2023 - 29 (1)

Fyrirsagnalisti

30.12.2023 Jarðtækni Ritrýnt efni : Gagnagrunnur fyrir skúfbylgjuhraða í jarðsniðum byggður á yfirborðsbylgjumælingum

Database of shear wave velocity profiles measured by surface wave methods. (Article in Icelandic).

Höfundar

Elín Ásta Ólafsdóttir, Bjarni Bessason, Sigurður Erlingsson

Ágrip

Yfirborðsbylgjumælingar eru skilvirk leið til að ákvarða stífnieiginleika jarðvegs. MASW er aktíf yfirborðsbylgjuaðferð sem byggir á tvístrunareiginleikum Rayleigh bylgna og tengslum milli útbreiðsluhraða þeirra og fjaðureiginleika jarðvegs. Með slíkum mælingum er skúfbylgjuhraði ákvarðaður sem fall af dýpi og hann síðan notaður til að reikna skúfstuðul jarðlaga. MASW mælingar hafa gefið góða raun við íslenskar aðstæður til að meta stífnieiginleika jarðlaga niður á 10–30 m dýpi, þar með talið í grófum eða samlímdum jarðvegi. Þá hafa yfirborðsbylgjumælingar þann kost að vera ódýrar í framkvæmd og valda ekki raski á yfirborði jarðar.

Á árunum 2013 til 2021 framkvæmdu höfundar MASW mælingar á nítján rannsóknarstöðum hérlendis, aðallega á sunnanverðu landinu en einnig á nokkrum stöðum í Eyjafirði og við Skjálfandafljót. Þeim skúfbylgjuhraðaferlum sem fengust með þessum mælingum hefur nú verið safnað saman í gagnagrunn í opnum aðgangi, sem finna má á slóðinni http://serice.hi.is/#/velocity-profiles. Auk mældra skúfbylgjuhraðaferla eru niðurstöður mælinga settar fram á formi meðalskúfbylgjuhraða
sem fall af dýpi í samræmi við notkun þeirra í Evrópustaðli, Eurocode 8. Í gagnagrunninum gefst tæknifólki og rannsakendum ekki aðeins kostur á því að nálgast fyrrgreindar mæliniðurstöður, heldur einnig að bera saman niðurstöður mælinga frá mismunandi svæðum með einföldum hætti.

Mælistöðunum er skipt í fjóra flokka eftir jarðvegsgerð, þ.e. (I) mýrlendi og mýrarkenndur jarðvegur, (II) laus sand- og/eða malarkennd setlög, (III) manngerðar fyllingar og jarðstíflur og (IV) samlímdur jarðvegur og móhella. Í greininni eru settar fram einfaldar reynslulíkingar fyrir skúfstuðul sem byggðar eru á mældum skúfbylgjuhraðaferlum fyrir hvern ofangreindra flokka. Slíkar líkingar nýtast til að meta skúfstuðul eða skúfbylgjuhraða á stöðum þar sem mælingar hafa ekki verið framkvæmdar en upplýsingar um jarðvegsgerð liggja fyrir. Þær má einnig nota til að framreikna mæliniðurstöður í tilfellum þar sem könnunardýpi mældra skúfbylgjuhraðaferla er ekki nægjanlegt.

Abstract

Surface wave analysis is a non-invasive, fast, and cost-efficient approach for in-situ evaluation of soil stiffness. MASW is an active-source technique that utilizes the dispersive properties of Rayleigh waves and provides information on shear wave velocity (small-strain shear modulus) down to 10–30 m depth. MASW measurements have been found well-suited for profiling of Icelandic soil sites. These include gravelly sites and sites characterized by partly cemented materials or mixed soils containing cobbles and/or boulders.

The authors have conducted MASW measurements at 19 sites in Iceland between 2013 and 2021. Most of the surveyed sites are in South Iceland, although a few sites are located on the northern coast. Between one and seven shear wave velocity profiles have been measured at each site, with an inter-profile distance below 1.1 km in all cases. This paper introduces a database where the measurement results can be accessed. The database is available as an Open Access Webpage (http://serice.hi.is/#/velocity-profiles) and provides the user with an interface which allows results from different sites to be viewed simultaneously and compared. The retrieved shear wave velocity profiles are further presented as time-averaged shear wave velocity as a function of depth in line with the site categorization in Eurocode 8.

The sites included in the database are divided into four classes based on the encountered soil types: (I) peat and peaty soils (natural deposits), (II) sandy and gravelly soils (natural deposits), (III) engineered fills and earth dams and (IV) cemented materials (natural deposits). Simple empirical correlations, describing the relationship between the effective confining pressure and small-strain shear modulus, are presented for each class. In absence of site-specific measurements, such correlations can be of value to evaluate stiffness parameters for the specific soil types. They can further be used to extrapolate measured profiles down to a greater depth.

 

Lesa meira

30.12.2023 Ritrýnt efni Stjórnun : Megaprojects and their potential impacts on innovation and technological progress.

Risaverkefni og möguleg áhrif þeirra á nýsköpun og tækniframfarir. (Greinin er á ensku).

Höfundar

Prof. Dr. Werner Rothengatter.

Ágrip

Risaverkefni (e. Megaprojects) eru mjög flókin vegna tæknilegra, efnahagslegra, fagurfræðilegra og pólitískra þátta og eiga sér jafnan öfluga talsmenn en einnig harða andstæðinga. Í hagfræðiritum er ríkjandi viðfangsefni greining á mistökum og áhrifum þeirra á kostnað og framkvæmdatíma. Fjöldi tilvika og tölfræðilegra greininga hafa sýnt fram á að þessi mistök eru ekki handahófskennd heldur tengjast frekar dæmigerðum ferlum við skipulagningu og framkvæmd risaverkefna. Ekki er hægt að nota þessi dæmigerðu mistök sem algild rök gegn risaframkvæmdum almennt. Það eru mörg dæmi um risaverkefni sem hafa reynst hagkvæm, jafnvel eftir erfiðleika á upphafsstigum verkefnisins. Risaverkefni geta stuðlað að nýsköpun og tækniframförum. Þetta er hægt að greina á örkvarða með ítarlegri virknigreiningu og umfangsmeiri kvarða með því að búa til líkan af innbyggðum vaxtaráhrifum. Hægt er að nota kerfishreyfingu (e. system dynamics) og samþætt matslíkön til að bera kennsl á möguleika risaverkefna til að undirbyggja tækniframfarir. Þar sem risaverkefni, sem hugsanlega fela í sér möguleika á tækniframförum, krefjast langtíma- og að hluta til spámennsku greiningar varðandi kostnað og ávinning er nauðsynlegt að framkvæma vandaðar áhættugreiningar til að forðast fjárhagslegt tap vegna takmarkaðra verkefnaáætlana og hlutdrægni sem á rætur í óhóflegri bjartsýni.

Abstract

Megaprojects show high complexity due to technological, economic, aesthetic, and political characteristics, and find strong promoters as well as strong opponents. In economic literature the analysis of failures and their impacts on cost and time overruns is dominating. Many examples, case studies and statistical analyses underline that these failures are not distributed randomly but rather are linked to typical processes involved in the organization, planning, procurement, and implementation of megaprojects. However, these typical failures cannot be used as a general argument against the planning of megaprojects. There are also several examples existing for large projects which have turned out economically successful, even after difficult start-up phases. Megaprojects may foster innovation and technical progress in economic sectors. This can be identified and analyzed on the micro-scale by detailed activity analysis and in the macro-scale by modeling endogenous growth impacts. System dynamics and integrated assessment models can be used for identifying the potential of megaprojects for fostering technological change. As megaprojects promising potentials for technological change require long-term and partly speculative projections of costs and benefits it is necessary to carry out careful risk analyses for avoiding investment failures caused by immature project plans and optimism biases.  

 

Lesa meira

16.11.2023 Annað efni Stjórnun : Gerðardómar – kjörin leið til að leysa úr ágreiningi sem tengist verkfræðilegum viðfangsefnum

Arbitration – the preferred way to resolve disputes related to engineering matters. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þröstur Guðmundsson

 

Ágrip

Íslenskir gerðardómar byggja á lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Þó gerðardómar hafi um langt skeið verið valkostur við úrlausn deilumála í viðskiptum og viðskiptasamningum á Íslandi þá hefur notkun þeirra við úrlausn deilumála í verkfræðilegum viðfangsefnum verið takmörkuð. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður en ein þeirra er skortur á upplýsingum og þekkingu. Í þessari grein er leitast við að draga fram kosti og galla gerðardóma í samanburði við rekstur mála fyrir almennum dómstólum. Auk gerðardóma fyrir viðskiptasambönd þekkjast gerðardómar sem snúa að launa- og kjaramálum en slíkir gerðardómar eru fyrir utan viðfangsefni þessarar umfjöllunar.

 

 

Lesa meira