5.1.2016 Ritrýnt efni Umhverfi

Íslenskt neysluvatn: Yfirlit og staða gæða

Icelandic drinking water: Overview and status of quality. (Article in Icelandic).

DOI: https://doi.org/10.33112/ije.22.3 Fyrirspurnir: María J. Gunnarsdóttir Grein samþykkt: 5.1.2016 Efnisorð: Gæði neysluvatns, reglugerð um neysluvatn, vatnsveitur. Keywords: Drinking water quality, drinking water regulation, water supply.

Höfundar

María J. Gunnarsdóttir, Sigurður M. Garðarsson, Sigrún Ólafsdóttir

Ágrip

Aðgengi að heilnæmu vatni er ein af mikilvægustu stoðum lýðheilsu í hverju landi. Helsta ógnin við heilnæmi neysluvatns er saurmengun og það er hún sem veldur flestum vatnsbornum faröldrum. Gerð hefur verið samantekt á örveruástandi neysluvatns á Íslandi fyrir árin 2010-2012 bæði eftir stærð vatnsveitna og eftir heilbrigðiseftirlitssvæðum. Þar kemur fram að örveruástand er almennt gott hjá stærri vatnsveitum en lakara hjá þeim minni. Eiturefni yfir heilsufarsmörkum er mjög sjaldgæft í neysluvatni hér á landi. Samanburður við lönd Evrópusambandsins sýnir að ástandið er svipað hér á landi og þar er varðar örverur en með því besta er varðar eiturefnin. Gerðar eru tillögur til úrbóta til að tryggja betur gæði neysluvatns. Sérstaklega þarf að lagfæra ástandið hjá minni vatnsveitunum. Einnig þarf að bæta skráningu á frávikum og eftirfylgni með þeim. Vatnsveitur eiga að hafa innra eftirlit og auka þarf eftirfylgni með að því sé komið á og einnig að gera reglulegar úttektir á virkni þess.

Abstract

Safe drinking water is one of the fundaments of public health. The main threat to water safety is faecal contamination which is the reason for most waterborne outbreak. In this research microbiological status of drinking water in Iceland for the period 2010-2012 was analyzed, both
according to size and areas of the local competent authorities. It reveals that microbiological status is mostly good at the larger water supplies but less so at the smaller ones. Non-compliance in health-based chemical parameters is very rare. Comparison with countries within the European Union reveals that microbiological status is similar in Iceland whereas compliance in health based chemicals are among the best in Europe. Recommendation for improvements to secure water safety are discussed.
It is especially important to improve the situation within the small supplies. Registration of incidents and feedback is lacking and needs to be improved. Water supply are supposed to have a water safety plan in place however there is a need to follow up on implementation and external audit of theseto verify functionality.

 

Sjá nánar í PDF viðhengi / See more in PDF file