Icelandic Journal of Engineering - Verktækni tímarit VFÍ

The Icelandic Journal of Engineering has been published since 2013.

Í september 2013 kom út fyrsta tölublað Verktækni - tímarit Verkfræðingafélags Íslands sem var ætlað að vera vettvangur fyrir tæknigreinar og ritrýndar greinar sem áður birtust í Árbók félaganna.  

Enskt heiti tímaritsins er Icelandic Journal of Engineering. Unnið er að skráningu tímaritsins í Scopus gagnagrunninn og er markmiðið að það verði alþjóðlegt fræðirit í fyrsta flokki, ISI tímarit.

Allt útgefið efni VFÍ má nálgast á timarit.is sem er stafrænt safn sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga.