2015 - 21 (1): Stjórnun

Fyrirsagnalisti

3.3.2015 Ritrýnt efni Stjórnun : Er samræmi á milli þeirrar áhættu sem íslenskir ákvörðunartakar telja sig tilbúna til að taka og raunverulegrar hættu á kostnaðarframúrkeyrslu verkefna?

Is there a consistency between risks that Icelandic decision-makers consider themselves ready to take and the danger of project overruns? (Article in Icelandic).

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson

Ágrip

Ísland varð fyrir alvarlegu áfalli þegar að fjármálakerfi þjóðarinnar féll haustið 2008. Hluti af eftirleiknum vegna hrunsins var nokkur fjöldi rannsókna og úttekta til að freista þess að skýra hvað fór úrskeiðis og afhverju. Hluti þeirra skýringa sem fram hafa komið fjalla um að stjórnmálamenn og fleiri hagsmunaaðilar hafi orðið fyrir sálrænum og félagslegum áhrifum af því sem kallast vitsmunaskekkjur (cognitive biases) sem mótaði hegðun þeirra. Vitsmunaskekkjur geta leitt til dómgreindarbrests og röngu mati á raunverulegum aðstæðum. Þessi rannsókn fjallar um hvort afstaða íslenskra alþingismanna til áhættu, þegar þeir standa frammi fyrir fjárfestingarákvörðun, rími við þá framúrkeyrslu í kostnaði sem tölur benda til. Niðurstaðan bendir til þversagnar þar sem þingmenn líta á sig sem áhættufælna, borið saman við aðra þá sem taka ákvarðanir, þó að vísbendingar bendi til umtalsverðrar áhættu á framúrkeyrslu við framkvæmd opinberra verkefna.

Abstract

Iceland was severely hit by an economic depression when the entire financial system of the country collapsed in 2008. The aftermath has resulted in various investigation reports attempting to understand what went wrong and why. A part of the explanation offered is that politicians and other stakeholders are influenced by psychological factors named cognitive biases. Cognitive biases can lead to judgmental errors and misperceptions of the real state of nature. This research investigates if the perception of personal risk attitude among Icelandic parliamentarians facing investment decision rhymes with the statistics available on cost overruns in Icelandic public projects. The results are paradoxical as Icelandic parliamentarians observe themselves as very risk averse decision makers while there are clear indications of high risk of cost overruns in public projects.

Lesa meira

15.2.2015 Ritrýnt efni Stjórnun : Hvernig á að innleiða gæðastjórnunarkerfi?

How to implement a quality management system? (Article in Icelandic).

Höfundar

Helgi Þór Ingason

Ágrip

Innleiðing ISO 9001 gæðastjórnunarkerfa hjá 21 fyrirtæki var könnuð með viðtölum við gæðastjóra fyrirtækjanna. Almennt virðist sem fyrirtækin líti á innleiðinguna sem verkefni, og þau beita hefðbundnum aðferðum verkefnastjórnunar; þó í mismunandi mæli og á mismunandi vegu.
Jákvæðni og þátttaka stjórnenda þjónaði lykilhlutverki í árangursríkri framkvæmd ­ ásamt virkri þátttöku starfsmanna, sem og undirbúningi og markmiðssetningu. Fullyrða má að fyrirtæki sem kortlögðu innri kostnað sinn við innleiðinguna, það er kostnað vegna þátttöku starfsmanna sinna,
luku innleiðingunni á áætluðum tíma ­ sem var áberandi skemmri en hjá fyrirtækjum sem ekki tóku tillit til þessa innri kostnaðar.

Abstract

The implementation of ISO 9001 QMS in 21 organization in Iceland was investigated by interviewing the quality managers. In general, the organizations claimed that they regarded the implementation as a project and applied project management methodology, to some extent. Among key factors in a successful implementation is the positive attitude and direct participation of managers, in addition to active participation of the employees, good preparation and goal setting. It can be stated that organizations that took into account their internal cost ­ cost of employee participation ­ concluded successful implementation on schedule. The time it took those companies to implement QMS was much shorter than for the organizations that did not take this internal cost into account.

 

 

Lesa meira