Tímaritið er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ). Í ritinu eru birtar ritrýndar fræðigreinar og er unnið að skráningu þess í Scopus gagnagrunninn. Það sýnir vilja Verkfræðingafélags Íslands að gefa út fræðigreinar samkvæmt góðum og viðurkenndum vísindalegum aðferðum.
Allar ritrýndar greinar sem birst hafa í tímaritinu frá árinu 2013 eru aðgengilegar í gagnagrunninum. Jafnframt er öll tímarita- og blaðaútgáfa VFÍ frá stofnun félagsins árið 1912 aðgengileg á timarit.is
VFÍ áskilur sér rétt til að birta og geyma efni tímaritsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Greinar má ekki afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis.
The Association of Chartered Engineers in Iceland (VFÍ) publishes the Icelandic Journal of Engineering. The journal includes peer-reviewed academic articles, and preparations are underway to have the journal indexed in the Scopus database — a goal which demonstrates the determination of VFÍ to publish academic articles adhering to good and recognized scientific principles.
All peer-reviewed articles published in the journal since 2013 are accessible in the online magazine. Furthermore, all VFÍ's publications since the association was founded in 1912 are accessible in the Icelandic digital library www.timarit.is.
VFÍ reserves the right to publish and store the magazine's content in electronic format, including online. Articles may not be reproduced in any way, either in part or in whole, without permission.
Greinasafn
Gerðardómar – kjörin leið til að leysa úr ágreiningi sem tengist verkfræðilegum viðfangsefnum
(Article in Icelandic).
Höfundar
Ágrip
Íslenskir gerðardómar byggja á lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Þó gerðardómar hafi um langt skeið verið valkostur við úrlausn deilumála í viðskiptum og viðskiptasamningum á Íslandi þá hefur notkun þeirra við úrlausn deilumála í verkfræðilegum viðfangsefnum verið takmörkuð. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður en ein þeirra er skortur á upplýsingum og þekkingu. Í þessari grein er leitast við að draga fram kosti og galla gerðardóma í samanburði við rekstur mála fyrir almennum dómstólum. Auk gerðardóma fyrir viðskiptasambönd þekkjast gerðardómar sem snúa að launa- og kjaramálum en slíkir gerðardómar eru fyrir utan viðfangsefni þessarar umfjöllunar.
Öryggi og líðan áhafna íslenskra fiskiskipa
Safety and well-being of Icelandic fishing vessel crew. (Article in Icelandic).
Höfundar
Haraldur Sigþórsson , Olaf Chresten Jensen , Stefán Einarsson , Valdimar Briem
Ágrip
Greinin er byggð á rannsóknarskýrslu Valdimars Briem, Stefáns Einarssonar, Haralds Sigþórssonar og Olafs C. Jensen (2021). Í henni voru greindar margvíslegar upplýsingar um sjómennina, t.d. aldur, starfsævi, heilsu o.fl. og þetta tengt svörum þeirra við hinum margvíslegu staðhæfingum NOSACQ-50 listans (sjá hér að neðan), sem beindust að því, að meta ánægju sjómannanna og afstöðu til starfs síns, og út frá því, öryggisandann á vinnustaðnum. Líta má á svör þátttakendanna, sem voru sjálfboðaliðar í rannsókninni, bæði yfirmenn og hásetar á meðalstórum fiskiskipunum, sem dæmigert úrtak fyrir heilsu og líðan sjómanna á Íslandsmiðum.
Greining á vali verktaka: Áhættusöm viðskipti? (Greinin er á ensku).
A review of contractor selection methods: Risky business?
Höfundar
Helgi Þór Ingason, Björg Brynjarsdóttir, Halldór Jónsson.
Ágrip
Í samfélagsumræðunni er oft fjallað um vandamál innan mannvirkjageirans - eins og framúrkeyrslu í kostnaði og tafir, og ekki síður vandamál sem tengjast gæðum. Stundum er til þess vísað að þessi vandamál séu afleiðing af hinu ófyrirsjáanlega eðli greinarinnar. Hins vegar liggur fyrir að einn áhrifamesti þátturinn sem hefur áhrif á útkomu slíkra verkefna er val á verktökum, sem fer fram á fyrri stigum verkefnanna. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að fara yfir aðferðir við val á verktökum, sem íslenskar skipulagsheildir notast við. Þessar aðferðir voru bornar saman við alþjóðlegar aðferðir - sem endurspegla faglegt þekkingarstig samtímans. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskar skipulagsheildir notist við margþætt viðmið að einhverju leyti, en verð er þó langmikilvægasta viðmiðið og í því getur falist áhætta.
Abstract
It has long been recognised that poor quality, delays and cost overruns are common in the construction industry due to reasons that have often been linked to the unpredictable nature of the industry. However, one of the most influential factors affecting a projects' outcome is the selection of a contractor in the pre-construction phase. The overall purpose of this study was to review the contractor selection methods applied by Icelandic organisations, compare them to those recommended by experts, and conclude whether the methods used impose too much risk for organisations. The results indicate that Icelandic organisations use multiple criteria selection to some extent, but price is by far the most important criteria.
Innlegg til að marka stefnu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið með því að skoða greiðsluvilja, upplifun og væntingar almennings
Input to policy making in the Icelandic healthcare system by looking at the willingness to pay, experience, and public expectations. (Article in icelandic).
Höfundar
Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Jakob Falur Garðarsson.
Ágrip
Í lýðræðisríkjum ætti stefnumótun opinberra skipuheilda að felast í að raungera vilja almennings á
skilvirkan og hagkvæman hátt. Skýr stefnumörkun skiptir ekki síst máli við þróun velferðarríkisins og
hvað þetta varðar er við margvíslegar áskoranir að glíma á næstu árum. Þetta á líka við um íslenska
heilbrigðiskerfið, en til þess rennur stór hluti allra opinberra útgjalda íslenska ríkisins. Við
stefnumörkun og stjórnsýslulega áætlanagerð þarf að taka mið af vilja almennings sem greiðir fyrir
þjónustuna og þekkja verður hug fólksins til hennar. Þessi rannsókn, sem gerð var stuttu fyrir
COVID-19 heimsfaraldurinn, sýnir að þó að íslenskur almenningur sé nokkuð ánægður með íslenska
heilbrigðiskerfið þá telur hann að það þurfi að bæta það að ýmsu leyti, og metur það svo að íslenska
kerfið standi sambærilegum kerfum á Norðurlöndunum að baki. Rannsóknin er megindleg og byggir
á stóru slemiúrtaki úr þjóðskrá og niðurstöður hennar eru lýsandi fyrir skoðanir almennings. Fram
koma afdráttarlausar niðurstöður um greiðsluvilja almennings til heilbrigðiskerfisins. Íslenskur
almenningur telur að of litlum fjármunum sé varið til heilbrigðismála og fram koma upplýsingar um
hvað almenningur telur að megi verja af fjármunum í tiltekin meðferðarúrræði, að gefnum líkum á
bata sjúklings.
Abstract
In democratic societies, the strategic aim of public sector organizations should be the
implementation of the public will in effective and efficient ways. Clear policy is an important factor in
the development of the welfare state, matching policy with the needs of the public will present a
multitude of challenges in the coming years. This is also true of the Icelandic health care system,
which accounts for more than a quarter of all spending of the Icelandic government. Strategic and
administrative planning needs to consider the public's willingness to pay for the service, and hence
there is a need to know what the citizens think of the service. This study shows for the first time that
although the Icelandic public is in general quite satisfied with the Icelandic health system care, it also
believes that the public health care system needs to be improved in various ways, and views the
Icelandic system as lacking behind the health care systems in other Nordic countries. The study
points out that the Icelandic public believes that too little money is spent on health, and publishes
information on what government funding the public believes should be allocated in the treatment
regimen, based on the likelihood of a patient's recovery
Naustavör í Kópavogi - Rannsóknir og grundun
(Article in Icelandic).
Höfundar
Pálmi R. Pálmason , Gunnar Þorláksson , Guðjón Þór Ólafsson
Ágrip
Í grein þessari eru dregnar saman upplýsingar um það helsta sem fram hefur farið á lóðinni Naustavör 52-58 sem vegna margháttaðra aðstæðna ríkjandi á lóðinni, einkum jarðfræðilegra og jarðtæknilegra krafðist býsna ítarlegra og umfangsmikilla kannana svo fyllsta öryggis væri gætt í hvívetna.
Segja má að flest við framkvæmdir í grunninum hafi gengið snuðrulaust fyrir sig, þótt aðstæður þar séu um margt frábrugðnar t.d. þeim sem eru austar á Naustavararsvæðinu. Klapparyfirborði í grunninum hallar mest til austurs og er á um 8 til 18 m dýpt. Á klöppinni, sem er Reykjavíkurgrágrýti, er víða 1-2 m þykkt jökulruðningslag og ofan á því a.m.k. á hluta lóðarinnar laus, allt upp í um 10 m þykk, mis-skeljarík botnsetslög, einkum sylti og fínsandur.
Að öllu samanlögðu verður a.m.k. enn ekki annað séð en að vel hafi tekist til með flest við grunn húsaraðarinnar Naustavör 52 – 58 í Kópavogi.
Abstract
This article is only available in icelandic.
Frammistöðumælir tækniteyma
Technical Team Performance Meter. (Article in Icelandic).
Höfundar
Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson
Ágrip
Kynnt er aðferðafræði sem er þróuð fyrir kennara til að hjálpa þeim að meta frammistöðu teymis nemenda í verkfræðiverkefni. Aðferðafræðin er verkfæri sem hjálpar kennaranum að bera kennsl á þá þætti sem koma í veg fyrir að teymið nái hámarks frammistöðu. Aðferðafræðin byggir á ítarlegri heimildarannsókn á frammistöðumati nemendateyma. Aðferðir til að mæla árangur nemendateyma og þeir þættir sem hafa áhrif á frammistöðu voru kortlagðir og notaðir sem grunnur að þróun aðferðafræðinnar sem kynnt er í greininni. Aðferðin er nokkurs konar hitamælir á frammistöðu teyma. Með því að nota aðferðafræðina fá kennarar betri skilning á þeim málum sem koma í veg fyrir að teymið nái betri árangri. Aðferðafræðin er mjög gagnlegt tæki fyrir kennara sem hafa umsjón með flóknu teymi nemenda og þurfa að geta greint frammistöðuvandamál á kerfisbundinn hátt. Aðferðafræðin gæti verið gagnleg til að meta árangur annarra tegunda teyma – t.d. starfandi verkfræðinga og tæknifólks.
Abstract
Presented is a methodology developed for teachers to help them to evaluate the performance of a team of students in an engineering project-based course. The methodology is a tool that will help the teacher to identify the components that are preventing the team from advancing to a high-performance level. The methodology is based on a thorough study of the literature on the performance of teams. Methods for measuring the performance of teams and the factors that impact performance were mapped and used as foundation for developing the presented methodology. Using the methodology teachers get a much better understanding of the issues that are preventing the team from advancing. The methodology is a very useful tool for teachers that are supervising a complex team of students and need to be able to identify performance issues in a systematic manner. The methodology has the potential to be useful for evaluating the performance of other types of teams – e.g. in industry.