2023 - 29 (1): Stjórnun

Fyrirsagnalisti

30.12.2023 Ritrýnt efni Stjórnun : Megaprojects and their potential impacts on innovation and technological progress.

Risaverkefni og möguleg áhrif þeirra á nýsköpun og tækniframfarir. (Greinin er á ensku).

Höfundar

Prof. Dr. Werner Rothengatter.

Ágrip

Risaverkefni (e. Megaprojects) eru mjög flókin vegna tæknilegra, efnahagslegra, fagurfræðilegra og pólitískra þátta og eiga sér jafnan öfluga talsmenn en einnig harða andstæðinga. Í hagfræðiritum er ríkjandi viðfangsefni greining á mistökum og áhrifum þeirra á kostnað og framkvæmdatíma. Fjöldi tilvika og tölfræðilegra greininga hafa sýnt fram á að þessi mistök eru ekki handahófskennd heldur tengjast frekar dæmigerðum ferlum við skipulagningu og framkvæmd risaverkefna. Ekki er hægt að nota þessi dæmigerðu mistök sem algild rök gegn risaframkvæmdum almennt. Það eru mörg dæmi um risaverkefni sem hafa reynst hagkvæm, jafnvel eftir erfiðleika á upphafsstigum verkefnisins. Risaverkefni geta stuðlað að nýsköpun og tækniframförum. Þetta er hægt að greina á örkvarða með ítarlegri virknigreiningu og umfangsmeiri kvarða með því að búa til líkan af innbyggðum vaxtaráhrifum. Hægt er að nota kerfishreyfingu (e. system dynamics) og samþætt matslíkön til að bera kennsl á möguleika risaverkefna til að undirbyggja tækniframfarir. Þar sem risaverkefni, sem hugsanlega fela í sér möguleika á tækniframförum, krefjast langtíma- og að hluta til spámennsku greiningar varðandi kostnað og ávinning er nauðsynlegt að framkvæma vandaðar áhættugreiningar til að forðast fjárhagslegt tap vegna takmarkaðra verkefnaáætlana og hlutdrægni sem á rætur í óhóflegri bjartsýni.

Abstract

Megaprojects show high complexity due to technological, economic, aesthetic, and political characteristics, and find strong promoters as well as strong opponents. In economic literature the analysis of failures and their impacts on cost and time overruns is dominating. Many examples, case studies and statistical analyses underline that these failures are not distributed randomly but rather are linked to typical processes involved in the organization, planning, procurement, and implementation of megaprojects. However, these typical failures cannot be used as a general argument against the planning of megaprojects. There are also several examples existing for large projects which have turned out economically successful, even after difficult start-up phases. Megaprojects may foster innovation and technical progress in economic sectors. This can be identified and analyzed on the micro-scale by detailed activity analysis and in the macro-scale by modeling endogenous growth impacts. System dynamics and integrated assessment models can be used for identifying the potential of megaprojects for fostering technological change. As megaprojects promising potentials for technological change require long-term and partly speculative projections of costs and benefits it is necessary to carry out careful risk analyses for avoiding investment failures caused by immature project plans and optimism biases.  

 

Lesa meira

16.11.2023 Annað efni Stjórnun : Gerðardómar – kjörin leið til að leysa úr ágreiningi sem tengist verkfræðilegum viðfangsefnum

Arbitration – the preferred way to resolve disputes related to engineering matters. (Article in Icelandic).

Höfundar

Þröstur Guðmundsson

 

Ágrip

Íslenskir gerðardómar byggja á lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Þó gerðardómar hafi um langt skeið verið valkostur við úrlausn deilumála í viðskiptum og viðskiptasamningum á Íslandi þá hefur notkun þeirra við úrlausn deilumála í verkfræðilegum viðfangsefnum verið takmörkuð. Fyrir þessu kunna að vera margar ástæður en ein þeirra er skortur á upplýsingum og þekkingu. Í þessari grein er leitast við að draga fram kosti og galla gerðardóma í samanburði við rekstur mála fyrir almennum dómstólum. Auk gerðardóma fyrir viðskiptasambönd þekkjast gerðardómar sem snúa að launa- og kjaramálum en slíkir gerðardómar eru fyrir utan viðfangsefni þessarar umfjöllunar.

 

 

Lesa meira