15.6.2017 Ritrýnt efni Stjórnun

Gæðastjórnun á sviði verkfræðiráðgjafar - getum við gert betur? (Greinin er á ensku).

QMS in the consulting engineering industry – can we do better?

DOI: https://doi.org/10.33112/ije.23.4 Fyrirspurnir: Helgi Þór Ingason, helgithor@ru.is Grein samþykkt: 15.6.2017 Efnisorð: Gæðastjórnunarkerfi, ISO 9001, verkfræðistofur, vottun. Keywords: QMS, SO 9001, Engineering consultancies, certification.

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Sveinn Þór Hallgrímsson .

Ágrip

Sú breyting hefur orðið á starfi íslenskra verkfræðistofa á undanförnum árum að flestar þeirra eru vottaðar samkvæmt ISO 9001 stjórnunarstaðlinum. Í þessari grein er fjallað um þessa umbreytingu úr þremur mismunandi sjónarhornum. Í fyrsta lagi með viðtölum við gæðastjóra og stjórnendur fimm verkfræðistofa hvar 80% ráðgjafarverkfræðinga hér á landi starfa. Í öðru lagi með könnun sem gerð var meðal allra starfsmanna sömu verkfræðistofa. Í þriðja lagi með viðtölum við fulltrúa fimm stóra verkkaupa þessara verkfræðistofa, sem allir eru opinber fyrirtæki eða stofnanir. Fulltrúar og starfsmenn verkfræðistofanna eru jákvæðir í afstöðu sinni til ISO 9001 vottunar og reynsla þeirra af vottuninni er jafnvel enn betri en þær væntingar sem gerðar voru í upphafi. Verkkauparnir eru hlutlausari í afstöðu sinni og virðast oft taka vottun verkfræðistofanna sem sjálfsögðum hlut. Engu að síður er það jafnan lykilatriði fyrir þessa verkkaupa að verkfræðistofur, sem fyrir þá starfa, séu vottaðar samkvæmt ISO 9001 staðli. Vottuð fyrirtæki þurfa að stunda stöðugt umbótastarf til að aðlaga og bæta gæðakerfi sín og þau þurfa að tryggja að stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavinir upplifi árangur af þessu umbótastarfi.

Abstract

The consulting engineering industry in Iceland has transformed itself in recent years to the extent that ISO 9001 certification has now been widely achieved. This paper explores aspects of this transformation from three different perspectives: Firstly through interviews with quality managers and executives of five engineering firms employing 80% of consulting engineers in Iceland; secondly through a survey conducted among all employees of the same engineering firms; and thirdly through interviews with representatives of five major public purchasers of engineering services in this country. The representatives and employees of the engineering consultancies are quite positive about the benefits of their ISO 9001 certification and that their experiences have surpassed their expectations. The public clients are more neutral in how they view the same topic and often seem to take certification for granted. Nevertheless, it is normally a key requirement for these public clients that companies tendering for larger projects have to have ISO 9001. Certified companies need to adapt and continuously improve their quality systems and make the benefits of this known to management, employees and clients, as appropriate.

 

Sjá nánar í PDF viðhengi / See more in PDF file