2024 - 30 (1)

Fyrirsagnalisti

15.3.2024 Jarðtækni Mannvirki Ritrýnt efni Umhverfi : Life Cycle Assessment of Icelandic-Type Berm Breakwater

Lífsferilsgreining á íslenskum bermugarði. (Greinin er á ensku).

Höfundar

Elísabet Sunna Gunnarsdóttir, Majid Eskafi, Sigurður Sigurðarson, Kjartan Elíasson, Pétur Ingi Sveinbjörnsson.

Ágrip

Með vaxandi nauðsyn til takast á við loftslagsbreytingar og draga úr umhverfisáhrifum frá byggingu mannvirkja er mikilvægt að rannsaka og innleiða umhverfisvænni kosti. Þessi rannsókn fjallar um að meta kolefnisspor frá byggingu brimvarnargarða. Rannsóknin skoðar samanburð á kolefnisspori frá byggingu íslenska bermugarðsins og hefðbundins brimvarnargarðs (ConRMB) með steyptum einingum með ýtarlegri lífsferilsgreiningu. Lífsferilsgreiningunni er skipt niður í nokkra hluta: öflun/framleiðsla á byggingarefnum, flutningur á byggingarstað og samsetning á byggingarstað.

Íslenskur bermugarður býður upp á hönnun sem nýtir náttúrulegt berg sem gefur tækifæri til að draga verulega úr hnatthlýnunarmætti frá byggingu brimvarnargarða.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að íslenskur bermugarður hefur þó nokkra kosti fram yfir ConRMB þegar kemur að kolefnisspori byggingar brimvarnargarðs í Straumsvíkurshöfn á Íslandi. Umfram allt er íslenski bermugaðurinn með verulega lægri hnatthlýnunarmátt samanborið við hefðbundinn brimvarnargarð. Sú innsýn sem fæst með þessari rannsókn veitir mikilvægar upplýsingar fyrir ákvarðanatöku hagsmunaaðila.

Abstract

With the growing urgency to address climate change and reduce the environmental impacts of construction, there is an increasing necessity to explore and implement environmentally friendly solutions. This study focuses on evaluating the Carbon Footprint (CF) associated with the construction of breakwaters. The study compares the CF of Icelandic-type berm breakwater (IceBB) and concrete armor unit conventional rubble mound berm breakwater (ConRMB) through a comprehensive Life Cycle Assessment (LCA). The LCA analysis encompasses various stages, including procurement/production of raw materials, transport to site, and construction on site. IceBB offers a design that utilizes natural rock which reduces the Global Warming Potential (GWP) associated with breakwater construction.

The findings of the study indicate several advantages of IceBB over ConRMB in terms of its CF for the case study of the Straumsvik port in Iceland. Above all, IceBB has a significantly lower GWP compared to ConRMB.

The insights gained from this study provide valuable information for stakeholders involved in coastal projects. 

 

Lesa meira