16.4.2014 Ritrýnt efni Umhverfi

Áhrif gæðakerfa vatnsveitna á lýðheilsu

Impact of water supply quality systems on public health. (Article in Icelandic).

DOI: https://doi.org/10.33112/ije.20.2 Fyrirspurnir: María J. Gunnarsdóttir, mariag@hi.is Grein samþykkt: 16.4.2014 Efnisorð: Innra eftirlit vatnsveitna, neysluvatn, lýðheilsa. Keywords: Water safety plan, drinking water, public health.

Höfundar

María J. Gunnarsdóttir, Sigurður M. Garðarsson, Guðrún Sigmundsdóttir

Ágrip

Aðgangur að nægu og hreinu drykkjarvatni er ein af undirstöðum lýðheilsu og velferðar í hverju samfélagi. Mikilvægt er að tryggja að vatn njóti verndar bæði lagalega og í allri umgengni um vatnsauðlindina. Á Íslandi var neysluvatn flokkað sem matvæli í matvælalöggjöf árið 1995. Með þeirri löggjöf voru lagðar skyldur á vatnsveitur að beita kerfisbundnu fyrirbyggjandi innra eftirliti til að tryggja gæði neysluvatns samhliða lögbundnu ytra eftirliti heilbrigðiseftirlits og var Ísland þar meðal fyrstu þjóða til að lögleiða innra eftirlit í vatnsveitum, svonefnt gæðakerfi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif þessarar lagasetningar á heilsufar íbúa. Það var gert með því að skoða skráningu á niðurgangi hjá heilsugæslustöðvum og bera saman tíðni hans við vatnsveitur sem voru með og án innra eftirlits og þjónuðu svæði heilsugæslustöðvanna. Niðurstöðurnar sýndu marktækt lægri tíðni niðurgangs á svæðum þar sem vatnsveitur höfðu sett upp innra eftirlit.

Abstract

Access to adequate and clean drinking water is one of the fundamentals of public health and a good and prosperous society. A comprehensive regulatory framework as well as institutional guidelines and procedures are necessary to secure this at any time. Iceland was one of the first countries to categorize drinking water as food in legislation passed in 1995. According to the legislation water utilities are obligated to implement systematic preventive management, Water Safety Plan, to ensure good quality water in conjunction with the regular external control by the regulator. The aim of the research was to evaluate the effect of the legislation on public health. This was done by evaluating change in incidence of clinical cases of diarrhea using comprehensive surveillance data from Primary Health Care Centers and compare with water utilities serving the area with and without water safety plan. The results of the research show significant reduction in diarrhea risk.

 

Sjá nánar í PDF viðhengi / See more in PDF file