20.12.2019 Ritrýnt efni Verkfræðinám

Vendikennsla bætir árangur nemenda á lokaprófi í fyrsta árs verkfræðinámskeiði

"Flipped classroom" improves students' results in the final exam in a first-year engineering course. (Article in Icelandic).

DOI: https://doi.org/10.33112/ije.25.6 Fyrirspurnir: Guðmundur V. Oddsson, gvo@hi.is Grein samþykkt: 20.12.2019 Efnisorð: einkunnir, nemendamat, vendikennsla, spegluð kennsla Keywords: grades, student ratings, flipped classroom, reversed teaching

Höfundar

Guðmundur V. Oddsson, Rúnar Unnþórsson

Ágrip

Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvað þarf til að bæta skilning nemenda á námsefni sem kennt er í fyrsta árs verkfræðinámskeiði. Tvær vendikennsluaðferðir voru bornar saman við hefðbundna kennslu – byggða á fyrirlestrum. Samanburðurinn var byggður á árangri nemenda í skriflegu lokaprófi og ánægju nemenda með námskeiðið út frá árlegu kennslumati námskeiðsins. Vendikennslan fór fram árin 2015 og 2016 og voru niðurstöðurnar bornar saman við viðmið fyrir 10 ára hefðbundna kennslu sem sett voru í annarri rannsókn. Fyrirkomulag vendikennslunnar var þannig að fyrirlestrar voru teknir upp með skjáupptökuhugbúnaði sem tók upp bæði rödd kennara og aðgerðir hans á skjánum. Með tilkomu upptakanna gátu nemendur horft á fyrirlestra eftir hentugleika. Fyrirlestrarnir voru haldnir af sama kennara, námsefnið var það sama og einnig kennslubókin. Vendikennslan árið 2015 fór fram þannig að fyrirlestratímar voru nýttir í að svara spurningum nemenda úr fyrirlestrum vikunnar. Árið 2016 var fyrirkomulaginu breytt þannig að fyrirlestratímarnir voru nýttir til að fara yfir valin hugtök og aðferðir auk þess að æfa nemendur í að beita námsefninu. Niðurstöður sýna að það er jákvæð fylgni milli vendikennslu og meðalárangurs á lokaprófi og sterk vísbending um að nemendum sem æfa sig í að beita námsefninu í fyrirlestratíma gangi betur á lokaprófi.

Abstract

The aim of this study was to evaluate what is needed to improve students' understanding of the material taught in a first-year engineering course. Two flipped classroom methods were compared to traditional teaching method – based on lectures. The comparison was based on the students' achievements in the written final exam and student satisfaction with the course based on the annual teaching evaluation. The flipped classroom took place in 2015 and 2016, and the results were compared with a baseline for 10-year traditional teaching set in another study. 

Sjá nánar í PDF viðhengi / See more in PDF file