1.9.2022 Ritrýnt efni Stjórnun

Innlegg til að marka stefnu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið með því að skoða greiðsluvilja, upplifun og væntingar almennings

Input to policy making in the Icelandic healthcare system by looking at the willingness to pay, experience, and public expectations. (Article in icelandic).

DOI: https://doi.org/10.33112/ije.28.1 Fyrirspurnir: Þórður Víkingur Friðgeirsson, thordurv@ru.is Grein samþykkt: 10.8.2022 Efnisorð: Velferðarríkið, heilbrigðiskerfið, stefnumörkun, greiðsluvilji, virði mannslífs, væntingar til heilbrigðiskerfisins, kostnaðarþátttaka hins opinbera. Keywords: Welfare state, health system, policy formulation, willingness to pay, value of human life, health system expectations, public sector cost participation.

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Jakob Falur Garðarsson.

 

Ágrip

Í lýðræðisríkjum ætti stefnumótun opinberra skipuheilda að felast í að raungera vilja almennings á
skilvirkan og hagkvæman hátt. Skýr stefnumörkun skiptir ekki síst máli við þróun velferðarríkisins og
hvað þetta varðar er við margvíslegar áskoranir að glíma á næstu árum. Þetta á líka við um íslenska
heilbrigðiskerfið, en til þess rennur stór hluti allra opinberra útgjalda íslenska ríkisins. Við
stefnumörkun og stjórnsýslulega áætlanagerð þarf að taka mið af vilja almennings sem greiðir fyrir
þjónustuna og þekkja verður hug fólksins til hennar. Þessi rannsókn, sem gerð var stuttu fyrir
COVID-19 heimsfaraldurinn, sýnir að þó að íslenskur almenningur sé nokkuð ánægður með íslenska
heilbrigðiskerfið þá telur hann að það þurfi að bæta það að ýmsu leyti, og metur það svo að íslenska
kerfið standi sambærilegum kerfum á Norðurlöndunum að baki. Rannsóknin er megindleg og byggir
á stóru slemiúrtaki úr þjóðskrá og niðurstöður hennar eru lýsandi fyrir skoðanir almennings. Fram
koma afdráttarlausar niðurstöður um greiðsluvilja almennings til heilbrigðiskerfisins. Íslenskur
almenningur telur að of litlum fjármunum sé varið til heilbrigðismála og fram koma upplýsingar um
hvað almenningur telur að megi verja af fjármunum í tiltekin meðferðarúrræði, að gefnum líkum á
bata sjúklings.

 

Abstract

In democratic societies, the strategic aim of public sector organizations should be the
implementation of the public will in effective and efficient ways. Clear policy is an important factor in
the development of the welfare state, matching policy with the needs of the public will present a
multitude of challenges in the coming years. This is also true of the Icelandic health care system,
which accounts for more than a quarter of all spending of the Icelandic government. Strategic and
administrative planning needs to consider the public's willingness to pay for the service, and hence
there is a need to know what the citizens think of the service. This study shows for the first time that
although the Icelandic public is in general quite satisfied with the Icelandic health system care, it also
believes that the public health care system needs to be improved in various ways, and views the
Icelandic system as lacking behind the health care systems in other Nordic countries. The study
points out that the Icelandic public believes that too little money is spent on health, and publishes
information on what government funding the public believes should be allocated in the treatment
regimen, based on the likelihood of a patient's recovery

 

Sjá nánar í PDF viðhengi / See more in PDF file