Greinasafn

Fyrirsagnalisti

16.11.2023 : Gerðardómar – kjörin leið til að leysa úr ágreiningi sem tengist verkfræðilegum viðfangsefnum

Arbitration – the preferred way to resolve disputes related to engineering matters. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þröstur Guðmundsson

 

Ágrip

Íslenskir gerðardómar byggja á lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Þó gerðardómar hafi um langt skeið verið valkostur við úrlausn deilumála í viðskiptum og viðskiptasamningum á Íslandi þá hefur notkun þeirra við úrlausn deilumála í verkfræðilegum viðfangsefnum verið takmörkuð. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður en ein þeirra er skortur á upplýsingum og þekkingu. Í þessari grein er leitast við að draga fram kosti og galla gerðardóma í samanburði við rekstur mála fyrir almennum dómstólum. Auk gerðardóma fyrir viðskiptasambönd þekkjast gerðardómar sem snúa að launa- og kjaramálum en slíkir gerðardómar eru fyrir utan viðfangsefni þessarar umfjöllunar.

 

 

Lesa meira

28.11.2022 : Öryggi og líðan áhafna íslenskra fiskiskipa

Safety and well-being of Icelandic fishing vessel crew. (Article in Icelandic).

Höfundar

Haraldur Sigþórsson , Olaf Chresten Jensen , Stefán Einarsson , Valdimar Briem

Ágrip

Greinin er byggð á rannsóknarskýrslu Valdimars Briem, Stefáns Einarssonar, Haralds Sigþórssonar og Olafs C. Jensen (2021). Í henni voru greindar margvíslegar upplýsingar um sjómennina, t.d. aldur, starfsævi, heilsu o.fl. og þetta tengt svörum þeirra við hinum margvíslegu staðhæfingum NOSACQ-50 listans (sjá hér að neðan), sem beindust að því, að meta ánægju sjómannanna og afstöðu til starfs síns, og út frá því, öryggisandann á vinnustaðnum. Líta má á svör þátttakendanna, sem voru sjálfboðaliðar í rannsókninni, bæði yfirmenn og hásetar á meðalstórum fiskiskipunum, sem dæmigert úrtak fyrir heilsu og líðan sjómanna á Íslandsmiðum. 

Lesa meira

24.8.2021 : Naustavör í Kópavogi - Rannsóknir og grundun

(Article in Icelandic).

Höfundar

Pálmi R. Pálmason , Gunnar Þorláksson , Guðjón Þór Ólafsson

Ágrip

Í grein þessari eru dregnar saman upplýsingar um það helsta sem fram hefur farið á lóðinni Naustavör 52-58 sem vegna margháttaðra aðstæðna ríkjandi á lóðinni, einkum jarðfræðilegra og jarðtæknilegra krafðist býsna ítarlegra og umfangsmikilla kannana svo fyllsta öryggis væri gætt í hvívetna.
Segja má að flest við framkvæmdir í grunninum hafi gengið snuðrulaust fyrir sig, þótt aðstæður þar séu um margt frábrugðnar t.d. þeim sem eru austar á Naustavararsvæðinu. Klapparyfirborði í grunninum hallar mest til austurs og er á um 8 til 18 m dýpt. Á klöppinni, sem er Reykjavíkurgrágrýti, er víða 1-2 m þykkt jökulruðningslag og ofan á því a.m.k. á hluta lóðarinnar laus, allt upp í um 10 m þykk, mis-skeljarík botnsetslög, einkum sylti og fínsandur.
Að öllu samanlögðu verður a.m.k. enn ekki annað séð en að vel hafi tekist til með flest við grunn húsaraðarinnar Naustavör 52 – 58 í Kópavogi.

Abstract

This article is only available in icelandic.

 

Lesa meira

27.2.2020 : Ísland í dag - Nærri tveimur áratugum síðar

(Article in Icelandic).

Höfundar

Ólafur Hjálmarsson , Ásta Logadóttir , Kristinn Alexandersson , Jóhann Björn Jóhannsson 

Ágrip

„Hvað felur verkfræðiráðgjöf í byggingareðlisfræði mannvirkja í sér og hvernig getur hún bætt hönnun?

Á undanförnum árum hefur umræða á Íslandi um rakaskemmdir og myglu í mannvirkjum færst í aukana. Fréttir af himinháum fjárhæðum sem varið er í viðgerðir og viðhald vegna þessa gætu útskýrt þessa vitundarvakningu sem og að fólk er meira meðvitað um slæm heilsufarsleg áhrif myglu. Talið er að fólk í Íslandi verji um 90% af tíma sínum innandyra og er flestum því ljóst mikilvægi þess að búa við fullnægjandi innivist og loftgæði í híbýlum sínu. Þörfin fyrir vatns- og rakaheld hús er því aðkallandi hér á landi." 

 

Lesa meira

22.11.2018 : Falin verðmæti í jarðvarmaorku

Hidden value in geothermal energy. (Article in Icelandic).

Höfundar

Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran

Ágrip

Úrvinnsla kísils úr jarðvarmavatni spilar mikilvægt hlutverk í sjálfbærni og aukinni nýtingu jarðvarmavirkjana. Með því að fjarlægja kísilinn úr vökvanum er framkvæmd við niðurdælingu affallsvatns auðvelduð til muna, þar sem kísilútfellingar valda miklum vandamálum í niðurdælingarholum. Bæði er kostnaður vegna útfellingavandamála hár auk þess að möguleiki á því að vinna önnur efni úr vökvanum þegar kísillinn hefur verið fjarlægður. geoSilica Iceland er leiðandi í heiminum í úrvinnslu á kísil úr jarðvarmavatni með byltingarkenndri aðferð.

Abstract

The extraction of silicon from geothermal water plays a vital role in the sustainability and increased utilization of geothermal power plants. By removing the silicon from the liquid, injecting wastewater is greatly facilitated, as silicon deposits cause significant problems in the injection wells. Both the cost of precipitation problems are high and the possibility of extracting other substances from the liquid once the silicone has been removed. geoSilica Iceland is a world leader in the processing of silicon from geothermal water using a revolutionary method.

 

Lesa meira

24.10.2017 : Samtengd hljómrými

(Article in Icelandic).

Höfundar

Ólafur Hjálmarsson, Ólafur Hafstein Pjetursson, Þórir Hrafn Harðarson

Ágrip

Í greininni er lýst reikniaðferð til þess að glíma við samtengd hljómrými sem hafa allt aðra hljómeiginleika heldur en samfelld rými. Samræmi á milli hljóðmælinga og reiknilíkansins virðist gott í því dæmi sem hér er tekið. Hefðbundið reiknilíkan hefði gefið kolranga mynd.

Það sem er sérstaklega lærdómsríkt er hversu mikil áhrif það hefur á hljómlengd rýma að brjóta þau upp; þannig þau virki ekki eins og eitt hljómrými heldur mörg; sem draga þá hvert niður í öðru. Þar sem þörf er fyrir vel tempruð rými eins og á heimilum, opnum vinnustöðvum, opnum samkomurýmum skóla og þess háttar má því talsvert vinna með uppbroti rýmanna. Þegar tónlist á í hlut og þörf er fyrir lengri hljóm ættu menn hins vegar að fara varlega.

 

Lesa meira