2014 - 20 (1)
Fyrirsagnalisti
Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð
Impact of quality management on the construction industry. (Article in Icelandic).
Höfundar
Anna Hulda Ólafsdóttir, Helgi Þór Ingason
Ágrip
Greinin er byggð á meistaraverkefni Önnu Huldu Ólafsdóttur í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2011. Helsta markmið verkefnisins var að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð en sérstök áhersla var lögð á að skoða áhrif gæðastjórnunar á verkkaupa og sér í lagi hvort marktækur munur væri á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem störfuðu eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem ekki störfuðu
eftir gæðastjórnunarkerfi. Spurningalisti var lagður fyrir verkkaupa og verktaka og og gögnin notuð til að mæla fylgni milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka við þætti úr könnun verktaka, eins og hvort hann starfar eftir gæðastjórnunarkerfi. Helstu niðurstöður eru að marktækur munur og sterk fylgni mældist milli
ánægju verkkaupa með framkvæmd og hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi. Einnig sýna niðurstöður að þeir verktakar sem segjast starfa eftir gæðastjórnunarkerfi beita markvissari og skilvirkari vinnubrögðum en þeir sem starfa ekki eftir slíku kerfi.
Abstract
The paper is based on Anna Hulda Ólafsdóttir's master's thesis conducted in Industrial engineering at the University of Iceland in 2011. The objective of the thesis was to examine the effect of quality management system (QMS) in the Icelandic construction industry. Particular emphasis was placed on examining how quality
management affects the client and whether differences exist in client satisfaction with regard to project execution depending on whether the project involved is completed by contractors that
work in accordance with a quality management system. Also to examine whether there is a discernable difference in the working methods of those contractors who claim to work in accordance with a QMS compared to those who do not. A questionnaire was designed and circulated among clients and contractors in an effort
to answer these questions. The main conclusions drawn from the thesis were that there is a strong correlation between client satisfaction with a project's execution depending on whether or not the contractor conducts his operations in accordance with a QMS. It was also concluded that those contractors who claim to conduct their operations in accordance with a QMS employ much better aimed and effective working methods compared to those contractors who do not.
Lesa meira
Er virði í vottun?
Is certification worth it? (Article in Icelandic).
Höfundar
Ari Hróbjartsson , Helgi Þór Ingason , Haukur Ingi Jónasson
Ágrip
Á undanförnum árum hafa mörg íslensk fyrirtæki innleitt gæðastjórnunarkerfi á grunni ISO9001 staðals og fengið vottun. Engin fjárhagsleg greining hefur verið gerð á því hvort vottun skilar íslenskum fyrirtækjum fjárhagslegum ávinningi, þó gerðar hafi verið nokkrar almennar athuganir á útbreiðslu vottunar og viðhorfum fyrirtækja til vottunar. Í þessari rannsókn eru tekin til skoðunar öll íslensk fyrirtæki með ISO9001 vottun sem störfuðu á samkeppnismarkaði og þau borin saman við sambærileg fyrirtæki sem ekki höfðu vottun, til að kanna hvort greina mætti mun á þessum fyrirtækjahópum hvað varðar ýmsar fjárhagslegar kennistærðir. Niðurstaðan er meðal annars sú að vottuðu fyrirtækin hafa hærri söluhagnaðarhlutfall og hærra eiginfjárhlutfall en þau óvottuðu.
Abstract
In recent years, a number of Icelandic organizations have implemented a quality management system based on the ISO9001 standard and been certified. No effort has yet been made to analyse if certification leads to any financial benefits, yet there have been some general assessments of the distribution certified quality management systems. This paper reports from a study of all ISO9001 certified organizations in Iceland, operating in a competitive environment. They were compared to similar organizations not certified to assess if any differences could be found in some financial
variables between the two groups. The study shows that the certified organizations have higher return on sales and higher equity ratio.
Lesa meira