2014 - 20 (1)
Fyrirsagnalisti
Methanoxun örvera á urðunarstaðnum í Fíflholtum á Íslandi. (Greinin er á ensku).
Microbial Methane Oxidation at the Fíflholt landfill in Iceland
Höfundar
Alexandra Kjeld, Alexandre R. Cabral , Lúðvík E. Gústafsson , Hrund Ó. Andradóttir , Helga J. Bjarnadóttir
Ágrip
Yfirborðslög sem innihalda lífræn efni og oxa metan hafa hlotið viðurkenningu á undanförnum árum sem hagkvæm og áhrifarík leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum. Oxunarhæfni yfirborðslaga á íslenskum urðunarstöðum hefur hinsvegar ekki verið rannsökuð og það er takmörkuð þekking á metanoxun örvera í köldu loftslagi. Þessari rannsókn var hleypt af stað til að meta hlutfallslega oxunarhæfni núverandi yfirborðslags í rein 2 á urðunarstaðnum í Fíflholtum á Mýrum með því að nota gasprófílaðferðina (hlutfall CO2/CH4). Urðunarstaðurinn er ekki búinn gassöfnunarkerfi og yfirborðið er samansett af 1525 cm timburkurli undir u.þ.b. 1 m af malarkenndum sandi með 7% (w/w) lífrænu innihaldi. Mælirör voru sett niður á tveim stöðum á rein 2 á mismunandi dýpi (5 120 cm) og punktmælingar gerðar á haust og vetrarmánuðum 20122013. Niðurstöður sýna að andrúmsloft smýgur almennt djúpt niður í yfirborðslagið og mikil oxunarvirkni sást í gasprófílum. Oxunin átti sér aðallega stað á 40 cm dýpi og neðar, mögulega alveg frá botni yfirborðslagsins eða frá 1 m dýpt. Oxunarhlutfall var á bilinu 0 til 99% og náði hámarki á 30 60 cm dýpi, eða meðalgildum 59% og 77% fyrir hvort tveggja staðanna á öllu tímabilinu. Athygli vakti að tiltölulega mikil oxun átti sér stað um vetur. Þetta bendir til þess að oxun metans geti átt sér stað árið um kring á Íslandi,
en frekari vettvangsrannsókna er þörf til að sannreyna umfang þessa fyrirbæris í íslenskum urðunarstöðum. Slík rannsókn myndi einnig sannreyna hvort að sjálfgefið 10% oxunarhlutfall, sem notað er víða í líkönum sem
meta myndun og losun hauggass, eigi við.
Abstract
Methane oxidizing biosystems have received wide recognition in recent years as a cost effective and important means to reduce emissions from landfills. However, there is no documentation of the oxidation capacity
of Icelandic landfill covers to date and there is limited information on microbial methane oxidation in boreal climates. The present study was carried out to qualitatively assess the oxidation capacity of the current top
cover of one of the cells of the Fíflholt landfill, located in West Iceland, using the gas profile method (CO2/CH4 ratio). The landfill has no gas recovery system and the cover is composed of 1525 cm crushed wood overlain by about 1 m of gravelly sand with 7% (w/w) organic matter content. Sampling probes were installed at two locations on cell 2 at different depths (5 to 120 cm). Several gas concentration measurements were carried out during the autumn and the winter of 20122013. It was observed that atmospheric air penetrated deep into the cover and oxidation activity was observed in the gas profiles. The oxidation zone was situated mainly below 40 cm from the surface and went as deep as about 1 m below surface, i.e. to the base of the cover. Oxidation efficiencies ranged from 0 to 99%, reaching maximal values between 30 and 60 cm depth, with mean values 59% and 77% respectively for the two sampling locations for the whole study period. It must be highlighted that relatively high oxidation efficiencies were obtained during winter. This indicates that methane oxidation can occur yearlong in Iceland, although a more thorough field study is needed to verify the extent of this phenomena in Icelandic landfill covers. Such a study would also permit to verify the applicability of the default value of 10% methane oxidation used in biogas generation and emission models.
Lesa meira
Áhrif gæðakerfa vatnsveitna á lýðheilsu
Impact of water supply quality systems on public health. (Article in Icelandic).
Höfundar
María J. Gunnarsdóttir, Sigurður M. Garðarsson, Guðrún Sigmundsdóttir
Ágrip
Aðgangur að nægu og hreinu drykkjarvatni er ein af undirstöðum lýðheilsu og velferðar í hverju samfélagi. Mikilvægt er að tryggja að vatn njóti verndar bæði lagalega og í allri umgengni um vatnsauðlindina. Á Íslandi var neysluvatn flokkað sem matvæli í matvælalöggjöf árið 1995. Með þeirri löggjöf voru lagðar skyldur á vatnsveitur að beita kerfisbundnu fyrirbyggjandi innra eftirliti til að tryggja gæði neysluvatns samhliða lögbundnu ytra eftirliti heilbrigðiseftirlits og var Ísland þar meðal fyrstu þjóða til að lögleiða innra eftirlit í vatnsveitum, svonefnt gæðakerfi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif þessarar lagasetningar á heilsufar íbúa. Það var gert með því að skoða skráningu á niðurgangi hjá heilsugæslustöðvum og bera saman tíðni hans við vatnsveitur sem voru með og án innra eftirlits og þjónuðu svæði heilsugæslustöðvanna. Niðurstöðurnar sýndu marktækt lægri tíðni niðurgangs á svæðum þar sem vatnsveitur höfðu sett upp innra eftirlit.
Abstract
Access to adequate and clean drinking water is one of the fundamentals of public health and a good and prosperous society. A comprehensive regulatory framework as well as institutional guidelines and procedures are necessary to secure this at any time. Iceland was one of the first countries to categorize drinking water as food in legislation passed in 1995. According to the legislation water utilities are obligated to implement systematic preventive management, Water Safety Plan, to ensure good quality water in conjunction with the regular external control by the regulator. The aim of the research was to evaluate the effect of the legislation on public health. This was done by evaluating change in incidence of clinical cases of diarrhea using comprehensive surveillance data from Primary Health Care Centers and compare with water utilities serving the area with and without water safety plan. The results of the research show significant reduction in diarrhea risk.
Lesa meira
Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð
Impact of quality management on the construction industry. (Article in Icelandic).
Höfundar
Anna Hulda Ólafsdóttir, Helgi Þór Ingason
Ágrip
Greinin er byggð á meistaraverkefni Önnu Huldu Ólafsdóttur í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2011. Helsta markmið verkefnisins var að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð en sérstök áhersla var lögð á að skoða áhrif gæðastjórnunar á verkkaupa og sér í lagi hvort marktækur munur væri á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem störfuðu eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem ekki störfuðu
eftir gæðastjórnunarkerfi. Spurningalisti var lagður fyrir verkkaupa og verktaka og og gögnin notuð til að mæla fylgni milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka við þætti úr könnun verktaka, eins og hvort hann starfar eftir gæðastjórnunarkerfi. Helstu niðurstöður eru að marktækur munur og sterk fylgni mældist milli
ánægju verkkaupa með framkvæmd og hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi. Einnig sýna niðurstöður að þeir verktakar sem segjast starfa eftir gæðastjórnunarkerfi beita markvissari og skilvirkari vinnubrögðum en þeir sem starfa ekki eftir slíku kerfi.
Abstract
The paper is based on Anna Hulda Ólafsdóttir's master's thesis conducted in Industrial engineering at the University of Iceland in 2011. The objective of the thesis was to examine the effect of quality management system (QMS) in the Icelandic construction industry. Particular emphasis was placed on examining how quality
management affects the client and whether differences exist in client satisfaction with regard to project execution depending on whether the project involved is completed by contractors that
work in accordance with a quality management system. Also to examine whether there is a discernable difference in the working methods of those contractors who claim to work in accordance with a QMS compared to those who do not. A questionnaire was designed and circulated among clients and contractors in an effort
to answer these questions. The main conclusions drawn from the thesis were that there is a strong correlation between client satisfaction with a project's execution depending on whether or not the contractor conducts his operations in accordance with a QMS. It was also concluded that those contractors who claim to conduct their operations in accordance with a QMS employ much better aimed and effective working methods compared to those contractors who do not.
Lesa meira
Er virði í vottun?
Is certification worth it? (Article in Icelandic).
Höfundar
Ari Hróbjartsson , Helgi Þór Ingason , Haukur Ingi Jónasson
Ágrip
Á undanförnum árum hafa mörg íslensk fyrirtæki innleitt gæðastjórnunarkerfi á grunni ISO9001 staðals og fengið vottun. Engin fjárhagsleg greining hefur verið gerð á því hvort vottun skilar íslenskum fyrirtækjum fjárhagslegum ávinningi, þó gerðar hafi verið nokkrar almennar athuganir á útbreiðslu vottunar og viðhorfum fyrirtækja til vottunar. Í þessari rannsókn eru tekin til skoðunar öll íslensk fyrirtæki með ISO9001 vottun sem störfuðu á samkeppnismarkaði og þau borin saman við sambærileg fyrirtæki sem ekki höfðu vottun, til að kanna hvort greina mætti mun á þessum fyrirtækjahópum hvað varðar ýmsar fjárhagslegar kennistærðir. Niðurstaðan er meðal annars sú að vottuðu fyrirtækin hafa hærri söluhagnaðarhlutfall og hærra eiginfjárhlutfall en þau óvottuðu.
Abstract
In recent years, a number of Icelandic organizations have implemented a quality management system based on the ISO9001 standard and been certified. No effort has yet been made to analyse if certification leads to any financial benefits, yet there have been some general assessments of the distribution certified quality management systems. This paper reports from a study of all ISO9001 certified organizations in Iceland, operating in a competitive environment. They were compared to similar organizations not certified to assess if any differences could be found in some financial
variables between the two groups. The study shows that the certified organizations have higher return on sales and higher equity ratio.
Lesa meira