2015 - 21 (1): Samgöngur

Fyrirsagnalisti

11.3.2015 Mannvirki Ritrýnt efni Samgöngur : Greining sveigjanlegra vegbygginga

Analysis of flexible road structures. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þorbjörg Sævarsdóttir , Sigurður Erlingsson

Ágrip

Aðferðir við burðarþolshönnun vega hafa til langs tíma byggt á reynslu. Þessar aðferðir eru einfaldar en takmarkaðar og niðurstöðurnar oft einhæfar og ógagnsæjar. Víða er verið að þróa nýjar aflfræðilegar hönnunaraðferðir sem spá fyrir um niðurbrotshegðun vega sem fall af tíma. Hegðunin er háð mörgum ólíkum þáttum svo sem álagi, efnisvali, þykkt laga og umhverfisþáttum. Helsti veikleiki aflfræðilegu aðferðanna er takmörkuð þekking á áhrifum ýmissa umhverfisþátta (s.s. hitastigs, raka
og frosts/þíðu skipta) á efniseiginleika mismunandi laga vegarins og hver séu tengslin milli niðurbrotsferils vegarins og umhverfisþáttanna. Hröðuð álagspróf (APT) þar sem vegbygging var prófuð með þungum bílhermi (HVS) og svörun mæld sem fall af tíma voru notuð til að kanna og greina hvaða áhrif þung umferð og aukinn raki hefðu á vegbygginguna.

Abstract

Due to the complex behaviour of pavements most traditional pavement design is done with empirical methods that are based on long­term experience. Due to their simplicity, one of their limitations is that they cannot be extrapolated with confidence beyond the conditions on which they are based. New mechanistic design methods are being developed to predict the behaviour of road structures. The behaviour depends on many factors such as the applied loads, the materials used, the thickness of the layers and the environmental conditions. One of the main limitations is the influence environmental conditions (such as temperature, moisture and frost/thaw variations) have on the materials and deterioration of road structures. Here accelerated pavement tests (APT), where instrumented pavement structures are tested using a heavy vehicle simulator (HVS), are used to examine the influence increased moisture content has on road structures and the accuracy of repeated tests is estimated.

 

Lesa meira