2016 - 22 (1)

Fyrirsagnalisti

26.1.2016 Mannvirki Ritrýnt efni : Frostþol ungrar steypu

Frost resistance of fresh concrete. (Article in Icelandic).

Höfundar

  Kristján Andrésson, Björn Marteinsson , Bjarni Bessason , Haukur J. Andrésson .

Ágrip

Á Íslandi eru mannvirki oft steypt að vetralagi við erfiðar aðstæður þar sem lofthiti sveiflast frá plúsgráðum yfir í frost með litlum fyrirvara. Nýlöguð steypa inniheldur mikið óbundið vatn sem byrjar strax að hvarfast og bindast við sementið í steypublöndunni. Ef vatnið frýs snemma í hörðnunarferli
steypunnar getur það valdið skemmdum á henni. Í þessari grein er fjallað um rannsókn þar sem áhrif frosts á nýlagaða steypu var kannað. Út frá hitastigsgögnum frá Veðurstofu Íslands fyrir mánuðina desember, janúar og febrúar á þriggja ára tímabili var stillt upp tíu mismunandi tilraunum þar
sem umhverfishitastig var breytilegt. Hver tilraun samanstóð af mislöngum tímabilum af +5°C og -5°C hitastigsköflum í allt að þrjá daga eftir að steypa var framleidd en síðan tóku við staðalastæður við +20°C og 100% raka þar til steypa náði 90 daga aldri. Í hverri tilraun voru gerðar mælingar á þrýsti-
þoli steypunnar við mismunandi aldur hennar sem og mælingar á yfirborðsflögnun í frost-þíðu prófunum. Auk þess var innra hitastig hennar mælt með sírita á meðan hitabreytingar áttu sér stað. Steyptir voru 210 hefðbundnir sívalningar (100x200mm), 11 teningar (150x150x150mm) og eitt plötusýni til að nota við rannsóknirnar. Dæmigerð húsbyggingasteypa var notuð í öll sýni. Meginniðurstaðan var að frostakafli sem ung steypa lendir í lækkar töluvert þrýstistyrk samanborið við sýni sem fá kjöraðstæður. Eftir 90 daga er munurinn þó minni en við 28 daga. Í öllum tilfellum þar
sem steypa fékk að harðna fyrst við +5°C í 12 klukkustundir eða lengur náði hún við 90 daga aldur 95% styrk eða hærri af 28 daga styrk viðmiðunarsteypu sem harðnaði við kjöraðstæður allan tímann. Verulega dregur úr yfirborðsflögnun ef steypa fær að harðna í sólarhring eða lengur við +5°C áður en hún lendir í frosti. Í öllum tilraunum stóðust þó steypusýnin viðmiðunargildi fyrir yfirborðsflögnun.

Abstract

It is common in Iceland to carry out concrete work during winter time when temperature can oscillate from plus to minus degrees on short notice. Immediately after mixing of concrete the hydration process of the cement starts and it can take many hours or days depending on the ambience
temperature. If fresh concrete is exposed to temperatures below zero unhydrated water can freeze and cause damage of it. The main objective of this paper is to investigate the effect of frost on fresh concrete. Based on temperature data from the Icelandic Meteorological Office for the winter
months December, January and February ten test setups were defined where the ambience temperature was varied. Each test consisted of different length of +5°C and -5°C time intervals up to 72 hours from mixing ofthe concrete. After this the concrete samples were moved to standard
concrete test environment +20°C and 100% relative humidity where the samples were kept up to 90 days age. In each test compression strength and surface peeling were measured at different concrete age. In addition internal concrete temperature was monitored. For the whole investigation 210 concrete cylinders, 11 cubes and one plate sample were cast. In all cases common type of building concrete was used. The main results where that the compression strength of the cylinders were degraded compared to strength of reference concrete hardening in standard environment. At the
age of 90 days the difference was less than at 28 days age. In all the tests concrete that could harden at +5°C for at least 12 hours or longer had at an age of 90 days more than 95% strength of 28 day strength of reference concreted that could harden in ideal environment at +20°C. Surface peeling was substantial reduced if the samples could harden for at least 24 hours before exposed to frost. In all cases the concrete had less surface peeling than what is considered as acceptable.

 

 

Lesa meira

13.1.2016 Jarðtækni Mannvirki Ritrýnt efni : Tjónnæmi lágreistra íbúðarhúsa byggt á gögnum frá Suðurlandsskjálftunum 2000 og 2008

Vulnerability of low-rise residential buildings based on data from The South Iceland earthquakes of 2000 and 2008. (Article in Icelandic).

Höfundar

Bjarni Bessason , Jón Örvar Bjarnason 

Ágrip

Í júní 2000 urðu tveir jarðskjálftar á Suðurlandi af stærðinni Mw 6,5 og í maí 2008 varð einn til viðbótar af stærðinni Mw6,3 í Ölfusi. Útgildi hröðunar var yfir 0,6 g (g er þyngdarhröðun jarðar) í öllum
þessum þremur skjálftum. Um 9.500 íbúðarbyggingar eru staðsettar á áhrifasvæði þessara skjálfta. Töluvert tjón varð í skjálftanum, en til allrar hamingju urðu nánast engin slys á fólki og ekkert dauðsfall. Allar byggingar á Íslandi eru skráðar í opinberri fasteignskrá sem inniheldur margvíslegar upplýsingar um þær. Samkvæmt lögum eru allar fasteignir landsmanna tryggðar gegn náttúrvá hjá Viðlagatryggingu Íslands. Til að meta tryggingarbætur eftir skjálftana voru matsmenn fengnir til að skoða skemmdir og áætla viðgerðarkostnað fyrir allar byggingar á svæðinu, þar sem tilkynnt var um tjón. Mesta tjónið reyndist vera nálægt upptökum og þá gjarnan í 0-10 km fjarlægð frá kortlögðum jarðskjálftasprungum. Tjón í fyrri tveimur 6,5 skjálftunum var meira og útbreiddara en í 6,3
skjálftanum. Í öllum þremur var töluvert um byggingar sem sluppu án skemmda. Mesta tjónið reyndist vera útlitstjón á léttum innveggjum og gólfefnum sem og skemmdir á innréttingum. Nýrri byggingar sem hannaðar voru eftir innleiðingu jarðskjálftastaðla stóðu sig að jafnaði betur en eldri byggingar. 

Abstract

In June 2000, two Mw6.5 earthquakes occurred in South Iceland and in May 2008 an Mw6.3 quake struck in the same area. High PGAs (>0.6 g) were registered in all three events. The epicentres were located in an agriculture region and close to small towns and villages. In total, nearly 9,500 residential
buildings were affected. A great deal of damage occurred but there was no loss of life. Insurance against natural disasters is obligatory for all buildings in Iceland and they are all registered in a comprehensive property database. Therefore, after each earthquake a field survey was carried out where damage and repair costs were estimated for every structure. Most of the damage was observed in the near-fault area (0-10km) but at longer distances it was significantly less. The damage in the two Mw6.5 events was considerably greater than in the Mw6.3 event. In all the events a high proportion of buildings suffered no damage, even in the near-fault area. The main damage was nonstructural, in interior walls and flooring. New buildings built after implementation of seismic codes performed better than those built pre-code.

Lesa meira

5.1.2016 Ritrýnt efni Umhverfi : Íslenskt neysluvatn: Yfirlit og staða gæða

Icelandic drinking water: Overview and status of quality. (Article in Icelandic).

Höfundar

María J. Gunnarsdóttir, Sigurður M. Garðarsson, Sigrún Ólafsdóttir

Ágrip

Aðgengi að heilnæmu vatni er ein af mikilvægustu stoðum lýðheilsu í hverju landi. Helsta ógnin við heilnæmi neysluvatns er saurmengun og það er hún sem veldur flestum vatnsbornum faröldrum. Gerð hefur verið samantekt á örveruástandi neysluvatns á Íslandi fyrir árin 2010-2012 bæði eftir stærð vatnsveitna og eftir heilbrigðiseftirlitssvæðum. Þar kemur fram að örveruástand er almennt gott hjá stærri vatnsveitum en lakara hjá þeim minni. Eiturefni yfir heilsufarsmörkum er mjög sjaldgæft í neysluvatni hér á landi. Samanburður við lönd Evrópusambandsins sýnir að ástandið er svipað hér á landi og þar er varðar örverur en með því besta er varðar eiturefnin. Gerðar eru tillögur til úrbóta til að tryggja betur gæði neysluvatns. Sérstaklega þarf að lagfæra ástandið hjá minni vatnsveitunum. Einnig þarf að bæta skráningu á frávikum og eftirfylgni með þeim. Vatnsveitur eiga að hafa innra eftirlit og auka þarf eftirfylgni með að því sé komið á og einnig að gera reglulegar úttektir á virkni þess.

Abstract

Safe drinking water is one of the fundaments of public health. The main threat to water safety is faecal contamination which is the reason for most waterborne outbreak. In this research microbiological status of drinking water in Iceland for the period 2010-2012 was analyzed, both
according to size and areas of the local competent authorities. It reveals that microbiological status is mostly good at the larger water supplies but less so at the smaller ones. Non-compliance in health-based chemical parameters is very rare. Comparison with countries within the European Union reveals that microbiological status is similar in Iceland whereas compliance in health based chemicals are among the best in Europe. Recommendation for improvements to secure water safety are discussed.
It is especially important to improve the situation within the small supplies. Registration of incidents and feedback is lacking and needs to be improved. Water supply are supposed to have a water safety plan in place however there is a need to follow up on implementation and external audit of theseto verify functionality.

 

Lesa meira