2024 - 30 (1)

Fyrirsagnalisti

3.7.2024 Ritrýnt efni Stjórnun : Use of Z-fuzzy numbers in the management of megaprojects

Höfundar

Dorota Kuchta.

Ágrip

Greinin er á ensku.

Abstract

The paper discusses the problem of the lack of credibility of estimates used for decision making in megaproject management. We present the high importance of this issue and discuss factors that negatively influence megaproject estimates. We propose a method to be used for the estimation of basic parameters of megaprojects based on Z-fuzzy numbers. Fuzzy numbers allow modelling the lack of full knowledge and the changeability, which are omnipresent in megaprojects. Z-fuzzy numbers allow for the adjustment of estimates based on the opinion about their authors' credibility among project stakeholders. As a result, the estimates will be much more realistic. Fuzzy numbers and Z-fuzzy numbers are described, and the estimation method is presented. Simple examples accompany the description, and the method proposed is illustrated using a real-world example. Limitations of the method are listed in the conclusions. 

Lesa meira

18.5.2024 Ritrýnt efni Stjórnun : Starfsumhverfi og helstu aðferðir íslenskra verkefnastjóra

Working environment and primary methods of Icelandic project managers. (Article in Icelandic).

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Jón Svan Grétarsson

Ágrip

Í rannsókn þessari er leitast við að bregða ljósi á starfsumhverfi verkefnastjóra á Íslandi auk þess að skapa yfirlit yfir helstu aðferðir sem verkefnastjórar á Íslandi nota. Gagna var aflað með því að senda út könnun á stóran hóp fólks sem hlotið hefur alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Í ljós kom að flestir þeirra starfa hjá fyrirtækjum sem teljast stór á íslenskan mælikvarða og þeir stýra verkefnum sem eru á annað hundrað milljónir að fjárhagslegu umfangi og taka að jafnaði ár eða styttri tíma. Ennfremur kemur í ljós að umboð þessara verkefnastjóra til ákvarðana í þeim verkefnum sem þeir stjórna er takmarkað. Umboð karlkyns verkefnastjóra er þó sterkara en umboð kvenkyns verkefnastjóra, starfsreynsla þeirra er lengri og fjárhagslegt umfang verkefna sem þeir stýra er meira. Algengustu aðferðir verkefnastjórans samkvæmt þessari könnun eru verk- og tímaáætlun, kostnaðaráætlun, ræsfundur, áhættugreining, verklýsing, formleg lúkning verkefnis og þarfagreining. Dæmi um aðferðir sem þátttakendur telja að myndu hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu verkefnis ef notkun á þeim væri aukin eru skýr afmörkun og umfang verkefnis, samskiptaáætlun og skipurit, kostnaðaráætlanir, mannleg samskipta- og leiðtogahæfni, hluttekning og virk hlustun, þarfagreining, hagsmunaaðilagreining, verk- og tímaáætlunarhugbúnaður og ýmis verkefnastjórnunarkerfi. Litlar breytingar hafa orðið á þessari upptalningu frá sambærilegri könnun árið 2012. 

Abstract

This study aims to shed light on some factors in the working environment of project managers as well as create an overview of the main practices used by project managers in Iceland. Data was obtained by sending out a survey to a large group of people who have received international certification in project management by IPMA, the International Project Management Association. Most of them work for companies that are considered large by Icelandic standards, and they manage projects that have a financial scope of up to two hundred million IKR and usually take a year or less. Furthermore, it appears that the authority of these project managers to make decisions in their projects is limited. The authority of male project managers is stronger than that of female project managers, their work experience is longer and the financial scope of the projects they manage is greater.

The most common practices of the project manager are a time plan, cost estimate, start-up meeting, risk analysis, project definition, formal project close-down and requirement analysis. Examples of practices that the participants believe would have a positive effect on the outcome of a project if their use were increased are project scope, communication plan and organization chart, cost estimates, communication and leadership skills, empathy, active listening, needs analysis, stakeholder analysis, task and schedule software and various project management systems. Little changes have occured from a similar survey in 2012.

 

Lesa meira

15.3.2024 Jarðtækni Mannvirki Ritrýnt efni Umhverfi : Life Cycle Assessment of Icelandic-Type Berm Breakwater

Lífsferilsgreining á íslenskum bermugarði. (Greinin er á ensku).

Höfundar

Elísabet Sunna Gunnarsdóttir, Majid Eskafi, Sigurður Sigurðarson, Kjartan Elíasson, Pétur Ingi Sveinbjörnsson.

Ágrip

Með vaxandi nauðsyn til takast á við loftslagsbreytingar og draga úr umhverfisáhrifum frá byggingu mannvirkja er mikilvægt að rannsaka og innleiða umhverfisvænni kosti. Þessi rannsókn fjallar um að meta kolefnisspor frá byggingu brimvarnargarða. Rannsóknin skoðar samanburð á kolefnisspori frá byggingu íslenska bermugarðsins og hefðbundins brimvarnargarðs (ConRMB) með steyptum einingum með ýtarlegri lífsferilsgreiningu. Lífsferilsgreiningunni er skipt niður í nokkra hluta: öflun/framleiðsla á byggingarefnum, flutningur á byggingarstað og samsetning á byggingarstað.

Íslenskur bermugarður býður upp á hönnun sem nýtir náttúrulegt berg sem gefur tækifæri til að draga verulega úr hnatthlýnunarmætti frá byggingu brimvarnargarða.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að íslenskur bermugarður hefur þó nokkra kosti fram yfir ConRMB þegar kemur að kolefnisspori byggingar brimvarnargarðs í Straumsvíkurshöfn á Íslandi. Umfram allt er íslenski bermugaðurinn með verulega lægri hnatthlýnunarmátt samanborið við hefðbundinn brimvarnargarð. Sú innsýn sem fæst með þessari rannsókn veitir mikilvægar upplýsingar fyrir ákvarðanatöku hagsmunaaðila.

Abstract

With the growing urgency to address climate change and reduce the environmental impacts of construction, there is an increasing necessity to explore and implement environmentally friendly solutions. This study focuses on evaluating the Carbon Footprint (CF) associated with the construction of breakwaters. The study compares the CF of Icelandic-type berm breakwater (IceBB) and concrete armor unit conventional rubble mound berm breakwater (ConRMB) through a comprehensive Life Cycle Assessment (LCA). The LCA analysis encompasses various stages, including procurement/production of raw materials, transport to site, and construction on site. IceBB offers a design that utilizes natural rock which reduces the Global Warming Potential (GWP) associated with breakwater construction.

The findings of the study indicate several advantages of IceBB over ConRMB in terms of its CF for the case study of the Straumsvik port in Iceland. Above all, IceBB has a significantly lower GWP compared to ConRMB.

The insights gained from this study provide valuable information for stakeholders involved in coastal projects. 

 

Lesa meira