2019 - 25 (1): Stjórnun

Fyrirsagnalisti

16.12.2019 Ritrýnt efni Stjórnun : Verkefnastjórnun á Íslandi og víðar: Væntanleg þróun verkefnastjórnunar og verkefnastjórnunar sem faggreinar - Grein 3 af 3. (Greinin er á ensku).

Project Management in Iceland and Beyond: Expected Future Trends for Project Management and the Project Management Profession - Paper 3 of 3

Höfundar

Helgi Þór Ingason, Þórður Víkingur Friðgeirsson , Haukur Ingi Jónasson.  

Ágrip

Í þessari þriðju grein um sögu, stöðu og þróun verkefnastjórnunar á Íslandi beinum við sjónum okkar að framtíðinni og veltum fyrir okkur hvernig þessi faggrein gæti þróast á komandi árum. Byggt er á nýlegri rannsókn frá Þýskalandi þar sem fjórtan framtíðarstraumar og -stefnur í faginu voru skilgreindar, án þess þó að forgangsraða þeim eða raða eftir mikilvægi. Til að greina mikilvægustu framtíðarstrauma vekrefnastjórnunar á Íslandi var Delphi aðferð beitt og niðurstaðan var sú að fjórir mikilvægustu framtíðarstraumarnir væru (1) Verkefnadrifnar skipulagsheildir; (2) Verkefnastjórnun fær aukið vægi og viðurkenningu á borði fyrirtækjastjórna; (3) Aukið flækjustig og áhrif þessa á verkefnin og (4) Verkefnastjórnun verður viðurkennd faggrein. Rýnihópur sérfræðinga spáði í þessar almennu niðurstöður og dýpkaði þær.

Abstract

In this third paper under the heading Project management in Iceland, future trends in the project management and within the project management profession are investigated and benchmarked against recent research in Germany on the same topic. Fourteen interrelated future trends were identified but neither prioritized nor relatively weighted. To detect the most important future trends of project management in Iceland, a two-round Delphi survey was arranged to rank them according to significance. The four most important future trends are: (1) Project-oriented organizations; (2) Project management being acknowledged and discussed in corporate boardrooms; (3) Increased complexity and how this affects projects, and (4) Professionalization of project management. An expert focus group was established to elaborate on these future trends.

Lesa meira

16.12.2019 Ritrýnt efni Stjórnun : Verkefnastjórnun á Íslandi: Núverandi og framtíðar mikilvægi verkefnastjórnunar innan íslenska hagkerfisins - Grein 2 af 3. (Greinin er á ensku). Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy - Paper 2 of 3

Project Management in Iceland: Current and Future Importance of Project Management within the Icelandic Economy - Paper 2 of 3

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Haukur Ingi Jónasson.

Ágrip

Verkefni og stjórnun þeirra hefur þróast frá því að vera aðferðafræði við áætlunargerð til viðurkenndrar atvinnugreinar sem skiptir sköpum í samfélagi okkar daga. Þessi grein er önnur í röð þriggja undir heitinni Verkefnastjórnun á Íslandi og fjallar um mikilvægi verkefnastjórnunar innan íslenskra fyrirtækja og hlut verkefna í íslenska hagkerfinu. Þá eru birtar tvær íslenskar atvinnulífskannanir sem styðja við greiningu á hvað ætla má að muni gerast með fagsviðið verkefnastjórnun í næstu framtíð. Greinin sýnir fram á mikilvægi verkefnastjórnunar á Íslandi sem hlutfall af vinnsluvirði atvinnuvega hagkerfisins, þ.e. tekjum að frádregnum aðfangakostnaði. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að nálægt þriðjungur af vinnsluvirðinu megi rekja til verkefna. Ennfremur kemur fram að hlutur verkefna mun aukast í næstu framtíð. Niðurstöðurnar eru skilaboð til atvinnulífsins og yfirvalda um þá stefnumótun sem þarf að vinna og útfæra t.d. hvað varðar nauðsynlega fagþekkingu fyrir þarfir samfélagsins á næstu árum. Loks greinir rannsóknin frá tveimur mismunandi aðferðum til að mæla mikilvægi, áhrif og aðra þróun hins “verkefnavædda” samfélags á hverjum tíma.

Abstract

The project management profession has evolved from being a simple technical approach to planning to becoming a full-fledged profession that plays an essential role within the global economy. This paper, which is the second of three under the general heading Project management in Iceland, looks at the importance of project management within Icelandic organizations and the Icelandic economy. The paper explores the developmental path of the project management profession, looks at the current state of affairs, and identifies possible future trends though two surveys conducted Iceland. This study reveals the importance of project management in Iceland, a developed Nordic country, as a proportion of its economy. The study indicates that close to one third of the Gross Value Added (GVA) in the Icelandic economy is based on project-related work. The study, furthermore, indicates that the importance and application of project management will increase in the near future. This sends a clear message to both industry and the public sector on what kind of strategic and tactical alignments and what kind of professional competences are needed for future economy and society. Furthermore, the study describes - and deploys - two methods that can be used to measure the importance and trends within the project management profession and as indicators of what has been named “projectification" of society.  

 

Lesa meira

16.12.2019 Ritrýnt efni Stjórnun : Þróun verkefnastjórnunar á Íslandi: Leiðin að starfsgrein - Grein 1 af 3. (Greinin er á ensku).

The Evolution of Project Management in Iceland: The Path to a Profession - Paper 1 of 3

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Þórður Víkingur Friðgeirsson, Haukur Ingi Jónasson.

Ágrip

Upphaf verkefnastjórnunar um miðja 20. öld fólst í þróun aðferða innan fræðasviðs aðgerðarannsókna, til að gera áætlanir fyrir tímabundin og afmörkuð viðfangsefni. Síðan þá hefur verkefnastjórnun þróast ört og í dag er hún viðurkennd sem mikilvæg alþjóðleg atvinnugrein með fræðilegar grunnstoðir, skilgreind hæfniviðmið, alþjóðlega staðla og tilvísanir í bestu starfshætti. Ísland er athyglisvert dæmi um það hvernig ný atvinnugrein verður til í þróuðu vestrænu samfélagi. Á Íslandi hefur orðið til blómlegur vettvangur fyrir verkefnastjórnun. Þessa þróun má meðal annars merkja með framboði vandaðra námslína á grunnstigi og framhaldsstigi háskóla, en einnig í vaxandi eftirspurn eftir faglegum verkefnastjórum á flestum sviðum atvinnulífsins, bæði opinberrar starfsemi og einkageirans. Hins vegar er einnig athyglisvert að þegar kemur að svokallaðri verkefnastjórnsýslu er Ísland skemmra á veg komið en hefðbundin viðmiðunarlönd eins og Noregur, Bretland og Svíþjóð. Hér er meðal annars vísað til þess að í þessum viðmiðunarlöndunum má finna skýr og samræmd viðmið við gerð áætlana og undirbúning ákvarðana um að ráðast í stór opinber innviðaverkefni. Verkefnastjórnunarfélag Íslands gæti tekið enn sterkara leiðandi hlutverk í að fara fyrir þróun fagsviðs verkefnastjórnunar á Íslandi.

Abstract

The birth of project management as discipline during the mid 20th century was not the birth of a profession, but rather an important enhancement of planning techniques to tackle temporary and timelimited endeavors. Project management has since evolved and matured to be currently recognized as an important international profession with unique accredited procedures, international standards, best practice references and theoretical platforms. Iceland is an interesting example of how the path to a profession is paved in a developed Western society. Entrepreneurs channeled international development into business-driven projects, and the academia followed the suit. Iceland currently has a thriving forum for project management as a professional discipline. This development is arguably best displayed by some impressive educational programs that were developed by path-finding consultants, within universities and post-graduate study lines, and in the increasing demand for professional project managers in most areas of public and private sectors. However, it is also noteworthy that in one specific domain Iceland is atypical among countries often seen as international benchmarks, e.g. Norway, the UK and Sweden, and that is the fractional public project governance framework, which might also explain why the Icelandic Project Management Association has not yet fully actualized its full potential as a professional leader for project management in Iceland.

 

 

Lesa meira