Greinasafn: Stjórnun

Fyrirsagnalisti

3.7.2024 Ritrýnt efni Stjórnun : Use of Z-fuzzy numbers in the management of megaprojects

Höfundar

Dorota Kuchta.

Ágrip

Greinin er á ensku.

Abstract

The paper discusses the problem of the lack of credibility of estimates used for decision making in megaproject management. We present the high importance of this issue and discuss factors that negatively influence megaproject estimates. We propose a method to be used for the estimation of basic parameters of megaprojects based on Z-fuzzy numbers. Fuzzy numbers allow modelling the lack of full knowledge and the changeability, which are omnipresent in megaprojects. Z-fuzzy numbers allow for the adjustment of estimates based on the opinion about their authors' credibility among project stakeholders. As a result, the estimates will be much more realistic. Fuzzy numbers and Z-fuzzy numbers are described, and the estimation method is presented. Simple examples accompany the description, and the method proposed is illustrated using a real-world example. Limitations of the method are listed in the conclusions. 

Lesa meira

18.5.2024 Ritrýnt efni Stjórnun : Starfsumhverfi og helstu aðferðir íslenskra verkefnastjóra

Working environment and primary methods of Icelandic project managers. (Article in Icelandic).

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Jón Svan Grétarsson

Ágrip

Í rannsókn þessari er leitast við að bregða ljósi á starfsumhverfi verkefnastjóra á Íslandi auk þess að skapa yfirlit yfir helstu aðferðir sem verkefnastjórar á Íslandi nota. Gagna var aflað með því að senda út könnun á stóran hóp fólks sem hlotið hefur alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Í ljós kom að flestir þeirra starfa hjá fyrirtækjum sem teljast stór á íslenskan mælikvarða og þeir stýra verkefnum sem eru á annað hundrað milljónir að fjárhagslegu umfangi og taka að jafnaði ár eða styttri tíma. Ennfremur kemur í ljós að umboð þessara verkefnastjóra til ákvarðana í þeim verkefnum sem þeir stjórna er takmarkað. Umboð karlkyns verkefnastjóra er þó sterkara en umboð kvenkyns verkefnastjóra, starfsreynsla þeirra er lengri og fjárhagslegt umfang verkefna sem þeir stýra er meira. Algengustu aðferðir verkefnastjórans samkvæmt þessari könnun eru verk- og tímaáætlun, kostnaðaráætlun, ræsfundur, áhættugreining, verklýsing, formleg lúkning verkefnis og þarfagreining. Dæmi um aðferðir sem þátttakendur telja að myndu hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu verkefnis ef notkun á þeim væri aukin eru skýr afmörkun og umfang verkefnis, samskiptaáætlun og skipurit, kostnaðaráætlanir, mannleg samskipta- og leiðtogahæfni, hluttekning og virk hlustun, þarfagreining, hagsmunaaðilagreining, verk- og tímaáætlunarhugbúnaður og ýmis verkefnastjórnunarkerfi. Litlar breytingar hafa orðið á þessari upptalningu frá sambærilegri könnun árið 2012. 

Abstract

This study aims to shed light on some factors in the working environment of project managers as well as create an overview of the main practices used by project managers in Iceland. Data was obtained by sending out a survey to a large group of people who have received international certification in project management by IPMA, the International Project Management Association. Most of them work for companies that are considered large by Icelandic standards, and they manage projects that have a financial scope of up to two hundred million IKR and usually take a year or less. Furthermore, it appears that the authority of these project managers to make decisions in their projects is limited. The authority of male project managers is stronger than that of female project managers, their work experience is longer and the financial scope of the projects they manage is greater.

The most common practices of the project manager are a time plan, cost estimate, start-up meeting, risk analysis, project definition, formal project close-down and requirement analysis. Examples of practices that the participants believe would have a positive effect on the outcome of a project if their use were increased are project scope, communication plan and organization chart, cost estimates, communication and leadership skills, empathy, active listening, needs analysis, stakeholder analysis, task and schedule software and various project management systems. Little changes have occured from a similar survey in 2012.

 

Lesa meira

30.12.2023 Ritrýnt efni Stjórnun : Megaprojects and their potential impacts on innovation and technological progress.

Risaverkefni og möguleg áhrif þeirra á nýsköpun og tækniframfarir. (Greinin er á ensku).

Höfundar

Prof. Dr. Werner Rothengatter.

Ágrip

Risaverkefni (e. Megaprojects) eru mjög flókin vegna tæknilegra, efnahagslegra, fagurfræðilegra og pólitískra þátta og eiga sér jafnan öfluga talsmenn en einnig harða andstæðinga. Í hagfræðiritum er ríkjandi viðfangsefni greining á mistökum og áhrifum þeirra á kostnað og framkvæmdatíma. Fjöldi tilvika og tölfræðilegra greininga hafa sýnt fram á að þessi mistök eru ekki handahófskennd heldur tengjast frekar dæmigerðum ferlum við skipulagningu og framkvæmd risaverkefna. Ekki er hægt að nota þessi dæmigerðu mistök sem algild rök gegn risaframkvæmdum almennt. Það eru mörg dæmi um risaverkefni sem hafa reynst hagkvæm, jafnvel eftir erfiðleika á upphafsstigum verkefnisins. Risaverkefni geta stuðlað að nýsköpun og tækniframförum. Þetta er hægt að greina á örkvarða með ítarlegri virknigreiningu og umfangsmeiri kvarða með því að búa til líkan af innbyggðum vaxtaráhrifum. Hægt er að nota kerfishreyfingu (e. system dynamics) og samþætt matslíkön til að bera kennsl á möguleika risaverkefna til að undirbyggja tækniframfarir. Þar sem risaverkefni, sem hugsanlega fela í sér möguleika á tækniframförum, krefjast langtíma- og að hluta til spámennsku greiningar varðandi kostnað og ávinning er nauðsynlegt að framkvæma vandaðar áhættugreiningar til að forðast fjárhagslegt tap vegna takmarkaðra verkefnaáætlana og hlutdrægni sem á rætur í óhóflegri bjartsýni.

Abstract

Megaprojects show high complexity due to technological, economic, aesthetic, and political characteristics, and find strong promoters as well as strong opponents. In economic literature the analysis of failures and their impacts on cost and time overruns is dominating. Many examples, case studies and statistical analyses underline that these failures are not distributed randomly but rather are linked to typical processes involved in the organization, planning, procurement, and implementation of megaprojects. However, these typical failures cannot be used as a general argument against the planning of megaprojects. There are also several examples existing for large projects which have turned out economically successful, even after difficult start-up phases. Megaprojects may foster innovation and technical progress in economic sectors. This can be identified and analyzed on the micro-scale by detailed activity analysis and in the macro-scale by modeling endogenous growth impacts. System dynamics and integrated assessment models can be used for identifying the potential of megaprojects for fostering technological change. As megaprojects promising potentials for technological change require long-term and partly speculative projections of costs and benefits it is necessary to carry out careful risk analyses for avoiding investment failures caused by immature project plans and optimism biases.  

 

Lesa meira

16.11.2023 Annað efni Stjórnun : Gerðardómar – kjörin leið til að leysa úr ágreiningi sem tengist verkfræðilegum viðfangsefnum

Arbitration – the preferred way to resolve disputes related to engineering matters. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þröstur Guðmundsson

 

Ágrip

Íslenskir gerðardómar byggja á lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Þó gerðardómar hafi um langt skeið verið valkostur við úrlausn deilumála í viðskiptum og viðskiptasamningum á Íslandi þá hefur notkun þeirra við úrlausn deilumála í verkfræðilegum viðfangsefnum verið takmörkuð. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður en ein þeirra er skortur á upplýsingum og þekkingu. Í þessari grein er leitast við að draga fram kosti og galla gerðardóma í samanburði við rekstur mála fyrir almennum dómstólum. Auk gerðardóma fyrir viðskiptasambönd þekkjast gerðardómar sem snúa að launa- og kjaramálum en slíkir gerðardómar eru fyrir utan viðfangsefni þessarar umfjöllunar.

 

 

Lesa meira

1.9.2022 Ritrýnt efni Stjórnun : Greining á vali verktaka: Áhættusöm viðskipti? (Greinin er á ensku).

A review of contractor selection methods: Risky business?

Höfundar

Helgi Þór Ingason, Björg Brynjarsdóttir, Halldór Jónsson.

Ágrip

Í samfélagsumræðunni er oft fjallað um vandamál innan mannvirkjageirans - eins og framúrkeyrslu í kostnaði og tafir, og ekki síður vandamál sem tengjast gæðum. Stundum er til þess vísað að þessi vandamál séu afleiðing af hinu ófyrirsjáanlega eðli greinarinnar. Hins vegar liggur fyrir að einn áhrifamesti þátturinn sem hefur áhrif á útkomu slíkra verkefna er val á verktökum, sem fer fram á fyrri stigum verkefnanna. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að fara yfir aðferðir við val á verktökum, sem íslenskar skipulagsheildir notast við. Þessar aðferðir voru bornar saman við alþjóðlegar aðferðir - sem endurspegla faglegt þekkingarstig samtímans. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskar skipulagsheildir notist við margþætt viðmið að einhverju leyti, en verð er þó langmikilvægasta viðmiðið og í því getur falist áhætta.

Abstract

It has long been recognised that poor quality, delays and cost overruns are common in the construction industry due to reasons that have often been linked to the unpredictable nature of the industry. However, one of the most influential factors affecting a projects' outcome is the selection of a contractor in the pre-construction phase. The overall purpose of this study was to review the contractor selection methods applied by Icelandic organisations, compare them to those recommended by experts, and conclude whether the methods used impose too much risk for organisations. The results indicate that Icelandic organisations use multiple criteria selection to some extent, but price is by far the most important criteria. 

 

Lesa meira

1.9.2022 Ritrýnt efni Stjórnun : Innlegg til að marka stefnu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið með því að skoða greiðsluvilja, upplifun og væntingar almennings

Input to policy making in the Icelandic healthcare system by looking at the willingness to pay, experience, and public expectations. (Article in icelandic).

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Jakob Falur Garðarsson.

 

Ágrip

Í lýðræðisríkjum ætti stefnumótun opinberra skipuheilda að felast í að raungera vilja almennings á
skilvirkan og hagkvæman hátt. Skýr stefnumörkun skiptir ekki síst máli við þróun velferðarríkisins og
hvað þetta varðar er við margvíslegar áskoranir að glíma á næstu árum. Þetta á líka við um íslenska
heilbrigðiskerfið, en til þess rennur stór hluti allra opinberra útgjalda íslenska ríkisins. Við
stefnumörkun og stjórnsýslulega áætlanagerð þarf að taka mið af vilja almennings sem greiðir fyrir
þjónustuna og þekkja verður hug fólksins til hennar. Þessi rannsókn, sem gerð var stuttu fyrir
COVID-19 heimsfaraldurinn, sýnir að þó að íslenskur almenningur sé nokkuð ánægður með íslenska
heilbrigðiskerfið þá telur hann að það þurfi að bæta það að ýmsu leyti, og metur það svo að íslenska
kerfið standi sambærilegum kerfum á Norðurlöndunum að baki. Rannsóknin er megindleg og byggir
á stóru slemiúrtaki úr þjóðskrá og niðurstöður hennar eru lýsandi fyrir skoðanir almennings. Fram
koma afdráttarlausar niðurstöður um greiðsluvilja almennings til heilbrigðiskerfisins. Íslenskur
almenningur telur að of litlum fjármunum sé varið til heilbrigðismála og fram koma upplýsingar um
hvað almenningur telur að megi verja af fjármunum í tiltekin meðferðarúrræði, að gefnum líkum á
bata sjúklings.

 

Abstract

In democratic societies, the strategic aim of public sector organizations should be the
implementation of the public will in effective and efficient ways. Clear policy is an important factor in
the development of the welfare state, matching policy with the needs of the public will present a
multitude of challenges in the coming years. This is also true of the Icelandic health care system,
which accounts for more than a quarter of all spending of the Icelandic government. Strategic and
administrative planning needs to consider the public's willingness to pay for the service, and hence
there is a need to know what the citizens think of the service. This study shows for the first time that
although the Icelandic public is in general quite satisfied with the Icelandic health system care, it also
believes that the public health care system needs to be improved in various ways, and views the
Icelandic system as lacking behind the health care systems in other Nordic countries. The study
points out that the Icelandic public believes that too little money is spent on health, and publishes
information on what government funding the public believes should be allocated in the treatment
regimen, based on the likelihood of a patient's recovery

 

Lesa meira

16.12.2019 Ritrýnt efni Stjórnun : Verkefnastjórnun á Íslandi og víðar: Væntanleg þróun verkefnastjórnunar og verkefnastjórnunar sem faggreinar - Grein 3 af 3. (Greinin er á ensku).

Project Management in Iceland and Beyond: Expected Future Trends for Project Management and the Project Management Profession - Paper 3 of 3

Höfundar

Helgi Þór Ingason, Þórður Víkingur Friðgeirsson , Haukur Ingi Jónasson.  

Ágrip

Í þessari þriðju grein um sögu, stöðu og þróun verkefnastjórnunar á Íslandi beinum við sjónum okkar að framtíðinni og veltum fyrir okkur hvernig þessi faggrein gæti þróast á komandi árum. Byggt er á nýlegri rannsókn frá Þýskalandi þar sem fjórtan framtíðarstraumar og -stefnur í faginu voru skilgreindar, án þess þó að forgangsraða þeim eða raða eftir mikilvægi. Til að greina mikilvægustu framtíðarstrauma vekrefnastjórnunar á Íslandi var Delphi aðferð beitt og niðurstaðan var sú að fjórir mikilvægustu framtíðarstraumarnir væru (1) Verkefnadrifnar skipulagsheildir; (2) Verkefnastjórnun fær aukið vægi og viðurkenningu á borði fyrirtækjastjórna; (3) Aukið flækjustig og áhrif þessa á verkefnin og (4) Verkefnastjórnun verður viðurkennd faggrein. Rýnihópur sérfræðinga spáði í þessar almennu niðurstöður og dýpkaði þær.

Abstract

In this third paper under the heading Project management in Iceland, future trends in the project management and within the project management profession are investigated and benchmarked against recent research in Germany on the same topic. Fourteen interrelated future trends were identified but neither prioritized nor relatively weighted. To detect the most important future trends of project management in Iceland, a two-round Delphi survey was arranged to rank them according to significance. The four most important future trends are: (1) Project-oriented organizations; (2) Project management being acknowledged and discussed in corporate boardrooms; (3) Increased complexity and how this affects projects, and (4) Professionalization of project management. An expert focus group was established to elaborate on these future trends.

Lesa meira

16.12.2019 Ritrýnt efni Stjórnun : Verkefnastjórnun á Íslandi: Núverandi og framtíðar mikilvægi verkefnastjórnunar innan íslenska hagkerfisins - Grein 2 af 3. (Greinin er á ensku). Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy - Paper 2 of 3

Project Management in Iceland: Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy - Paper 2 of 3

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Haukur Ingi Jónasson.

Ágrip

Verkefni og stjórnun þeirra hefur þróast frá því að vera aðferðafræði við áætlunargerð til viðurkenndrar atvinnugreinar sem skiptir sköpum í samfélagi okkar daga. Þessi grein er önnur í röð þriggja undir heitinni Verkefnastjórnun á Íslandi og fjallar um mikilvægi verkefnastjórnunar innan íslenskra fyrirtækja og hlut verkefna í íslenska hagkerfinu. Þá eru birtar tvær íslenskar atvinnulífskannanir sem styðja við greiningu á hvað ætla má að muni gerast með fagsviðið verkefnastjórnun í næstu framtíð. Greinin sýnir fram á mikilvægi verkefnastjórnunar á Íslandi sem hlutfall af vinnsluvirði atvinnuvega hagkerfisins, þ.e. tekjum að frádregnum aðfangakostnaði. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að nálægt þriðjungur af vinnsluvirðinu megi rekja til verkefna. Ennfremur kemur fram að hlutur verkefna mun aukast í næstu framtíð. Niðurstöðurnar eru skilaboð til atvinnulífsins og yfirvalda um þá stefnumótun sem þarf að vinna og útfæra t.d. hvað varðar nauðsynlega fagþekkingu fyrir þarfir samfélagsins á næstu árum. Loks greinir rannsóknin frá tveimur mismunandi aðferðum til að mæla mikilvægi, áhrif og aðra þróun hins “verkefnavædda” samfélags á hverjum tíma.

Abstract

The project management profession has evolved from being a simple technical approach to planning to becoming a full-fledged profession that plays an essential role within the global economy. This paper, which is the second of three under the general heading Project management in Iceland, looks at the importance of project management within Icelandic organizations and the Icelandic economy. The paper explores the developmental path of the project management profession, looks at the current state of affairs, and identifies possible future trends though two surveys conducted Iceland. This study reveals the importance of project management in Iceland, a developed Nordic country, as a proportion of its economy. The study indicates that close to one third of the Gross Value Added (GVA) in the Icelandic economy is based on project-related work. The study, furthermore, indicates that the importance and application of project management will increase in the near future. This sends a clear message to both industry and the public sector on what kind of strategic and tactical alignments and what kind of professional competences are needed for future economy and society. Furthermore, the study describes - and deploys - two methods that can be used to measure the importance and trends within the project management profession and as indicators of what has been named “projectification" of society.  

 

Lesa meira

16.12.2019 Ritrýnt efni Stjórnun : Þróun verkefnastjórnunar á Íslandi: Leiðin að starfsgrein - Grein 1 af 3. (Greinin er á ensku).

The Evolution of Project Management in Iceland: The Path to a Profession - Paper 1 of 3

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Þórður Víkingur Friðgeirsson, Haukur Ingi Jónasson.

Ágrip

Upphaf verkefnastjórnunar um miðja 20. öld fólst í þróun aðferða innan fræðasviðs aðgerðarannsókna, til að gera áætlanir fyrir tímabundin og afmörkuð viðfangsefni. Síðan þá hefur verkefnastjórnun þróast ört og í dag er hún viðurkennd sem mikilvæg alþjóðleg atvinnugrein með fræðilegar grunnstoðir, skilgreind hæfniviðmið, alþjóðlega staðla og tilvísanir í bestu starfshætti. Ísland er athyglisvert dæmi um það hvernig ný atvinnugrein verður til í þróuðu vestrænu samfélagi. Á Íslandi hefur orðið til blómlegur vettvangur fyrir verkefnastjórnun. Þessa þróun má meðal annars merkja með framboði vandaðra námslína á grunnstigi og framhaldsstigi háskóla, en einnig í vaxandi eftirspurn eftir faglegum verkefnastjórum á flestum sviðum atvinnulífsins, bæði opinberrar starfsemi og einkageirans. Hins vegar er einnig athyglisvert að þegar kemur að svokallaðri verkefnastjórnsýslu er Ísland skemmra á veg komið en hefðbundin viðmiðunarlönd eins og Noregur, Bretland og Svíþjóð. Hér er meðal annars vísað til þess að í þessum viðmiðunarlöndunum má finna skýr og samræmd viðmið við gerð áætlana og undirbúning ákvarðana um að ráðast í stór opinber innviðaverkefni. Verkefnastjórnunarfélag Íslands gæti tekið enn sterkara leiðandi hlutverk í að fara fyrir þróun fagsviðs verkefnastjórnunar á Íslandi.

Abstract

The birth of project management as discipline during the mid 20th century was not the birth of a profession, but rather an important enhancement of planning techniques to tackle temporary and timelimited endeavors. Project management has since evolved and matured to be currently recognized as an important international profession with unique accredited procedures, international standards, best practice references and theoretical platforms. Iceland is an interesting example of how the path to a profession is paved in a developed Western society. Entrepreneurs channeled international development into business-driven projects, and the academia followed the suit. Iceland currently has a thriving forum for project management as a professional discipline. This development is arguably best displayed by some impressive educational programs that were developed by path-finding consultants, within universities and post-graduate study lines, and in the increasing demand for professional project managers in most areas of public and private sectors. However, it is also noteworthy that in one specific domain Iceland is atypical among countries often seen as international benchmarks, e.g. Norway, the UK and Sweden, and that is the fractional public project governance framework, which might also explain why the Icelandic Project Management Association has not yet fully actualized its full potential as a professional leader for project management in Iceland.

 

 

Lesa meira

15.6.2017 Ritrýnt efni Stjórnun : Gæðastjórnun á sviði verkfræðiráðgjafar - getum við gert betur? (Greinin er á ensku).

QMS in the consulting engineering industry – can we do better?

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Sveinn Þór Hallgrímsson .

Ágrip

Sú breyting hefur orðið á starfi íslenskra verkfræðistofa á undanförnum árum að flestar þeirra eru vottaðar samkvæmt ISO 9001 stjórnunarstaðlinum. Í þessari grein er fjallað um þessa umbreytingu úr þremur mismunandi sjónarhornum. Í fyrsta lagi með viðtölum við gæðastjóra og stjórnendur fimm verkfræðistofa hvar 80% ráðgjafarverkfræðinga hér á landi starfa. Í öðru lagi með könnun sem gerð var meðal allra starfsmanna sömu verkfræðistofa. Í þriðja lagi með viðtölum við fulltrúa fimm stóra verkkaupa þessara verkfræðistofa, sem allir eru opinber fyrirtæki eða stofnanir. Fulltrúar og starfsmenn verkfræðistofanna eru jákvæðir í afstöðu sinni til ISO 9001 vottunar og reynsla þeirra af vottuninni er jafnvel enn betri en þær væntingar sem gerðar voru í upphafi. Verkkauparnir eru hlutlausari í afstöðu sinni og virðast oft taka vottun verkfræðistofanna sem sjálfsögðum hlut. Engu að síður er það jafnan lykilatriði fyrir þessa verkkaupa að verkfræðistofur, sem fyrir þá starfa, séu vottaðar samkvæmt ISO 9001 staðli. Vottuð fyrirtæki þurfa að stunda stöðugt umbótastarf til að aðlaga og bæta gæðakerfi sín og þau þurfa að tryggja að stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavinir upplifi árangur af þessu umbótastarfi.

Abstract

The consulting engineering industry in Iceland has transformed itself in recent years to the extent that ISO 9001 certification has now been widely achieved. This paper explores aspects of this transformation from three different perspectives: Firstly through interviews with quality managers and executives of five engineering firms employing 80% of consulting engineers in Iceland; secondly through a survey conducted among all employees of the same engineering firms; and thirdly through interviews with representatives of five major public purchasers of engineering services in this country. The representatives and employees of the engineering consultancies are quite positive about the benefits of their ISO 9001 certification and that their experiences have surpassed their expectations. The public clients are more neutral in how they view the same topic and often seem to take certification for granted. Nevertheless, it is normally a key requirement for these public clients that companies tendering for larger projects have to have ISO 9001. Certified companies need to adapt and continuously improve their quality systems and make the benefits of this known to management, employees and clients, as appropriate.

 

Lesa meira

9.5.2017 Ritrýnt efni Stjórnun : Tilviksrannsókn á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá framleiðslufyrirtæki

Case study on the implementation of streamlined management at a production company. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Magnús Bollason.

Ágrip

Straumlínustjórnun (e. lean management) er umtalað og vinsælt stjórnunarform. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig innleiðing straumlínustjórnunar gekk fyrir sig hjá meðalstóru framleiðslufyrirtæki (Nóa Síríusi h.f.) með tilliti til þriggja rekstarþátta þ.e.:Vörugæða, starfsánægju og flæðis. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við stjórnendur og almenna starfsmenn fyrirtækisins. Niðurstöður leiða í ljós að marktæk breyting hefur orðið á tveimur þáttum, starfsánægju og flæði en rannsóknin leiðir hins vegar ekki ljós að vörugæði hafi aukist eftir að fyrirtækið hóf innleiðingu straumlínustjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helstu hindranir í veginum á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi hafa einkum snúið eftirfarandi þáttum; þjálfun og þekkingu starfsfólks, skuldbindingu allra stjórnenda við innleiðinguna og þekkingu þeirra á aðferðafræði straumlínustjórnunar og loks upplýsingaflæði innan fyrirtækisins.

Abstract

The purpose of this study is to examine Lean implementation at an manufacturing company. Three of the main factors that prompted the company to undertake the Lean journey are product quality, employee satisfaction and flow. This is a case study conducted with qualitative research methods and analysis of company data. Semi-structured interviews were conducted with employees that were purposively chosen for the task. Company data was also be studied for numerical results relating to the study. Primary results indicate that a significant change has occurred in two of the three factors measured. Flow and employee satisfaction have both improved. The study does not indicate that product quality has improved in regard to the Lean implementation. The results also show that the main obstacles in the Lean implementation are employee training, company culture and internal flow of information.

Lesa meira