Greinasafn
Fyrirsagnalisti
Sjálfakandi ökutæki á Íslandi: Viðhorf almennings gagnvart nýjum ferðamáta
Automated vehicles (AVs) in Iceland: Public attitudes towards new modes of transport. (Article in Icelandic).
Höfundar
Arnór B. Elvarsson , Haraldur Sigþórsson.
Ágrip
Sjálfakandi ökutæki eru stundum álitin vera hin fullkomna lausn við samgönguvandamálum samtímans. Undir vissum sviðsmyndum er tæknin talin hafa marga kosti, meðal annars að bæta aðgengi fatlaðra, aldraðra, ungra og annarra sem ekki ferðast jafn auðveldlega nú til dags. Hins vegar, þá gæti tæknin haft í för með sér aðra síður eftirsótta eiginleika undir öðrum sviðsmyndum. Koma tækninnar mun hins vegar ekki raungerast nema hún verði samþykkt af notendunum, þ.e. almenningi.
Viðhorf almennings gagnvart tækninni hafa ekki verið skoðaðar fyllilega, og sérstaklega ekki á íslenskri grundu. Í þessari grein er sagt frá niðurstöðum rannsóknar byggðri á spurningalista unnum á samstarfsvettvangi WISE-ACT í Evrópu og víðar. Spurningalisti var lagður fyrir íslenskan almenning og fékkst 561 gilt svar, bæði m.t.t. huglægra þátta og ferðamátavalskönnunar og þau greind eftir lýðfræðilegum þáttum svarenda. Eftir samanburð úrtaks og þýðis voru niðurstöður bornar saman við evrópskar niðurstöður Eurobarometer.
Íslenskur almenningur er almennt séð jákvæðari gagnvart sjálfakandi ökutækjum en Evrópubúar í heild, en þó enn tortryggnir. Á sama tíma og farþegum sjálfakandi ökutækja líður betur en óvörðum farþegum í nálægð ökutækisins er víst að stórum hluta fólks liði betur sem farþega með eftirliti öryggisfulltrúa í ökutækinu. Þá er alls óvíst að fólk sé tilbúið að senda börn sín með ökutækinu. Svarendur voru almennt jákvæðari gagnvart því að flytja vörur á milli staða með sjálfakandi tækni. Þrátt fyrir þetta eru 70% svarenda jákvæðir gagnvart því að tæknin sé prófuð í þeirra nágrenni og 60% svarenda jákvæðir gagnvart því að prófa tæknina sjálfir. Frekari rannsóknir eru lagðar til á grundvelli mælistika sem varpað er fram í greininni.
Abstract
Automated vehicles (AVs) are sometimes considered a silver bullet for contemporary transport problems. For particular scenarios, the technology is believed to have many advantages, such as improving the accessibility of underserved populations. However, the technology may also lead to lesser consequences under other scenarios, with some simulations predicting increase in congestion as the modal split shifts towards automation. In any case, the mode choice shift will not be realised without the public acceptence of AVs.
The public opinion towards the technology has not been fully explored, and particularly not in Iceland. This article focuses on the Icelandic results of a cross-national survey. 561 valid responses were recorded, considering attitudinal and stated-mode-choice questions and the responses then analysed as per the sample‘s socio-demographic attributes and compared to a similar survey performed in other european countries.
The Icelandic public is generally more positive towards automated vehicles than other Europeans, however still skeptical. At the same time as AV passengers feel more safe than vulnerable road users in the vicinity of an AV, AV passengers also feel more safe with an AV supervisor inside the vehicle. It is uncertain whether people will use the vehicles for pick-up and drop-off of children. Respondents are generally more positive that their goods be transported in AVs instead of people. In spite of this, 70% of respondents were positive that the technology be tried in their neighborhood and 60% of respondents are positive towards trying the vehicles themselves. Further research is suggested in the outlook of the articles, based on indices and further metrics.
Lesa meiraFerðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni: Hefur þjóðvegurinn áhrif?
Travel habits of primary school children in rural areas: Does the highway affect? (Article in Icelandic).
Höfundar
Erna Bára Hreinsdóttir , Sigríður Kristjánsdóttir , Haraldur Sigþórsson
Ágrip
Síðustu áratugi hefur bíllinn orðið æ stærri hluti af okkar daglegu tilveru. Stundum er gert grín að því að Íslendingar noti einkabílinn í stað yfirhafnar. Í skipulagsáætlunum af öllu tagi er nú meiri áhersla á sjálfbærni og ýmsa umhverfisþætti í tengslum við hana. Þar með á lýðheilsu. Með því að nota annan fararmáta en bílinn minnkum við útblástur, slit á umferðarmannvirkjum og minni líkur eru á að endurbyggja þurfi umferðarmannvirki til að koma til móts við umferðaraukningu. Slíkur lífsstíll stuðlar einnig að heilbrigði. Hvatning berst frá ýmsum opinberum aðilum um að landsmenn temji sér heilbrigðari lífsstíl, til að mynda með því að ganga eða hjóla til skóla og vinnu. Slíkt ætti að skila sér í betri líðan og kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna lífstílstengdra sjúkdóma, svo sem sykursýki 2 og hjartasjúkdóma, ætti að minnka. Áhersla er lögð á að kenna börnum heilbrigða lífshætti til dæmis með því að þau gangi í skólann. Í Reykjavík eru flest grunnskólahverfi afmörkuð þannig að skólabörn þurfa ekki að fara yfir umferðarþungar götur á leið sinni til hverfisskóla. Jafnframt þurfa börn í Reykjavík sjaldan að ganga lengra en 800m til grunnskóla. Rannsókn sýnir að um 84% grunnskólabarna í Reykjavík ferðast með virkum hætti, þ.e. ganga eða hjóla, í skólann. En hvernig er staðan á landsbyggðinni? Er lífsstíll grunnskólabarna með öðrum hætti hvað varðar virkan ferðamáta? Til að gæta sanngirni er hér aðeins miðað við búsetu í innan við 800m frá grunnskóla. Í ljós kemur að hlutfall barna sem ferðast með virkum hætti til skóla í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni er talsvert lægra eða 66%. Aðstæður innan þeirra þéttbýliskjarna sem könnunin náði til eru ólíkar því sem gengur og gerist í höfuðborginni vegna þess að leitast var við að velja þéttbýliskjarna þar sem þjóðvegur liggur um íbúabyggð. Lögum samkvæmt skulu öll leyfileg farartæki komast um þjóðvegi og því fara landflutningar gjarnan um þá. Virkur ferðamáti grunnskólabarna í þéttbýli á landsbyggðinni sem ekki þurfa að fara yfir þjóðveg á leið sinni til skóla er 77% sem er nokkuð nærri því hlutfalli sem er í Reykjavík. Hlutfall barna sem ferðast með virkum ferðamáta og þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla er umtalsvert lægri eða 40%. Því má draga þá ályktun að lega þjóðvegar um skólahverfi hafi áhrif á ferðavenjur skólabarna á landsbyggðinni. Niðurstöður þessar eru gagnlegt tæki fyrir sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana.
Abstract
Over the last decades the car has become an increasingly bigger part of our lives. Sometimes Icelanders say that they use the private car instead of a coat. In modern planning some of the main goals are sustainability and public health. By using other means of travel than the private car, pollution will decrease and the need to rebuild traffic infrastructure is less likely. Active lifestyle also contributes to health. The government as well as many local authorities motivate citizens for a healthier lifestyle, for example by encouraging them to use an active mode of travel, such as walking or cycling. This should result in improved wellbeing and the costs of health care should be reduced. To implement active travel the focus is on children and how they get to school. In Reykjavík the public schools are often situated in the middle of the neighbourhood so children do not need to cross roads with heavy traffic on their way to school. Furthermore, children in Reykjavík usually do not have to travel over 800m for school. A study shows that 84% of school children in Reykjavík walk or cycle to school. But how is the situation in smaller towns in other parts of Iceland? A study was done in six towns in Iceland. Based on residence within 800m from school, it turns out that the ratio in towns in rural areas is significantly lower than in Reykjavík, or 66%. The circumstances in the towns are different from those in Reykjavík because of the highway crossing the residential areas. By law, any authorized vehicles is to be able to be driven through the highway. Therefore there is often heavy traffic on the highways. The rate of active transport for the children who do not need to cross the road on their way to school is 77%, which is pretty close to the percentage in Reykjavík. Active mode of travelling by children that have to cross the road on their way to school is significantly lower; or 40%. The conclusion is that the location of the school and the highway affects the way children travel to school. These results are useful tools for municipalities preparing spatial plans
Lesa meira