Greinasafn: Fjarskipti

Fyrirsagnalisti

28.4.2017 Fjarskipti Ritrýnt efni : Nýting ljósleiðara á Íslandi

Utilization of fiber optics in Iceland. (Article in Icelandic).

Höfundar

 

Sæmundur E. Þorsteinsson. 

Ágrip

Ljósleiðaratæknin komst í almenna notkun á 9. áratug liðinnar aldar. Innleiðing hennar olli byltingu í fjarskiptum og hún er orðin undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem í notkun eru. Ljósleiðarar tengja saman heimsálfur og lönd, eru í stofnnetum og aðgangsnetum og eru notaðir til bakfæðingar í farsímakerfum. Internetið hefði aðeins orðið svipur hjá sjón án ljósleiðaratækninnar og alþjóðavæðingin hefði aldrei litið dagsins ljós. Íslendingar njóta nú ljósleiðaratengingar við umheiminn um þrjá sæstrengi, Farice og Danice sem liggja til Evrópu og Greenland Connect sem liggur vestur um haf með viðkomu í Grænlandi. Hryggjarstykkið í íslenska stofnnetinu er ljósleiðarahringurinn sem liggur um flestar byggðir landsins og ljósvæðing aðgangsnetsins er langt komin hér á landi. Ljósvæðing sveita er hafin og mun væntanlega taka fá ár að ljúka henni. Fullyrða má að Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu ljósleiðaratækninnar. Í þessari grein verður fjallað um nýtingu ljósleiðaratækninnar á Íslandi, í stofn- og aðgangsnetunum. Í aðgangsnetum er hægt að haga lagningu ljósleiðara á nokkra vegu og verður þeim aðferðum lýst. Einnig verður fjallað um samkeppni á ljóleiðaranetum.

Abstract

General deployment of optical fibre technology commenced in the eighties. Its introduction revolutionised the telecommunications arena and has become the foundation of most telecommunication systems in use today. Optical fibres connect continents and countries, are used in core and access networks and for backhauling of mobile communication systems. The internet would barely exist without optical fibres and globalisation would hardly have seen the dawn of light. Three submarine optical cables connect Iceland to the outside world; Farice and Danice connect Iceland to Europe and Greenland Connect to America via Greenland. The optical ring around Iceland constitutes the Icelandic core network. The ring passes by nearly all villages and towns and fibre deployment in the access network has reached an advanced state. Fibre deployment in rural areas has already begun and will presumably be finished in a few years. Iceland plays a leading role in fibre deployment. In this paper, fibre utilisation in Iceland will be described, both in core and access networks. Three different architectures for fibre deployment in the access network will be described. Competition on fibre networks will also be discussed.

 

Lesa meira