2018 - 24 (1)

Fyrirsagnalisti

3.12.2018 Mannvirki Ritrýnt efni Umhverfi : Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður

Design and function of light vegetation roofs under Icelandic conditions. (Article in Icelandic).

Höfundar

Halla Einarsdóttir, Ágúst Elí Ágústsson, Hrund Ólöf Andradóttir, Magnús Bjarklind, Reynir Sævarsson.

Ágrip

Gróðurþök hafa verið sett upp í vaxandi mæli víða í borgum í Evrópu sem hluti af blágrænum ofanvatnslausnum. Markmið þessarar rannsóknar var að greina vatnafræðilega virkni mismunandi útfærslna af léttum gróðurþökum við íslenskar aðstæður og koma með tillögur að farsælli hönnun gróðurþaka á Íslandi. Rýnt var í erlendar heimildir og hönnunarleiðbeiningar. Jafnframt voru byggð tilraunaþök og afrennsli mælt yfir 11 mánuði samhliða mælingum á snjóþekju, rigningu, vindi, og lofthita. Meðalvatnsheldni þakanna mældist mest 85% í júní og júli í samræmi við erlendar rannsóknir í köldu loftslagi. Vatnsheldnin mældist þó heldur lægri á veturna á Íslandi (<20%). Marktæk seinkun á massamiðju afrennslis og lækkun afrennslistoppa mældist af öllum gróðurþökunum nema helst í stærstu úrkomuatburðunum. Vatnsheldni innan hvers atburðar var mest háð lofthitastigi, uppsafnaðri úrkomu, úrkomu 14 daga fyrir atburð og vindhraða 7 daga fyrir atburð. Þök með mosavaxinn úthaga virkuðu vel vatnafræðilega, litu vel út, og þurftu lítið viðhald. Grasþökin voru með hærri vatnsheldni en á móti báru þau vott um þurrk, og litu illa út sér í lagi fyrri hluta sumars. Ályktað er að villtur þurrkaþolinn gróður eins og úthagi reynist betur en fóðurgras sem hefur meiri vatnsþörf og vex hraðar.

Abstract

Green roofs are increasingly being installed cities in Europe as a part of sustainable stormwater systems. The goal of this research was to assess the hydrological efficiency of different configurations of extensive green roofs in Iceland and present suggestions for successful design of such roofs based on local materials and weather conditions. International literature and best design practices were reviewed. Runoff from five test roofs was monitored for 11 months, in conjunction with snowdepth, rainfall, wind and air temperature. Green roof water retention measured highest 85% in June and July in accordance with other studies in cold climates. Water retention measured, however, somewhat lower during the winter (<20%). Significant delay of runoff's center of mass and lowering of peak runoff was measured in all green roofs except during the largest runoff events. Average event water retention was correlated to air temperature, cumulative rain, rain 14 days before event and wind speed 7 days before event. Roofs with moss and sedum turf demonstrated good hydrological efficiency, good appearance and needed little maintenance. Grass turf roofs retained slighlty more water, but were less drought resistant and looked poorly during early summer. Wild, water resistent plants like moss and sedum performed better overall.

 

Lesa meira

22.11.2018 Annað efni Jarðtækni Umhverfi : Falin verðmæti í jarðvarmaorku

Hidden value in geothermal energy. (Article in Icelandic).

Höfundar

Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran

Ágrip

Úrvinnsla kísils úr jarðvarmavatni spilar mikilvægt hlutverk í sjálfbærni og aukinni nýtingu jarðvarmavirkjana. Með því að fjarlægja kísilinn úr vökvanum er framkvæmd við niðurdælingu affallsvatns auðvelduð til muna, þar sem kísilútfellingar valda miklum vandamálum í niðurdælingarholum. Bæði er kostnaður vegna útfellingavandamála hár auk þess að möguleiki á því að vinna önnur efni úr vökvanum þegar kísillinn hefur verið fjarlægður. geoSilica Iceland er leiðandi í heiminum í úrvinnslu á kísil úr jarðvarmavatni með byltingarkenndri aðferð.

Abstract

The extraction of silicon from geothermal water plays a vital role in the sustainability and increased utilization of geothermal power plants. By removing the silicon from the liquid, injecting wastewater is greatly facilitated, as silicon deposits cause significant problems in the injection wells. Both the cost of precipitation problems are high and the possibility of extracting other substances from the liquid once the silicone has been removed. geoSilica Iceland is a world leader in the processing of silicon from geothermal water using a revolutionary method.

 

Lesa meira

10.11.2018 Jarðtækni Mannvirki Ritrýnt efni : Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu

Fractures and building structures in the capital region. (Article in Icelandic).

Höfundar

Páll Einarsson, Haukur Jóhannesson , Ásta Rut Hjartardóttir.

Ágrip

Staða Íslands á flekaskilum meginfleka býður upp á aðstæður sem finnast óvíða annars staðar og krefst sérstakrar aðgátar við mannvirkjagerð. Þéttbýli á Íslandi færist nú óðfluga inn á svæði þar sem berggrunnur er sundurskorinn af virkum misgengjum og sprungum. Sprungusveimur kenndur við Krísuvík liggur um austustu hluta höfuðborgarsvæðisins. Virkni á sprungum hans tengist að öllum líkindum kvikuhreyfingum í eldstöðvarkerfi Krísuvíkur og á flekaskilunum á Reykjanesskaga sem láta til sín taka á þúsund ára tímakvarða. Hætta sem mannvirkjum er búin stafar annars vegar af færslum um sprungurnar í tengslum við slíka virkni og hins vegar af gjökti þegar bylgjur frá fjarlægum skjálftum ganga yfir. Tjón má að líkindum fyrirbyggja að talsverðu leyti með því að forðast að byggja mannvirki yfir sprungurnar. Mælt er með breyttu verklagi við mannvirkjagerð á virkum sprungusvæðum.

Abstract

Straddling the boundary between two of the major tectonic plates on Earth, Iceland offers unique conditions for engineering structures that require special attention. Urban areas are rapidly expanding into areas where the bedrock is cut by numerous active fractures and faults. The fissure swarm of the Krísuvík volcanic system runs through the outskirts of Reykjavík and other towns of the metropolitan area. Activity of its fractures mostly occurs during magmatic events along the Reykjanes Peninsula oblique rift on a thousand years timescale. Hazard caused by the fractures is mostly twofold: Relative displacement of the walls of the fracture during magmatic intrusion and small relative displacements during the passage of seismic waves from distant earthquakes may damage structures built across them. The risk of structural damage may most likely be reduced considerably by avoiding building structures across the fractures. We suggest a change in building practice in fractures areas to achieve that. 

 

Lesa meira