investigated and benchmarked against recent research in Germany on the same topic. Fourteen interrelated future trends were identified but neither prioritized nor relatively weighted. To detect the most important future trends of project management in Iceland, a two-round Delphi survey was arranged to rank them according to significance. The four most important future trends are: (1) Project-oriented organizations; (2) Project management being acknowledged and discussed in corporate boardrooms; (3) Increased complexity and how this affects projects, and (4) Professionalization of project management. An expert focus group was established to elaborate on these future trends.
Lesa meiraVerkefnastjórnun á Íslandi: Núverandi og framtíðar mikilvægi verkefnastjórnunar innan íslenska hagkerfisins - Grein 2 af 3. (Greinin er á ensku). Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy - Paper 2 of 3
Project Management in Iceland: Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy - Paper 2 of 3
Höfundar
Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Haukur Ingi Jónasson.
Ágrip
Verkefni og stjórnun þeirra hefur þróast frá því að vera aðferðafræði við áætlunargerð til viðurkenndrar atvinnugreinar sem skiptir sköpum í samfélagi okkar daga. Þessi grein er önnur í röð þriggja undir heitinni Verkefnastjórnun á Íslandi og fjallar um mikilvægi verkefnastjórnunar innan íslenskra fyrirtækja og hlut verkefna í íslenska hagkerfinu. Þá eru birtar tvær íslenskar atvinnulífskannanir sem styðja við greiningu á hvað ætla má að muni gerast með fagsviðið verkefnastjórnun í næstu framtíð. Greinin sýnir fram á mikilvægi verkefnastjórnunar á Íslandi sem hlutfall af vinnsluvirði atvinnuvega hagkerfisins, þ.e. tekjum að frádregnum aðfangakostnaði. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að nálægt þriðjungur af vinnsluvirðinu megi rekja til verkefna. Ennfremur kemur fram að hlutur verkefna mun aukast í næstu framtíð. Niðurstöðurnar eru skilaboð til atvinnulífsins og yfirvalda um þá stefnumótun sem þarf að vinna og útfæra t.d. hvað varðar nauðsynlega fagþekkingu fyrir þarfir samfélagsins á næstu árum. Loks greinir rannsóknin frá tveimur mismunandi aðferðum til að mæla mikilvægi, áhrif og aðra þróun hins “verkefnavædda” samfélags á hverjum tíma.
Abstract
The project management profession has evolved from being a simple technical approach to planning to becoming a full-fledged profession that plays an essential role within the global economy. This paper, which is the second of three under the general heading Project management in Iceland, looks at the importance of project management within Icelandic organizations and the Icelandic economy. The paper explores the developmental path of the project management profession, looks at the current state of affairs, and identifies possible future trends though two surveys conducted Iceland. This study reveals the importance of project management in Iceland, a developed Nordic country, as a proportion of its economy. The study indicates that close to one third of the Gross Value Added (GVA) in the Icelandic economy is based on project-related work. The study, furthermore, indicates that the importance and application of project management will increase in the near future. This sends a clear message to both industry and the public sector on what kind of strategic and tactical alignments and what kind of professional competences are needed for future economy and society. Furthermore, the study describes - and deploys - two methods that can be used to measure the importance and trends within the project management profession and as indicators of what has been named “projectification" of society.
Lesa meira
Þróun verkefnastjórnunar á Íslandi: Leiðin að starfsgrein - Grein 1 af 3. (Greinin er á ensku).
The Evolution of Project Management in Iceland: The Path to a Profession - Paper 1 of 3
Höfundar
Helgi Þór Ingason , Þórður Víkingur Friðgeirsson, Haukur Ingi Jónasson.
Ágrip
Upphaf verkefnastjórnunar um miðja 20. öld fólst í þróun aðferða innan fræðasviðs aðgerðarannsókna, til að gera áætlanir fyrir tímabundin og afmörkuð viðfangsefni. Síðan þá hefur verkefnastjórnun þróast ört og í dag er hún viðurkennd sem mikilvæg alþjóðleg atvinnugrein með fræðilegar grunnstoðir, skilgreind hæfniviðmið, alþjóðlega staðla og tilvísanir í bestu starfshætti. Ísland er athyglisvert dæmi um það hvernig ný atvinnugrein verður til í þróuðu vestrænu samfélagi. Á Íslandi hefur orðið til blómlegur vettvangur fyrir verkefnastjórnun. Þessa þróun má meðal annars merkja með framboði vandaðra námslína á grunnstigi og framhaldsstigi háskóla, en einnig í vaxandi eftirspurn eftir faglegum verkefnastjórum á flestum sviðum atvinnulífsins, bæði opinberrar starfsemi og einkageirans. Hins vegar er einnig athyglisvert að þegar kemur að svokallaðri verkefnastjórnsýslu er Ísland skemmra á veg komið en hefðbundin viðmiðunarlönd eins og Noregur, Bretland og Svíþjóð. Hér er meðal annars vísað til þess að í þessum viðmiðunarlöndunum má finna skýr og samræmd viðmið við gerð áætlana og undirbúning ákvarðana um að ráðast í stór opinber innviðaverkefni. Verkefnastjórnunarfélag Íslands gæti tekið enn sterkara leiðandi hlutverk í að fara fyrir þróun fagsviðs verkefnastjórnunar á Íslandi.
Abstract
The birth of project management as discipline during the mid 20th century was not the birth of a profession, but rather an important enhancement of planning techniques to tackle temporary and timelimited endeavors. Project management has since evolved and matured to be currently recognized as an important international profession with unique accredited procedures, international standards, best practice references and theoretical platforms. Iceland is an interesting example of how the path to a profession is paved in a developed Western society. Entrepreneurs channeled international development into business-driven projects, and the academia followed the suit. Iceland currently has a thriving forum for project management as a professional discipline. This development is arguably best displayed by some impressive educational programs that were developed by path-finding consultants, within universities and post-graduate study lines, and in the increasing demand for professional project managers in most areas of public and private sectors. However, it is also noteworthy that in one specific domain Iceland is atypical among countries often seen as international benchmarks, e.g. Norway, the UK and Sweden, and that is the fractional public project governance framework, which might also explain why the Icelandic Project Management Association has not yet fully actualized its full potential as a professional leader for project management in Iceland.
Lesa meira
Fýsileiki virkjunar sólarorku á norðurslóðum: Reynsla af sólarpanelum IKEA á Íslandi
Feasibility of a small-scale photovoltaic systems in cold climate: IKEA solar array case study.
Höfundar
Sindri Þrastarson, Björn Marteinsson , Hrund Ó. Andradóttir.
Ágrip
Á síðustu áratugum hefur verið gríðarleg þróun í nýtni á sólarsellum í heiminum og framleiðslukostnaður þeirra hefur lækkað mikið. Norðurlöndin hafa tekið markviss skref í að innleiða sólarsafnkerfi þrátt fyrir takmarkaða inngeislun á veturna. Þáttaskil urðu á Íslandi þegar IKEA setti upp safnkerfi 65 sólarpanela með 17,55 kW framleiðslugetu í Garðabæ sumarið 2018. Markmið þessa verkefnis var að meta fýsileika sólarsella í Reykjavík á grundvelli mældrar heildargeislunar í Reykjavík, framleiddri orku safnkerfis IKEA og fræðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heildargeislun í Reykjavík (64°N, 21° V) var að meðaltali um 780 kWh/m2 á ári (árin 2008-2018), þar af mest 140 kWh/m2 í júlí og minnst 1,8 kWh/m2 í desember. Orkuframleiðsla á ársgrundvelli er hámörkuð ef sólarsellur snúa í suður í 40° halla, en lægri halli skilar sambærilegum árangri á sumrin. Hægt er að auka framleiðslu með því að auka halla panela á veturna yfir 60°. Safnkerfi IKEA framleiddi rúmlega 12 MWh á 12 mánaða tímabili, og var sköluð árleg orka (árs orku framleiðsla deilt með hámarksafli kerfis) 712 kWh/kW. Nýtingarhlutfall kerfis, þ.e. hlutfall af mestu hámarksnýtingu, reyndist vera 69% , sem er um 10% lægra en mælst hefur í tveimur viðmiðunarrannsóknum á norðurslóðum. Rekja má þennan mun til snjó og skuggamyndunar á panela IKEA auk þess að ekki reyndist unnt að setja panela í kjörhalla vegna tæknilegra takmarkana. Endurgreiðslutími fjárfestingar IKEA reiknast sem 24 ár, sem tekur mið af lágu raforkuverði á dreifikerfi í Reykjavík og ófyrirsjáanlegs hás uppsetningarkostnaðar. Sólarorka getur verið ákjósanlegur valkostur í orkuframleiðslu á Íslandi þegar horft er til framtíðar, meiri reynsla hefur náðst í nýtingu og ef hægt er að selja raforkuna inn á dreifikerfið
Abstract
The efficiency and production costs of solar panels have improved dramatically in the past decades. The Nordic countries have taken steps in instigating photovoltaic (PV) systems into energy production despite limited incoming solar radiation in winter. IKEA installed the first major PV system in Iceland with 65 solar panels with 17.55 kW of production capacity in the summer of 2018. The purpose of this research was to assess the feasibility of PV systems in Reykjavík based on solar irradiation measurements, energy production of a PV array located at IKEA and theory. Results suggests that net irradiation in Reykjavík (64°N, 21° V) was on average about 780 kWh/m2 per year (based on years 2008-2018), highest 140 kWh/m2 in July and lowest 1,8 kWh/m2 in December. Maximum annual solar power is generated by solar panels installed at a 40° fixed angle. PV panels at a lower angle produce more energy during summer. Conversely, higher angles maximize production in the winter. The PV system produced over 12 MWh over a one-year period and annual specific yield was 712 kWh/kW and performance ratio 69% which is about 10% lower than in similar studies in cold climates. That difference can be explained by snow cover, shadow falling on the panels and panels not being fixed at optimal slope. Payback time for the IKEA PV system was calculated 24 years which considers low electricity prices in Reykjavik and unforeseen high installation costs. Solar energy could be a feasible option in the future if production- and installation costs were to decrease and if the solar PV output could be sold to the electric grid in Iceland.
Lesa meiraHönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður
Design and function of light vegetation roofs under Icelandic conditions. (Article in Icelandic).
Höfundar
Halla Einarsdóttir, Ágúst Elí Ágústsson, Hrund Ólöf Andradóttir, Magnús Bjarklind, Reynir Sævarsson.
Ágrip
Gróðurþök hafa verið sett upp í vaxandi mæli víða í borgum í Evrópu sem hluti af blágrænum ofanvatnslausnum. Markmið þessarar rannsóknar var að greina vatnafræðilega virkni mismunandi útfærslna af léttum gróðurþökum við íslenskar aðstæður og koma með tillögur að farsælli hönnun gróðurþaka á Íslandi. Rýnt var í erlendar heimildir og hönnunarleiðbeiningar. Jafnframt voru byggð tilraunaþök og afrennsli mælt yfir 11 mánuði samhliða mælingum á snjóþekju, rigningu, vindi, og lofthita. Meðalvatnsheldni þakanna mældist mest 85% í júní og júli í samræmi við erlendar rannsóknir í köldu loftslagi. Vatnsheldnin mældist þó heldur lægri á veturna á Íslandi (<20%). Marktæk seinkun á massamiðju afrennslis og lækkun afrennslistoppa mældist af öllum gróðurþökunum nema helst í stærstu úrkomuatburðunum. Vatnsheldni innan hvers atburðar var mest háð lofthitastigi, uppsafnaðri úrkomu, úrkomu 14 daga fyrir atburð og vindhraða 7 daga fyrir atburð. Þök með mosavaxinn úthaga virkuðu vel vatnafræðilega, litu vel út, og þurftu lítið viðhald. Grasþökin voru með hærri vatnsheldni en á móti báru þau vott um þurrk, og litu illa út sér í lagi fyrri hluta sumars. Ályktað er að villtur þurrkaþolinn gróður eins og úthagi reynist betur en fóðurgras sem hefur meiri vatnsþörf og vex hraðar.
Abstract
Green roofs are increasingly being installed cities in Europe as a part of sustainable stormwater systems. The goal of this research was to assess the hydrological efficiency of different configurations of extensive green roofs in Iceland and present suggestions for successful design of such roofs based on local materials and weather conditions. International literature and best design practices were reviewed. Runoff from five test roofs was monitored for 11 months, in conjunction with snowdepth, rainfall, wind and air temperature. Green roof water retention measured highest 85% in June and July in accordance with other studies in cold climates. Water retention measured, however, somewhat lower during the winter (<20%). Significant delay of runoff's center of mass and lowering of peak runoff was measured in all green roofs except during the largest runoff events. Average event water retention was correlated to air temperature, cumulative rain, rain 14 days before event and wind speed 7 days before event. Roofs with moss and sedum turf demonstrated good hydrological efficiency, good appearance and needed little maintenance. Grass turf roofs retained slighlty more water, but were less drought resistant and looked poorly during early summer. Wild, water resistent plants like moss and sedum performed better overall.
Lesa meira
Falin verðmæti í jarðvarmaorku
Hidden value in geothermal energy. (Article in Icelandic).
Höfundar
Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran
Ágrip
Úrvinnsla kísils úr jarðvarmavatni spilar mikilvægt hlutverk í sjálfbærni og aukinni nýtingu jarðvarmavirkjana. Með því að fjarlægja kísilinn úr vökvanum er framkvæmd við niðurdælingu affallsvatns auðvelduð til muna, þar sem kísilútfellingar valda miklum vandamálum í niðurdælingarholum. Bæði er kostnaður vegna útfellingavandamála hár auk þess að möguleiki á því að vinna önnur efni úr vökvanum þegar kísillinn hefur verið fjarlægður. geoSilica Iceland er leiðandi í heiminum í úrvinnslu á kísil úr jarðvarmavatni með byltingarkenndri aðferð.
Abstract
The extraction of silicon from geothermal water plays a vital role in the sustainability and increased utilization of geothermal power plants. By removing the silicon from the liquid, injecting wastewater is greatly facilitated, as silicon deposits cause significant problems in the injection wells. Both the cost of precipitation problems are high and the possibility of extracting other substances from the liquid once the silicone has been removed. geoSilica Iceland is a world leader in the processing of silicon from geothermal water using a revolutionary method.
Lesa meira
Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu
Fractures and building structures in the capital region. (Article in Icelandic).
Höfundar
Páll Einarsson, Haukur Jóhannesson , Ásta Rut Hjartardóttir.
Ágrip
Staða Íslands á flekaskilum meginfleka býður upp á aðstæður sem finnast óvíða annars staðar og krefst sérstakrar aðgátar við mannvirkjagerð. Þéttbýli á Íslandi færist nú óðfluga inn á svæði þar sem berggrunnur er sundurskorinn af virkum misgengjum og sprungum. Sprungusveimur kenndur við Krísuvík liggur um austustu hluta höfuðborgarsvæðisins. Virkni á sprungum hans tengist að öllum líkindum kvikuhreyfingum í eldstöðvarkerfi Krísuvíkur og á flekaskilunum á Reykjanesskaga sem láta til sín taka á þúsund ára tímakvarða. Hætta sem mannvirkjum er búin stafar annars vegar af færslum um sprungurnar í tengslum við slíka virkni og hins vegar af gjökti þegar bylgjur frá fjarlægum skjálftum ganga yfir. Tjón má að líkindum fyrirbyggja að talsverðu leyti með því að forðast að byggja mannvirki yfir sprungurnar. Mælt er með breyttu verklagi við mannvirkjagerð á virkum sprungusvæðum.
Abstract
Straddling the boundary between two of the major tectonic plates on Earth, Iceland offers unique conditions for engineering structures that require special attention. Urban areas are rapidly expanding into areas where the bedrock is cut by numerous active fractures and faults. The fissure swarm of the Krísuvík volcanic system runs through the outskirts of Reykjavík and other towns of the metropolitan area. Activity of its fractures mostly occurs during magmatic events along the Reykjanes Peninsula oblique rift on a thousand years timescale. Hazard caused by the fractures is mostly twofold: Relative displacement of the walls of the fracture during magmatic intrusion and small relative displacements during the passage of seismic waves from distant earthquakes may damage structures built across them. The risk of structural damage may most likely be reduced considerably by avoiding building structures across the fractures. We suggest a change in building practice in fractures areas to achieve that.
Lesa meira
Samtengd hljómrými
(Article in Icelandic).
Höfundar
Ólafur Hjálmarsson, Ólafur Hafstein Pjetursson, Þórir Hrafn Harðarson
Ágrip
Í greininni er lýst reikniaðferð til þess að glíma við samtengd hljómrými sem hafa allt aðra hljómeiginleika heldur en samfelld rými. Samræmi á milli hljóðmælinga og reiknilíkansins virðist gott í því dæmi sem hér er tekið. Hefðbundið reiknilíkan hefði gefið kolranga mynd.
Það sem er sérstaklega lærdómsríkt er hversu mikil áhrif það hefur á hljómlengd rýma að brjóta þau upp; þannig þau virki ekki eins og eitt hljómrými heldur mörg; sem draga þá hvert niður í öðru. Þar sem þörf er fyrir vel tempruð rými eins og á heimilum, opnum vinnustöðvum, opnum samkomurýmum skóla og þess háttar má því talsvert vinna með uppbroti rýmanna. Þegar tónlist á í hlut og þörf er fyrir lengri hljóm ættu menn hins vegar að fara varlega.
Lesa meira
Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi
Key elements in the implementation of sustainable surface drainage solutions in Iceland. (Article in Icelandic).
Höfundar
Eyrún Pétursdóttir , Hrund Ó. Andradóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir.
Ágrip
Þétting byggðar og ákafari rigningarskúrir vegna hlýnunar jarðar auka álag á hefðbundin frárennsliskerfi sem safna ofanvatni í neðanjarðar lagnir. Ef ekkert er aðhafst þá getur tíðni flóða í þéttbýli aukist, með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir umhverfi og heilsu fólks. Til lausnar þessa vanda er horft í æ ríkara mæli til blágrænna ofanvatnslausna sem vistvænnar og hagrænnar leiðar til þess að meðhöndla magn og gæði ofanvatns. Blágrænar ofanvatnslausnir eins og græn þök, grænir geirar og svæði, stundum nefnd græna netið, tjarnir og regnbeð, hægja á flæði vatns og stuðla að náttúrulegri hreinsun á skaðlegum efnum sem koma frá bílaumferð, malbikssliti, þakefnum og rusli. Blágrænar ofanvatnslausnir voru fyrst hannaðar í heilt hverfi á Íslandi í Urriðaholti í Garðabæ. Jafnframt hafa skipulagsreglugerð og landsskipulagsstefna lagt línurnar fyrir innleiðingu þeirra. Á Íslandi skortir hins vegar heildræna stefnu um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Þessi grein kynnir lykilþætti árangursríkrar innleiðingar blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi, byggt á rýni á áratuga reynslu Svía og Englendinga og núverandi laga-, skipulags-, þekkingar og gagnaumhverfi á Íslandi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að skerpa betur stefnu um meðhöndlun ofanvatns í landsstefnu. Í öðru lagi þarf að samtvinna innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna við skipulagsferlið, frá aðalskipulagi yfir í deiliskipulag. Við hönnun blágrænna ofanvatnslausna þarf þverfaglegt samstarf sérfræðinga m.a. á sviði skipulags- og veitumála, jarðfræði, landslagsarkitektúrs og umhverfismála. Samvinna, hlutverk og ábyrgð þátttakenda þarf að vera vel skilgreind í gegnum alla áfanga á lífsskeiði lausnanna, frá stefnumótun, til skipulags, hönnunar, framkvæmdar, reksturs og viðhalds. Styrkja þarf íslenskan gagnagrunn m.t.t. blágrænna ofanvatnslausna og auka almenna þekkingu og þjálfun hagsmunaaðila á viðfangsefninu til að stuðla að farsælli innleiðingu.
Abstract
Existing urban drainage structures that collect stormwater in underground piping networks face increased pressure with urban densification and increased rainfall intensity with global warming. Urban flooding may become more frequent in the future posing economic, environmental and health risks. Sustainable Drainage Solutions (SuDS) are increasingly being considered as a natural and economical approach to surface water management. Ponds, vegetated swales, rain gardens and green roofs slow down the surface water flow and break down pollutants stemming from traffic, asphalt wear and roof materials. SuDS has been designed for one neighbourhood in Iceland, Urriðaholt. The Icelandic Planning Act and National Planning Strategy have set the base for the implementation of SuDS. Iceland, however, lacks a comprehensive strategy to obtain the benefits of SuDS. This article presents the key success factors for implementing SuDS in Iceland, based on a review of Sweden's and England ́s decadal experience, and current legal, planning, knowledge and data environment in Iceland. Firstly, it is important to clarify the strategic goals of urban runoff management in governmental policy documents. Secondly, the implementation of SuDS needs to be intertwined with the planning process both in municipal and detailed planning phases. A collaborative effort must be undertaken between sewer specialists, planners and other professionals to develop novel surface water collection approaches with respect to local conditions. Collaboration, roles and responsibilities must be clear and identified throughout the SuDS life cycle, from strategy, planning and design, to construction, operation and maintenance. More interdisciplinary research needs to be conducted with regards to SuDS, and communicated to local stakeholders to improve their general knowledge on SuDS.
Lesa meiraGæðastjórnun á sviði verkfræðiráðgjafar - getum við gert betur? (Greinin er á ensku).
QMS in the consulting engineering industry – can we do better?
Höfundar
Helgi Þór Ingason , Sveinn Þór Hallgrímsson .
Ágrip
Sú breyting hefur orðið á starfi íslenskra verkfræðistofa á undanförnum árum að flestar þeirra eru vottaðar samkvæmt ISO 9001 stjórnunarstaðlinum. Í þessari grein er fjallað um þessa umbreytingu úr þremur mismunandi sjónarhornum. Í fyrsta lagi með viðtölum við gæðastjóra og stjórnendur fimm verkfræðistofa hvar 80% ráðgjafarverkfræðinga hér á landi starfa. Í öðru lagi með könnun sem gerð var meðal allra starfsmanna sömu verkfræðistofa. Í þriðja lagi með viðtölum við fulltrúa fimm stóra verkkaupa þessara verkfræðistofa, sem allir eru opinber fyrirtæki eða stofnanir. Fulltrúar og starfsmenn verkfræðistofanna eru jákvæðir í afstöðu sinni til ISO 9001 vottunar og reynsla þeirra af vottuninni er jafnvel enn betri en þær væntingar sem gerðar voru í upphafi. Verkkauparnir eru hlutlausari í afstöðu sinni og virðast oft taka vottun verkfræðistofanna sem sjálfsögðum hlut. Engu að síður er það jafnan lykilatriði fyrir þessa verkkaupa að verkfræðistofur, sem fyrir þá starfa, séu vottaðar samkvæmt ISO 9001 staðli. Vottuð fyrirtæki þurfa að stunda stöðugt umbótastarf til að aðlaga og bæta gæðakerfi sín og þau þurfa að tryggja að stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavinir upplifi árangur af þessu umbótastarfi.
Abstract
The consulting engineering industry in Iceland has transformed itself in recent years to the extent that ISO 9001 certification has now been widely achieved. This paper explores aspects of this transformation from three different perspectives: Firstly through interviews with quality managers and executives of five engineering firms employing 80% of consulting engineers in Iceland; secondly through a survey conducted among all employees of the same engineering firms; and thirdly through interviews with representatives of five major public purchasers of engineering services in this country. The representatives and employees of the engineering consultancies are quite positive about the benefits of their ISO 9001 certification and that their experiences have surpassed their expectations. The public clients are more neutral in how they view the same topic and often seem to take certification for granted. Nevertheless, it is normally a key requirement for these public clients that companies tendering for larger projects have to have ISO 9001. Certified companies need to adapt and continuously improve their quality systems and make the benefits of this known to management, employees and clients, as appropriate.
Lesa meira
Tilviksrannsókn á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá framleiðslufyrirtæki
Case study on the implementation of streamlined management at a production company. (Article in Icelandic).
Höfundar
Þórður Víkingur Friðgeirsson, Magnús Bollason.
Ágrip
Straumlínustjórnun (e. lean management) er umtalað og vinsælt stjórnunarform. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig innleiðing straumlínustjórnunar gekk fyrir sig hjá meðalstóru framleiðslufyrirtæki (Nóa Síríusi h.f.) með tilliti til þriggja rekstarþátta þ.e.:Vörugæða, starfsánægju og flæðis. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við stjórnendur og almenna starfsmenn fyrirtækisins. Niðurstöður leiða í ljós að marktæk breyting hefur orðið á tveimur þáttum, starfsánægju og flæði en rannsóknin leiðir hins vegar ekki ljós að vörugæði hafi aukist eftir að fyrirtækið hóf innleiðingu straumlínustjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helstu hindranir í veginum á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi hafa einkum snúið eftirfarandi þáttum; þjálfun og þekkingu starfsfólks, skuldbindingu allra stjórnenda við innleiðinguna og þekkingu þeirra á aðferðafræði straumlínustjórnunar og loks upplýsingaflæði innan fyrirtækisins.
Abstract
The purpose of this study is to examine Lean implementation at an manufacturing company. Three of the main factors that prompted the company to undertake the Lean journey are product quality, employee satisfaction and flow. This is a case study conducted with qualitative research methods and analysis of company data. Semi-structured interviews were conducted with employees that were purposively chosen for the task. Company data was also be studied for numerical results relating to the study. Primary results indicate that a significant change has occurred in two of the three factors measured. Flow and employee satisfaction have both improved. The study does not indicate that product quality has improved in regard to the Lean implementation. The results also show that the main obstacles in the Lean implementation are employee training, company culture and internal flow of information.
Lesa meiraNýting ljósleiðara á Íslandi
Utilization of fiber optics in Iceland. (Article in Icelandic).
Höfundar
Ágrip
Ljósleiðaratæknin komst í almenna notkun á 9. áratug liðinnar aldar. Innleiðing hennar olli byltingu í fjarskiptum og hún er orðin undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem í notkun eru. Ljósleiðarar tengja saman heimsálfur og lönd, eru í stofnnetum og aðgangsnetum og eru notaðir til bakfæðingar í farsímakerfum. Internetið hefði aðeins orðið svipur hjá sjón án ljósleiðaratækninnar og alþjóðavæðingin hefði aldrei litið dagsins ljós. Íslendingar njóta nú ljósleiðaratengingar við umheiminn um þrjá sæstrengi, Farice og Danice sem liggja til Evrópu og Greenland Connect sem liggur vestur um haf með viðkomu í Grænlandi. Hryggjarstykkið í íslenska stofnnetinu er ljósleiðarahringurinn sem liggur um flestar byggðir landsins og ljósvæðing aðgangsnetsins er langt komin hér á landi. Ljósvæðing sveita er hafin og mun væntanlega taka fá ár að ljúka henni. Fullyrða má að Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu ljósleiðaratækninnar. Í þessari grein verður fjallað um nýtingu ljósleiðaratækninnar á Íslandi, í stofn- og aðgangsnetunum. Í aðgangsnetum er hægt að haga lagningu ljósleiðara á nokkra vegu og verður þeim aðferðum lýst. Einnig verður fjallað um samkeppni á ljóleiðaranetum.
Abstract
General deployment of optical fibre technology commenced in the eighties. Its introduction revolutionised the telecommunications arena and has become the foundation of most telecommunication systems in use today. Optical fibres connect continents and countries, are used in core and access networks and for backhauling of mobile communication systems. The internet would barely exist without optical fibres and globalisation would hardly have seen the dawn of light. Three submarine optical cables connect Iceland to the outside world; Farice and Danice connect Iceland to Europe and Greenland Connect to America via Greenland. The optical ring around Iceland constitutes the Icelandic core network. The ring passes by nearly all villages and towns and fibre deployment in the access network has reached an advanced state. Fibre deployment in rural areas has already begun and will presumably be finished in a few years. Iceland plays a leading role in fibre deployment. In this paper, fibre utilisation in Iceland will be described, both in core and access networks. Three different architectures for fibre deployment in the access network will be described. Competition on fibre networks will also be discussed.
Lesa meira
Ferðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni: Hefur þjóðvegurinn áhrif?
Travel habits of primary school children in rural areas: Does the highway affect? (Article in Icelandic).
Höfundar
Erna Bára Hreinsdóttir , Sigríður Kristjánsdóttir , Haraldur Sigþórsson
Ágrip
Síðustu áratugi hefur bíllinn orðið æ stærri hluti af okkar daglegu tilveru. Stundum er gert grín að því að Íslendingar noti einkabílinn í stað yfirhafnar. Í skipulagsáætlunum af öllu tagi er nú meiri áhersla á sjálfbærni og ýmsa umhverfisþætti í tengslum við hana. Þar með á lýðheilsu. Með því að nota annan fararmáta en bílinn minnkum við útblástur, slit á umferðarmannvirkjum og minni líkur eru á að endurbyggja þurfi umferðarmannvirki til að koma til móts við umferðaraukningu. Slíkur lífsstíll stuðlar einnig að heilbrigði. Hvatning berst frá ýmsum opinberum aðilum um að landsmenn temji sér heilbrigðari lífsstíl, til að mynda með því að ganga eða hjóla til skóla og vinnu. Slíkt ætti að skila sér í betri líðan og kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna lífstílstengdra sjúkdóma, svo sem sykursýki 2 og hjartasjúkdóma, ætti að minnka. Áhersla er lögð á að kenna börnum heilbrigða lífshætti til dæmis með því að þau gangi í skólann. Í Reykjavík eru flest grunnskólahverfi afmörkuð þannig að skólabörn þurfa ekki að fara yfir umferðarþungar götur á leið sinni til hverfisskóla. Jafnframt þurfa börn í Reykjavík sjaldan að ganga lengra en 800m til grunnskóla. Rannsókn sýnir að um 84% grunnskólabarna í Reykjavík ferðast með virkum hætti, þ.e. ganga eða hjóla, í skólann. En hvernig er staðan á landsbyggðinni? Er lífsstíll grunnskólabarna með öðrum hætti hvað varðar virkan ferðamáta? Til að gæta sanngirni er hér aðeins miðað við búsetu í innan við 800m frá grunnskóla. Í ljós kemur að hlutfall barna sem ferðast með virkum hætti til skóla í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni er talsvert lægra eða 66%. Aðstæður innan þeirra þéttbýliskjarna sem könnunin náði til eru ólíkar því sem gengur og gerist í höfuðborginni vegna þess að leitast var við að velja þéttbýliskjarna þar sem þjóðvegur liggur um íbúabyggð. Lögum samkvæmt skulu öll leyfileg farartæki komast um þjóðvegi og því fara landflutningar gjarnan um þá. Virkur ferðamáti grunnskólabarna í þéttbýli á landsbyggðinni sem ekki þurfa að fara yfir þjóðveg á leið sinni til skóla er 77% sem er nokkuð nærri því hlutfalli sem er í Reykjavík. Hlutfall barna sem ferðast með virkum ferðamáta og þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla er umtalsvert lægri eða 40%. Því má draga þá ályktun að lega þjóðvegar um skólahverfi hafi áhrif á ferðavenjur skólabarna á landsbyggðinni. Niðurstöður þessar eru gagnlegt tæki fyrir sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana.
Abstract
Over the last decades the car has become an increasingly bigger part of our lives. Sometimes Icelanders say that they use the private car instead of a coat. In modern planning some of the main goals are sustainability and public health. By using other means of travel than the private car, pollution will decrease and the need to rebuild traffic infrastructure is less likely. Active lifestyle also contributes to health. The government as well as many local authorities motivate citizens for a healthier lifestyle, for example by encouraging them to use an active mode of travel, such as walking or cycling. This should result in improved wellbeing and the costs of health care should be reduced. To implement active travel the focus is on children and how they get to school. In Reykjavík the public schools are often situated in the middle of the neighbourhood so children do not need to cross roads with heavy traffic on their way to school. Furthermore, children in Reykjavík usually do not have to travel over 800m for school. A study shows that 84% of school children in Reykjavík walk or cycle to school. But how is the situation in smaller towns in other parts of Iceland? A study was done in six towns in Iceland. Based on residence within 800m from school, it turns out that the ratio in towns in rural areas is significantly lower than in Reykjavík, or 66%. The circumstances in the towns are different from those in Reykjavík because of the highway crossing the residential areas. By law, any authorized vehicles is to be able to be driven through the highway. Therefore there is often heavy traffic on the highways. The rate of active transport for the children who do not need to cross the road on their way to school is 77%, which is pretty close to the percentage in Reykjavík. Active mode of travelling by children that have to cross the road on their way to school is significantly lower; or 40%. The conclusion is that the location of the school and the highway affects the way children travel to school. These results are useful tools for municipalities preparing spatial plans
Lesa meira