13.1.2016 Jarðtækni Mannvirki Ritrýnt efni

Tjónnæmi lágreistra íbúðarhúsa byggt á gögnum frá Suðurlandsskjálftunum 2000 og 2008

Vulnerability of low-rise residential buildings based on data from The South Iceland earthquakes of 2000 and 2008. (Article in Icelandic).

DOI: https://doi.org/10.33112/ije.22.2 Fyrirspurnir: Bjarni Bessason, bb@hi.is Grein samþykkt: 13.1.2016 Efnisorð: Lærdómur af jarðskjálftum, lágreist hús, steinsteyptar byggingar, timburhús, tölfræði tjóns. Keywords: Learning from earthquakes, low-rise buildings, RC-buildings, timber buildings, vulnerability, damage statistics.

Höfundar

Bjarni Bessason , Jón Örvar Bjarnason 

Ágrip

Í júní 2000 urðu tveir jarðskjálftar á Suðurlandi af stærðinni Mw 6,5 og í maí 2008 varð einn til viðbótar af stærðinni Mw6,3 í Ölfusi. Útgildi hröðunar var yfir 0,6 g (g er þyngdarhröðun jarðar) í öllum
þessum þremur skjálftum. Um 9.500 íbúðarbyggingar eru staðsettar á áhrifasvæði þessara skjálfta. Töluvert tjón varð í skjálftanum, en til allrar hamingju urðu nánast engin slys á fólki og ekkert dauðsfall. Allar byggingar á Íslandi eru skráðar í opinberri fasteignskrá sem inniheldur margvíslegar upplýsingar um þær. Samkvæmt lögum eru allar fasteignir landsmanna tryggðar gegn náttúrvá hjá Viðlagatryggingu Íslands. Til að meta tryggingarbætur eftir skjálftana voru matsmenn fengnir til að skoða skemmdir og áætla viðgerðarkostnað fyrir allar byggingar á svæðinu, þar sem tilkynnt var um tjón. Mesta tjónið reyndist vera nálægt upptökum og þá gjarnan í 0-10 km fjarlægð frá kortlögðum jarðskjálftasprungum. Tjón í fyrri tveimur 6,5 skjálftunum var meira og útbreiddara en í 6,3
skjálftanum. Í öllum þremur var töluvert um byggingar sem sluppu án skemmda. Mesta tjónið reyndist vera útlitstjón á léttum innveggjum og gólfefnum sem og skemmdir á innréttingum. Nýrri byggingar sem hannaðar voru eftir innleiðingu jarðskjálftastaðla stóðu sig að jafnaði betur en eldri byggingar. 

Abstract

In June 2000, two Mw6.5 earthquakes occurred in South Iceland and in May 2008 an Mw6.3 quake struck in the same area. High PGAs (>0.6 g) were registered in all three events. The epicentres were located in an agriculture region and close to small towns and villages. In total, nearly 9,500 residential
buildings were affected. A great deal of damage occurred but there was no loss of life. Insurance against natural disasters is obligatory for all buildings in Iceland and they are all registered in a comprehensive property database. Therefore, after each earthquake a field survey was carried out where damage and repair costs were estimated for every structure. Most of the damage was observed in the near-fault area (0-10km) but at longer distances it was significantly less. The damage in the two Mw6.5 events was considerably greater than in the Mw6.3 event. In all the events a high proportion of buildings suffered no damage, even in the near-fault area. The main damage was nonstructural, in interior walls and flooring. New buildings built after implementation of seismic codes performed better than those built pre-code.

Sjá nánar í PDF viðhengi / See more in PDF file