Greinasafn: Umhverfi

Fyrirsagnalisti

27.2.2020 Annað efni Mannvirki Umhverfi : Ísland í dag - Nærri tveimur áratugum síðar

(Article in Icelandic).

Höfundar

Ólafur Hjálmarsson , Ásta Logadóttir , Kristinn Alexandersson , Jóhann Björn Jóhannsson 

Ágrip

„Hvað felur verkfræðiráðgjöf í byggingareðlisfræði mannvirkja í sér og hvernig getur hún bætt hönnun?

Á undanförnum árum hefur umræða á Íslandi um rakaskemmdir og myglu í mannvirkjum færst í aukana. Fréttir af himinháum fjárhæðum sem varið er í viðgerðir og viðhald vegna þessa gætu útskýrt þessa vitundarvakningu sem og að fólk er meira meðvitað um slæm heilsufarsleg áhrif myglu. Talið er að fólk í Íslandi verji um 90% af tíma sínum innandyra og er flestum því ljóst mikilvægi þess að búa við fullnægjandi innivist og loftgæði í híbýlum sínu. Þörfin fyrir vatns- og rakaheld hús er því aðkallandi hér á landi." 

 

Lesa meira

18.12.2019 Ritrýnt efni Umhverfi : Áhrif loftlagsbreytinga á vatnsveitur og vatnsgæði á Íslandi – áhættuþættir og aðgerðir

Impact of climate change on water supply and water quality in Iceland - risk factors and measures. (Article in Icelandic).

Höfundar

María J. GunnarsdóttirSigurður Magnús Garðarsson, Hrund Ó. Andradóttir og Alfreð Schiöth

Ágrip

Loftlagsbreytingar munu hafa áhrif á vatnsveitur og vatnsgæði með ýmsum hætti. Það eru fyrst og fremst þrír veðurtengdir þættir sem hafa áhrif: hærri lofthiti; hækkun á sjávarstöðu; og svæðisbundnar árstíðarbundnar breytingar á úrkomu í bæði magni og ákafa. Í þessari rannsókn voru rýndar erlendar og íslenskar greinar og skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á vatnsauðlindina með áherslu á norðurslóðir. Gerð var greining á ýmsum áhættuþáttum er varðar gæði neysluvatns með greiningu á gögnum úr reglulegu eftirliti heilbrigðiseftirlita landsins með vatnsveitum og vatnsgæðum. Einnig var gert gróft hættumat á að skriðuföll eða flóð eyðilegðu vatnsból á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Helstu niðurstöðurnar eru þær að loftlagsbreytingar auka hættu á truflun á rekstri vatnsveitna og á mengun neysluvatns. Á eftirlitssvæði Norðurlands eystra eru meira en helmingur vatnsbóla í hættu á skemmdum vegna skriðufalla og á 5% vatnsbóla er skriðuhættan mikil, en flóðahætta er lítil á öllu svæðinu. Hættan er mjög mismunandi eftir landssvæðum og er almennt séð meiri hjá minni vatnsveitum. Í lokin eru settar fram tillögur byggðar á greiningunni um nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við áhættuþáttunum. 

Abstract

Climate change is expected to have impact on water supply and drinking water quality in Iceland. Foremost there are three influential weather-related factors; increase in temperature; rise in sea level; and seasonal and regional change in precipitation in both quantity and intensity. In this study international and local reports and articles were analyzed for expected impact on the water resource with emphasis on the northern and the arctic region. Water quality risk factors were analyzed based on surveillance data of the water supplies from the Local Competent Authorities. Preliminary risk assessment of landslides and flooding was performed in one surveillance area in northern Iceland. 

Lesa meira

7.12.2019 Ritrýnt efni Umhverfi : Fýsileiki virkjunar sólarorku á norðurslóðum: Reynsla af sólarpanelum IKEA á Íslandi

Feasibility of a small-scale photovoltaic systems in cold climate: IKEA solar array case study.

Höfundar

Sindri Þrastarson,   Björn Marteinsson , Hrund Ó. Andradóttir. 

Ágrip

Á síðustu áratugum hefur verið gríðarleg þróun í nýtni á sólarsellum í heiminum og framleiðslukostnaður þeirra hefur lækkað mikið. Norðurlöndin hafa tekið markviss skref í að innleiða sólarsafnkerfi þrátt fyrir takmarkaða inngeislun á veturna. Þáttaskil urðu á Íslandi þegar IKEA setti upp safnkerfi 65 sólarpanela með 17,55 kW framleiðslugetu í Garðabæ sumarið 2018. Markmið þessa verkefnis var að meta fýsileika sólarsella í Reykjavík á grundvelli mældrar heildargeislunar í Reykjavík, framleiddri orku safnkerfis IKEA og fræðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heildargeislun í Reykjavík (64°N, 21° V) var að meðaltali um 780 kWh/m2 á ári (árin 2008-2018), þar af mest 140 kWh/m2 í júlí og minnst 1,8 kWh/m2 í desember. Orkuframleiðsla á ársgrundvelli er hámörkuð ef sólarsellur snúa í suður í 40° halla, en lægri halli skilar sambærilegum árangri á sumrin. Hægt er að auka framleiðslu með því að auka halla panela á veturna yfir 60°. Safnkerfi IKEA framleiddi rúmlega 12 MWh á 12 mánaða tímabili, og var sköluð árleg orka (árs orku framleiðsla deilt með hámarksafli kerfis) 712 kWh/kW. Nýtingarhlutfall kerfis, þ.e. hlutfall af mestu hámarksnýtingu, reyndist vera 69% , sem er um 10% lægra en mælst hefur í tveimur viðmiðunarrannsóknum á norðurslóðum. Rekja má þennan mun til snjó og skuggamyndunar á panela IKEA auk þess að ekki reyndist unnt að setja panela í kjörhalla vegna tæknilegra takmarkana. Endurgreiðslutími fjárfestingar IKEA reiknast sem 24 ár, sem tekur mið af lágu raforkuverði á dreifikerfi í Reykjavík og ófyrirsjáanlegs hás uppsetningarkostnaðar. Sólarorka getur verið ákjósanlegur valkostur í orkuframleiðslu á Íslandi þegar horft er til framtíðar, meiri reynsla hefur náðst í nýtingu og ef hægt er að selja raforkuna inn á dreifikerfið

Abstract

The efficiency and production costs of solar panels have improved dramatically in the past decades. The Nordic countries have taken steps in instigating photovoltaic (PV) systems into energy production despite limited incoming solar radiation in winter. IKEA installed the first major PV system in Iceland with 65 solar panels with 17.55 kW of production capacity in the summer of 2018. The purpose of this research was to assess the feasibility of PV systems in Reykjavík based on solar irradiation measurements, energy production of a PV array located at IKEA and theory. Results suggests that net irradiation in Reykjavík (64°N, 21° V) was on average about 780 kWh/m2 per year (based on years 2008-2018), highest 140 kWh/m2 in July and lowest 1,8 kWh/m2 in December. Maximum annual solar power is generated by solar panels installed at a 40° fixed angle. PV panels at a lower angle produce more energy during summer. Conversely, higher angles maximize production in the winter. The PV system produced over 12 MWh over a one-year period and annual specific yield was 712 kWh/kW and performance ratio 69% which is about 10% lower than in similar studies in cold climates. That difference can be explained by snow cover, shadow falling on the panels and panels not being fixed at optimal slope. Payback time for the IKEA PV system was calculated 24 years which considers low electricity prices in Reykjavik and unforeseen high installation costs. Solar energy could be a feasible option in the future if production- and installation costs were to decrease and if the solar PV output could be sold to the electric grid in Iceland.

Lesa meira

3.12.2018 Mannvirki Ritrýnt efni Umhverfi : Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður

Design and function of light vegetation roofs under Icelandic conditions. (Article in Icelandic).

Höfundar

Halla Einarsdóttir, Ágúst Elí Ágústsson, Hrund Ólöf Andradóttir, Magnús Bjarklind, Reynir Sævarsson.

Ágrip

Gróðurþök hafa verið sett upp í vaxandi mæli víða í borgum í Evrópu sem hluti af blágrænum ofanvatnslausnum. Markmið þessarar rannsóknar var að greina vatnafræðilega virkni mismunandi útfærslna af léttum gróðurþökum við íslenskar aðstæður og koma með tillögur að farsælli hönnun gróðurþaka á Íslandi. Rýnt var í erlendar heimildir og hönnunarleiðbeiningar. Jafnframt voru byggð tilraunaþök og afrennsli mælt yfir 11 mánuði samhliða mælingum á snjóþekju, rigningu, vindi, og lofthita. Meðalvatnsheldni þakanna mældist mest 85% í júní og júli í samræmi við erlendar rannsóknir í köldu loftslagi. Vatnsheldnin mældist þó heldur lægri á veturna á Íslandi (<20%). Marktæk seinkun á massamiðju afrennslis og lækkun afrennslistoppa mældist af öllum gróðurþökunum nema helst í stærstu úrkomuatburðunum. Vatnsheldni innan hvers atburðar var mest háð lofthitastigi, uppsafnaðri úrkomu, úrkomu 14 daga fyrir atburð og vindhraða 7 daga fyrir atburð. Þök með mosavaxinn úthaga virkuðu vel vatnafræðilega, litu vel út, og þurftu lítið viðhald. Grasþökin voru með hærri vatnsheldni en á móti báru þau vott um þurrk, og litu illa út sér í lagi fyrri hluta sumars. Ályktað er að villtur þurrkaþolinn gróður eins og úthagi reynist betur en fóðurgras sem hefur meiri vatnsþörf og vex hraðar.

Abstract

Green roofs are increasingly being installed cities in Europe as a part of sustainable stormwater systems. The goal of this research was to assess the hydrological efficiency of different configurations of extensive green roofs in Iceland and present suggestions for successful design of such roofs based on local materials and weather conditions. International literature and best design practices were reviewed. Runoff from five test roofs was monitored for 11 months, in conjunction with snowdepth, rainfall, wind and air temperature. Green roof water retention measured highest 85% in June and July in accordance with other studies in cold climates. Water retention measured, however, somewhat lower during the winter (<20%). Significant delay of runoff's center of mass and lowering of peak runoff was measured in all green roofs except during the largest runoff events. Average event water retention was correlated to air temperature, cumulative rain, rain 14 days before event and wind speed 7 days before event. Roofs with moss and sedum turf demonstrated good hydrological efficiency, good appearance and needed little maintenance. Grass turf roofs retained slighlty more water, but were less drought resistant and looked poorly during early summer. Wild, water resistent plants like moss and sedum performed better overall.

 

Lesa meira

22.11.2018 Annað efni Jarðtækni Umhverfi : Falin verðmæti í jarðvarmaorku

Hidden value in geothermal energy. (Article in Icelandic).

Höfundar

Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran

Ágrip

Úrvinnsla kísils úr jarðvarmavatni spilar mikilvægt hlutverk í sjálfbærni og aukinni nýtingu jarðvarmavirkjana. Með því að fjarlægja kísilinn úr vökvanum er framkvæmd við niðurdælingu affallsvatns auðvelduð til muna, þar sem kísilútfellingar valda miklum vandamálum í niðurdælingarholum. Bæði er kostnaður vegna útfellingavandamála hár auk þess að möguleiki á því að vinna önnur efni úr vökvanum þegar kísillinn hefur verið fjarlægður. geoSilica Iceland er leiðandi í heiminum í úrvinnslu á kísil úr jarðvarmavatni með byltingarkenndri aðferð.

Abstract

The extraction of silicon from geothermal water plays a vital role in the sustainability and increased utilization of geothermal power plants. By removing the silicon from the liquid, injecting wastewater is greatly facilitated, as silicon deposits cause significant problems in the injection wells. Both the cost of precipitation problems are high and the possibility of extracting other substances from the liquid once the silicone has been removed. geoSilica Iceland is a world leader in the processing of silicon from geothermal water using a revolutionary method.

 

Lesa meira

13.9.2017 Ritrýnt efni Umhverfi : Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi

Key elements in the implementation of sustainable surface drainage solutions in Iceland. (Article in Icelandic).

Höfundar

Eyrún Pétursdóttir , Hrund Ó. Andradóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir.

 

Ágrip

Þétting byggðar og ákafari rigningarskúrir vegna hlýnunar jarðar auka álag á hefðbundin frárennsliskerfi sem safna ofanvatni í neðanjarðar lagnir. Ef ekkert er aðhafst þá getur tíðni flóða í þéttbýli aukist, með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir umhverfi og heilsu fólks. Til lausnar þessa vanda er horft í æ ríkara mæli til blágrænna ofanvatnslausna sem vistvænnar og hagrænnar leiðar til þess að meðhöndla magn og gæði ofanvatns. Blágrænar ofanvatnslausnir eins og græn þök, grænir geirar og svæði, stundum nefnd græna netið, tjarnir og regnbeð, hægja á flæði vatns og stuðla að náttúrulegri hreinsun á skaðlegum efnum sem koma frá bílaumferð, malbikssliti, þakefnum og rusli. Blágrænar ofanvatnslausnir voru fyrst hannaðar í heilt hverfi á Íslandi í Urriðaholti í Garðabæ. Jafnframt hafa skipulagsreglugerð og landsskipulagsstefna lagt línurnar fyrir innleiðingu þeirra. Á Íslandi skortir hins vegar heildræna stefnu um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Þessi grein kynnir lykilþætti árangursríkrar innleiðingar blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi, byggt á rýni á áratuga reynslu Svía og Englendinga og núverandi laga-, skipulags-, þekkingar og gagnaumhverfi á Íslandi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að skerpa betur stefnu um meðhöndlun ofanvatns í landsstefnu. Í öðru lagi þarf að samtvinna innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna við skipulagsferlið, frá aðalskipulagi yfir í deiliskipulag. Við hönnun blágrænna ofanvatnslausna þarf þverfaglegt samstarf sérfræðinga m.a. á sviði skipulags- og veitumála, jarðfræði, landslagsarkitektúrs og umhverfismála. Samvinna, hlutverk og ábyrgð þátttakenda þarf að vera vel skilgreind í gegnum alla áfanga á lífsskeiði lausnanna, frá stefnumótun, til skipulags, hönnunar, framkvæmdar, reksturs og viðhalds. Styrkja þarf íslenskan gagnagrunn m.t.t. blágrænna ofanvatnslausna og auka almenna þekkingu og þjálfun hagsmunaaðila á viðfangsefninu til að stuðla að farsælli innleiðingu. 

Abstract

Existing urban drainage structures that collect stormwater in underground piping networks face increased pressure with urban densification and increased rainfall intensity with global warming. Urban flooding may become more frequent in the future posing economic, environmental and health risks. Sustainable Drainage Solutions (SuDS) are increasingly being considered as a natural and economical approach to surface water management. Ponds, vegetated swales, rain gardens and green roofs slow down the surface water flow and break down pollutants stemming from traffic, asphalt wear and roof materials. SuDS has been designed for one neighbourhood in Iceland, Urriðaholt. The Icelandic Planning Act and National Planning Strategy have set the base for the implementation of SuDS. Iceland, however, lacks a comprehensive strategy to obtain the benefits of SuDS. This article presents the key success factors for implementing SuDS in Iceland, based on a review of Sweden's and England ́s decadal experience, and current legal, planning, knowledge and data environment in Iceland. Firstly, it is important to clarify the strategic goals of urban runoff management in governmental policy documents. Secondly, the implementation of SuDS needs to be intertwined with the planning process both in municipal and detailed planning phases. A collaborative effort must be undertaken between sewer specialists, planners and other professionals to develop novel surface water collection approaches with respect to local conditions. Collaboration, roles and responsibilities must be clear and identified throughout the SuDS life cycle, from strategy, planning and design, to construction, operation and maintenance. More interdisciplinary research needs to be conducted with regards to SuDS, and communicated to local stakeholders to improve their general knowledge on SuDS.  

Lesa meira