2015 - 21 (1): Ritrýnt efni

Fyrirsagnalisti

11.3.2015 Mannvirki Ritrýnt efni Samgöngur : Greining sveigjanlegra vegbygginga

Analysis of flexible road structures. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þorbjörg Sævarsdóttir , Sigurður Erlingsson

Ágrip

Aðferðir við burðarþolshönnun vega hafa til langs tíma byggt á reynslu. Þessar aðferðir eru einfaldar en takmarkaðar og niðurstöðurnar oft einhæfar og ógagnsæjar. Víða er verið að þróa nýjar aflfræðilegar hönnunaraðferðir sem spá fyrir um niðurbrotshegðun vega sem fall af tíma. Hegðunin er háð mörgum ólíkum þáttum svo sem álagi, efnisvali, þykkt laga og umhverfisþáttum. Helsti veikleiki aflfræðilegu aðferðanna er takmörkuð þekking á áhrifum ýmissa umhverfisþátta (s.s. hitastigs, raka
og frosts/þíðu skipta) á efniseiginleika mismunandi laga vegarins og hver séu tengslin milli niðurbrotsferils vegarins og umhverfisþáttanna. Hröðuð álagspróf (APT) þar sem vegbygging var prófuð með þungum bílhermi (HVS) og svörun mæld sem fall af tíma voru notuð til að kanna og greina hvaða áhrif þung umferð og aukinn raki hefðu á vegbygginguna.

Abstract

Due to the complex behaviour of pavements most traditional pavement design is done with empirical methods that are based on long­term experience. Due to their simplicity, one of their limitations is that they cannot be extrapolated with confidence beyond the conditions on which they are based. New mechanistic design methods are being developed to predict the behaviour of road structures. The behaviour depends on many factors such as the applied loads, the materials used, the thickness of the layers and the environmental conditions. One of the main limitations is the influence environmental conditions (such as temperature, moisture and frost/thaw variations) have on the materials and deterioration of road structures. Here accelerated pavement tests (APT), where instrumented pavement structures are tested using a heavy vehicle simulator (HVS), are used to examine the influence increased moisture content has on road structures and the accuracy of repeated tests is estimated.

 

Lesa meira

3.3.2015 Ritrýnt efni Stjórnun : Er samræmi á milli þeirrar áhættu sem íslenskir ákvörðunartakar telja sig tilbúna til að taka og raunverulegrar hættu á kostnaðarframúrkeyrslu verkefna?

Is there a consistency between risks that Icelandic decision-makers consider themselves ready to take and the danger of project overruns? (Article in Icelandic).

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson

Ágrip

Ísland varð fyrir alvarlegu áfalli þegar að fjármálakerfi þjóðarinnar féll haustið 2008. Hluti af eftirleiknum vegna hrunsins var nokkur fjöldi rannsókna og úttekta til að freista þess að skýra hvað fór úrskeiðis og afhverju. Hluti þeirra skýringa sem fram hafa komið fjalla um að stjórnmálamenn og fleiri hagsmunaaðilar hafi orðið fyrir sálrænum og félagslegum áhrifum af því sem kallast vitsmunaskekkjur (cognitive biases) sem mótaði hegðun þeirra. Vitsmunaskekkjur geta leitt til dómgreindarbrests og röngu mati á raunverulegum aðstæðum. Þessi rannsókn fjallar um hvort afstaða íslenskra alþingismanna til áhættu, þegar þeir standa frammi fyrir fjárfestingarákvörðun, rími við þá framúrkeyrslu í kostnaði sem tölur benda til. Niðurstaðan bendir til þversagnar þar sem þingmenn líta á sig sem áhættufælna, borið saman við aðra þá sem taka ákvarðanir, þó að vísbendingar bendi til umtalsverðrar áhættu á framúrkeyrslu við framkvæmd opinberra verkefna.

Abstract

Iceland was severely hit by an economic depression when the entire financial system of the country collapsed in 2008. The aftermath has resulted in various investigation reports attempting to understand what went wrong and why. A part of the explanation offered is that politicians and other stakeholders are influenced by psychological factors named cognitive biases. Cognitive biases can lead to judgmental errors and misperceptions of the real state of nature. This research investigates if the perception of personal risk attitude among Icelandic parliamentarians facing investment decision rhymes with the statistics available on cost overruns in Icelandic public projects. The results are paradoxical as Icelandic parliamentarians observe themselves as very risk averse decision makers while there are clear indications of high risk of cost overruns in public projects.

Lesa meira

15.2.2015 Ritrýnt efni Stjórnun : Hvernig á að innleiða gæðastjórnunarkerfi?

How to implement a quality management system? (Article in Icelandic).

Höfundar

Helgi Þór Ingason

Ágrip

Innleiðing ISO 9001 gæðastjórnunarkerfa hjá 21 fyrirtæki var könnuð með viðtölum við gæðastjóra fyrirtækjanna. Almennt virðist sem fyrirtækin líti á innleiðinguna sem verkefni, og þau beita hefðbundnum aðferðum verkefnastjórnunar; þó í mismunandi mæli og á mismunandi vegu.
Jákvæðni og þátttaka stjórnenda þjónaði lykilhlutverki í árangursríkri framkvæmd ­ ásamt virkri þátttöku starfsmanna, sem og undirbúningi og markmiðssetningu. Fullyrða má að fyrirtæki sem kortlögðu innri kostnað sinn við innleiðinguna, það er kostnað vegna þátttöku starfsmanna sinna,
luku innleiðingunni á áætluðum tíma ­ sem var áberandi skemmri en hjá fyrirtækjum sem ekki tóku tillit til þessa innri kostnaðar.

Abstract

The implementation of ISO 9001 QMS in 21 organization in Iceland was investigated by interviewing the quality managers. In general, the organizations claimed that they regarded the implementation as a project and applied project management methodology, to some extent. Among key factors in a successful implementation is the positive attitude and direct participation of managers, in addition to active participation of the employees, good preparation and goal setting. It can be stated that organizations that took into account their internal cost ­ cost of employee participation ­ concluded successful implementation on schedule. The time it took those companies to implement QMS was much shorter than for the organizations that did not take this internal cost into account.

 

 

Lesa meira

16.1.2015 Ritrýnt efni Verkfræðinám : Er samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunna í fyrsta árs verkfræðinámskeiði?

Is there a connection between the project load and exam grades in first-year engineering course? (Article in Icelandic).

Höfundar

Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson

Ágrip

Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvort „meira er betra“ gildi fyrir sambandið milli verkefnaálags og prófseinkunnar annars vegar og verkefnaálags og ánægju nemenda hins vegar. Einungis var metið verkefnaálag sem tengdist lokaprófi; þ.e., ekki var tekin með vinna sem tengdist tölvuverkefnum sem gáfu hluta af lokaeinkunn og ekki var prófað úr. Verkefnaálagið var metið með því að mæla hversu lengi það tók kennara
að leysa vikulegu heimaverkefnin. Ánægja nemenda var metin í árlegu kennslumati námskeiðsins. Einkunnirnar sem voru notaðar voru eingöngu úr skriflegu prófi (ekki vinnueinkunn né lokaeinkunn). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það er ekki marktækt samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunnar né verkefnaálags og ánægju nemenda.

Abstract

The purpose of this study was to evaluate whether the general assumption of ‘more is better' is valid for the relation between workload and the final results, i.e. grades and satisfaction. Only the workload related to
assignments was estimated as the other workload did not change. The workload was estimated by measuring the time it took the lecturer to solve the homework assignments and the student satisfaction was estimated by
using results from annual student ratings made each year. The grades used were from the final exams only, not the final course grade. The results reveal that there are no relations between the workload, final exam grade and satisfaction, when compared two by two (workload vs. grade, workload vs. satisfaction and grade vs. satisfaction).

 

 

Lesa meira

15.12.2014 Ritrýnt efni Umhverfi : Gæði neysluvatns í ferðaþjónustu á Íslandi

Quality of drinking water in tourism in Iceland. (Article in Icelandic).

Höfundar

María J. Gunnarsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson

Ágrip

Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Hún eykur álag á marga innviði samfélagsins þar með talið stóraukið álag á vatnsveitukerfi í dreifbýli. Í þessari rannsókn var örveruástand hjá 444 minni vatnsveitum greint úr gagnagrunni um reglubundið eftirlit frá 7 heilbrigðiseftirlitssvæðum á Íslandi. Rannsakað var hvernig neysluvatn uppfyllir reglugerð varðandi heildargerlafjölda, kólígerla, og E.coli. Niðurstöðurnar sýna að minnstu vatnsveitur í dreifbýli sem þjóna ferðamönnum hafa mun meira af örverum en aðrar í sama stærðarflokki og enn meiri munur er þegar borið er saman við vatnsveitur sem þjóna fleirum en 500 manns. Ástæður þessa eru líklega meðal annars erfiðleikar við að ráða við breytilegt árstíðabundið álag, takmörkuð þjónusta á afskekktum stöðum, og óljós ábyrgð.

Abstract

Tourism is a rapidly growing industry in Iceland, which increases pressure on the society infrastructure, including greatly increased stress on water supplies in rural areas. In this research microbiological condition at 444 small water utilities was analyzed based on data from regular surveillance
from 7 Local Competent Authorities in Iceland. Compliance with the Icelandic drinking regulation with regard to Heterotrophic Plate Counts, Total coliform and E.coli was studied. The results show that the water supplies in rural areas that serve tourists have far more microbes than others in the same size class and there are even greater differences when compared to water supplies that serve more than 500 people. The reasons for this are likely to include an inability to cope with variable seasonal loads, limited service in remote locations, and unclear accountability.

 

Lesa meira