Greinasafn: Verkfræðinám

Fyrirsagnalisti

28.6.2021 Ritrýnt efni Verkfræðinám : Frammistöðumælir tækniteyma

Technical Team Performance Meter. (Article in Icelandic).

Höfundar

Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson

Ágrip

Kynnt er aðferðafræði sem er þróuð fyrir kennara til að hjálpa þeim að meta frammistöðu teymis nemenda í verkfræðiverkefni. Aðferðafræðin er verkfæri sem hjálpar kennaranum að bera kennsl á þá þætti sem koma í veg fyrir að teymið nái hámarks frammistöðu. Aðferðafræðin byggir á ítarlegri heimildarannsókn á frammistöðumati nemendateyma. Aðferðir til að mæla árangur nemendateyma og þeir þættir sem hafa áhrif á frammistöðu voru kortlagðir og notaðir sem grunnur að þróun aðferðafræðinnar sem kynnt er í greininni. Aðferðin er nokkurs konar hitamælir á frammistöðu teyma. Með því að nota aðferðafræðina fá kennarar betri skilning á þeim málum sem koma í veg fyrir að teymið nái betri árangri. Aðferðafræðin er mjög gagnlegt tæki fyrir kennara sem hafa umsjón með flóknu teymi nemenda og þurfa að geta greint frammistöðuvandamál á kerfisbundinn hátt. Aðferðafræðin gæti verið gagnleg til að meta árangur annarra tegunda teyma – t.d. starfandi verkfræðinga og tæknifólks.

Abstract

Presented is a methodology developed for teachers to help them to evaluate the performance of a team of students in an engineering project-based course. The methodology is a tool that will help the teacher to identify the components that are preventing the team from advancing to a high-performance level. The methodology is based on a thorough study of the literature on the performance of teams. Methods for measuring the performance of teams and the factors that impact performance were mapped and used as foundation for developing the presented methodology. Using the methodology teachers get a much better understanding of the issues that are preventing the team from advancing. The methodology is a very useful tool for teachers that are supervising a complex team of students and need to be able to identify performance issues in a systematic manner. The methodology has the potential to be useful for evaluating the performance of other types of teams – e.g. in industry.

 

Lesa meira

14.12.2020 Ritrýnt efni Verkfræðinám : Frammistöðumat á umfangsmiklum nemendateymum

Performance evaluation of extensive student teams. (Article in Icelandic).

Höfundar

Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson 

Ágrip

Höfundar hafa þróað aðferðafræði fyrir kennara til að hjálpa þeim við að meta frammistöðu í umfangsmiklum nemendateymum í verkfræðinámskeiðum. Í þessari grein munum við sýna aðferðafræðina með tilviksrannsókn. Viðfangsefnið er verkefnanámskeið sem kennt hefur verið við Háskóla Íslands í 10 ár. Í námskeiðinu hanna nemendur eins sætis rafmagnskappakstursbíl, smíða hann og keppa á honum á erlendum keppnum. Markmið námskeiðsins hvert ár er það sama – að endurbæta hönnun síðasta vetrar. Frammistaða nemenda – metin útfrá stigum sem þeir hafa fengið á keppnunum – hefur nánast verið sú sama öll árin. Tilraunir kennara til að bæta frammistöðuna hafa ekki skilað árangri. Niðurstöður sýna að með því að beita aðferðafræðinni sem höfundar hafa þróað þá geta kennarar fengið gott yfirlit yfir þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu nemendanna og öðlast góðan skilning á því hvað mögulega kemur í veg fyrir framþróun. Aðferðafræðin er öflugt tól sem er auðvelt að nota til að greina kerfisbundið frammistöðu nemenda og bera kennsl á vandamál. Notandinn verður að meta hvern þátt og gefa einkunn með rökum. Þessi kerfisbundna nálgun veitir góðan skilning á virkni teymisins, hún hjálpar til við að sjá hvar vandamálin liggja og hjálpar til við að ákveða hvaða þætti þarf að skoða frekar. Þó að aðferðafræðin hafi verið hönnuð til að meta teymi nemenda þá bendir allt til þess að hún gæti verið nytsamleg til að meta frammistöðu annarra teyma – til dæmis í atvinnulífinu.

Abstract

A methodology has been developed aimed at helping teachers to evaluate the performance of extensive student teams in engineering courses. The paper demonstrates the methodology with a case study. The case is a project course that has been taught at the University of Iceland for 10 years. In the course, students design a one-seater electric race car, build it and compete in it at foreign competitions. The aim of the course each year is the same - to improve the last design. The students' performance - judged on the points received in the competitions - has been nearly the same all these years. Attempts by teachers to help the students to improve their performance have not been successful. The results show that by applying the methodology developed by the authors, teachers can get a good overview of the factors that affect students' performance and gain a good understanding of what possibly hinders progress. The methodology is a powerful tool that is easy to use to systematically analyse student performance and identify problems. The user must evaluate each factor and give a rating with arguments. This systematic approach provides a good understanding of the workings of the team, it helps to see where the problems lie and helps to decide which aspects need to be examined further. Although the methodology has been designed to evaluate student teams, all indications are that it could be useful for evaluating the performance of other teams – e.g. in industry.

Lesa meira

20.12.2019 Ritrýnt efni Verkfræðinám : Vendikennsla bætir árangur nemenda á lokaprófi í fyrsta árs verkfræðinámskeiði

"Flipped classroom" improves students' results in the final exam in a first-year engineering course. (Article in Icelandic).

Höfundar

Guðmundur V. Oddsson, Rúnar Unnþórsson

Ágrip

Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvað þarf til að bæta skilning nemenda á námsefni sem kennt er í fyrsta árs verkfræðinámskeiði. Tvær vendikennsluaðferðir voru bornar saman við hefðbundna kennslu – byggða á fyrirlestrum. Samanburðurinn var byggður á árangri nemenda í skriflegu lokaprófi og ánægju nemenda með námskeiðið út frá árlegu kennslumati námskeiðsins. Vendikennslan fór fram árin 2015 og 2016 og voru niðurstöðurnar bornar saman við viðmið fyrir 10 ára hefðbundna kennslu sem sett voru í annarri rannsókn. Fyrirkomulag vendikennslunnar var þannig að fyrirlestrar voru teknir upp með skjáupptökuhugbúnaði sem tók upp bæði rödd kennara og aðgerðir hans á skjánum. Með tilkomu upptakanna gátu nemendur horft á fyrirlestra eftir hentugleika. Fyrirlestrarnir voru haldnir af sama kennara, námsefnið var það sama og einnig kennslubókin. Vendikennslan árið 2015 fór fram þannig að fyrirlestratímar voru nýttir í að svara spurningum nemenda úr fyrirlestrum vikunnar. Árið 2016 var fyrirkomulaginu breytt þannig að fyrirlestratímarnir voru nýttir til að fara yfir valin hugtök og aðferðir auk þess að æfa nemendur í að beita námsefninu. Niðurstöður sýna að það er jákvæð fylgni milli vendikennslu og meðalárangurs á lokaprófi og sterk vísbending um að nemendum sem æfa sig í að beita námsefninu í fyrirlestratíma gangi betur á lokaprófi.

Abstract

The aim of this study was to evaluate what is needed to improve students' understanding of the material taught in a first-year engineering course. Two flipped classroom methods were compared to traditional teaching method – based on lectures. The comparison was based on the students' achievements in the written final exam and student satisfaction with the course based on the annual teaching evaluation. The flipped classroom took place in 2015 and 2016, and the results were compared with a baseline for 10-year traditional teaching set in another study. 

Lesa meira