2019 - 25 (1): Umhverfi

Fyrirsagnalisti

18.12.2019 Ritrýnt efni Umhverfi : Áhrif loftlagsbreytinga á vatnsveitur og vatnsgæði á Íslandi – áhættuþættir og aðgerðir

Impact of climate change on water supply and water quality in Iceland - risk factors and measures. (Article in Icelandic).

Höfundar

María J. GunnarsdóttirSigurður Magnús Garðarsson, Hrund Ó. Andradóttir og Alfreð Schiöth

Ágrip

Loftlagsbreytingar munu hafa áhrif á vatnsveitur og vatnsgæði með ýmsum hætti. Það eru fyrst og fremst þrír veðurtengdir þættir sem hafa áhrif: hærri lofthiti; hækkun á sjávarstöðu; og svæðisbundnar árstíðarbundnar breytingar á úrkomu í bæði magni og ákafa. Í þessari rannsókn voru rýndar erlendar og íslenskar greinar og skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á vatnsauðlindina með áherslu á norðurslóðir. Gerð var greining á ýmsum áhættuþáttum er varðar gæði neysluvatns með greiningu á gögnum úr reglulegu eftirliti heilbrigðiseftirlita landsins með vatnsveitum og vatnsgæðum. Einnig var gert gróft hættumat á að skriðuföll eða flóð eyðilegðu vatnsból á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Helstu niðurstöðurnar eru þær að loftlagsbreytingar auka hættu á truflun á rekstri vatnsveitna og á mengun neysluvatns. Á eftirlitssvæði Norðurlands eystra eru meira en helmingur vatnsbóla í hættu á skemmdum vegna skriðufalla og á 5% vatnsbóla er skriðuhættan mikil, en flóðahætta er lítil á öllu svæðinu. Hættan er mjög mismunandi eftir landssvæðum og er almennt séð meiri hjá minni vatnsveitum. Í lokin eru settar fram tillögur byggðar á greiningunni um nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við áhættuþáttunum. 

Abstract

Climate change is expected to have impact on water supply and drinking water quality in Iceland. Foremost there are three influential weather-related factors; increase in temperature; rise in sea level; and seasonal and regional change in precipitation in both quantity and intensity. In this study international and local reports and articles were analyzed for expected impact on the water resource with emphasis on the northern and the arctic region. Water quality risk factors were analyzed based on surveillance data of the water supplies from the Local Competent Authorities. Preliminary risk assessment of landslides and flooding was performed in one surveillance area in northern Iceland. 

Lesa meira

7.12.2019 Ritrýnt efni Umhverfi : Fýsileiki virkjunar sólarorku á norðurslóðum: Reynsla af sólarpanelum IKEA á Íslandi

Feasibility of a small-scale photovoltaic systems in cold climate: IKEA solar array case study.

Höfundar

Sindri Þrastarson,   Björn Marteinsson , Hrund Ó. Andradóttir. 

Ágrip

Á síðustu áratugum hefur verið gríðarleg þróun í nýtni á sólarsellum í heiminum og framleiðslukostnaður þeirra hefur lækkað mikið. Norðurlöndin hafa tekið markviss skref í að innleiða sólarsafnkerfi þrátt fyrir takmarkaða inngeislun á veturna. Þáttaskil urðu á Íslandi þegar IKEA setti upp safnkerfi 65 sólarpanela með 17,55 kW framleiðslugetu í Garðabæ sumarið 2018. Markmið þessa verkefnis var að meta fýsileika sólarsella í Reykjavík á grundvelli mældrar heildargeislunar í Reykjavík, framleiddri orku safnkerfis IKEA og fræðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heildargeislun í Reykjavík (64°N, 21° V) var að meðaltali um 780 kWh/m2 á ári (árin 2008-2018), þar af mest 140 kWh/m2 í júlí og minnst 1,8 kWh/m2 í desember. Orkuframleiðsla á ársgrundvelli er hámörkuð ef sólarsellur snúa í suður í 40° halla, en lægri halli skilar sambærilegum árangri á sumrin. Hægt er að auka framleiðslu með því að auka halla panela á veturna yfir 60°. Safnkerfi IKEA framleiddi rúmlega 12 MWh á 12 mánaða tímabili, og var sköluð árleg orka (árs orku framleiðsla deilt með hámarksafli kerfis) 712 kWh/kW. Nýtingarhlutfall kerfis, þ.e. hlutfall af mestu hámarksnýtingu, reyndist vera 69% , sem er um 10% lægra en mælst hefur í tveimur viðmiðunarrannsóknum á norðurslóðum. Rekja má þennan mun til snjó og skuggamyndunar á panela IKEA auk þess að ekki reyndist unnt að setja panela í kjörhalla vegna tæknilegra takmarkana. Endurgreiðslutími fjárfestingar IKEA reiknast sem 24 ár, sem tekur mið af lágu raforkuverði á dreifikerfi í Reykjavík og ófyrirsjáanlegs hás uppsetningarkostnaðar. Sólarorka getur verið ákjósanlegur valkostur í orkuframleiðslu á Íslandi þegar horft er til framtíðar, meiri reynsla hefur náðst í nýtingu og ef hægt er að selja raforkuna inn á dreifikerfið

Abstract

The efficiency and production costs of solar panels have improved dramatically in the past decades. The Nordic countries have taken steps in instigating photovoltaic (PV) systems into energy production despite limited incoming solar radiation in winter. IKEA installed the first major PV system in Iceland with 65 solar panels with 17.55 kW of production capacity in the summer of 2018. The purpose of this research was to assess the feasibility of PV systems in Reykjavík based on solar irradiation measurements, energy production of a PV array located at IKEA and theory. Results suggests that net irradiation in Reykjavík (64°N, 21° V) was on average about 780 kWh/m2 per year (based on years 2008-2018), highest 140 kWh/m2 in July and lowest 1,8 kWh/m2 in December. Maximum annual solar power is generated by solar panels installed at a 40° fixed angle. PV panels at a lower angle produce more energy during summer. Conversely, higher angles maximize production in the winter. The PV system produced over 12 MWh over a one-year period and annual specific yield was 712 kWh/kW and performance ratio 69% which is about 10% lower than in similar studies in cold climates. That difference can be explained by snow cover, shadow falling on the panels and panels not being fixed at optimal slope. Payback time for the IKEA PV system was calculated 24 years which considers low electricity prices in Reykjavik and unforeseen high installation costs. Solar energy could be a feasible option in the future if production- and installation costs were to decrease and if the solar PV output could be sold to the electric grid in Iceland.

Lesa meira