2017 - 23 (1): Umhverfi

Fyrirsagnalisti

13.9.2017 Ritrýnt efni Umhverfi : Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi

Key elements in the implementation of sustainable surface drainage solutions in Iceland. (Article in Icelandic).

Höfundar

Eyrún Pétursdóttir , Hrund Ó. Andradóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir.

 

Ágrip

Þétting byggðar og ákafari rigningarskúrir vegna hlýnunar jarðar auka álag á hefðbundin frárennsliskerfi sem safna ofanvatni í neðanjarðar lagnir. Ef ekkert er aðhafst þá getur tíðni flóða í þéttbýli aukist, með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir umhverfi og heilsu fólks. Til lausnar þessa vanda er horft í æ ríkara mæli til blágrænna ofanvatnslausna sem vistvænnar og hagrænnar leiðar til þess að meðhöndla magn og gæði ofanvatns. Blágrænar ofanvatnslausnir eins og græn þök, grænir geirar og svæði, stundum nefnd græna netið, tjarnir og regnbeð, hægja á flæði vatns og stuðla að náttúrulegri hreinsun á skaðlegum efnum sem koma frá bílaumferð, malbikssliti, þakefnum og rusli. Blágrænar ofanvatnslausnir voru fyrst hannaðar í heilt hverfi á Íslandi í Urriðaholti í Garðabæ. Jafnframt hafa skipulagsreglugerð og landsskipulagsstefna lagt línurnar fyrir innleiðingu þeirra. Á Íslandi skortir hins vegar heildræna stefnu um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Þessi grein kynnir lykilþætti árangursríkrar innleiðingar blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi, byggt á rýni á áratuga reynslu Svía og Englendinga og núverandi laga-, skipulags-, þekkingar og gagnaumhverfi á Íslandi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að skerpa betur stefnu um meðhöndlun ofanvatns í landsstefnu. Í öðru lagi þarf að samtvinna innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna við skipulagsferlið, frá aðalskipulagi yfir í deiliskipulag. Við hönnun blágrænna ofanvatnslausna þarf þverfaglegt samstarf sérfræðinga m.a. á sviði skipulags- og veitumála, jarðfræði, landslagsarkitektúrs og umhverfismála. Samvinna, hlutverk og ábyrgð þátttakenda þarf að vera vel skilgreind í gegnum alla áfanga á lífsskeiði lausnanna, frá stefnumótun, til skipulags, hönnunar, framkvæmdar, reksturs og viðhalds. Styrkja þarf íslenskan gagnagrunn m.t.t. blágrænna ofanvatnslausna og auka almenna þekkingu og þjálfun hagsmunaaðila á viðfangsefninu til að stuðla að farsælli innleiðingu. 

Abstract

Existing urban drainage structures that collect stormwater in underground piping networks face increased pressure with urban densification and increased rainfall intensity with global warming. Urban flooding may become more frequent in the future posing economic, environmental and health risks. Sustainable Drainage Solutions (SuDS) are increasingly being considered as a natural and economical approach to surface water management. Ponds, vegetated swales, rain gardens and green roofs slow down the surface water flow and break down pollutants stemming from traffic, asphalt wear and roof materials. SuDS has been designed for one neighbourhood in Iceland, Urriðaholt. The Icelandic Planning Act and National Planning Strategy have set the base for the implementation of SuDS. Iceland, however, lacks a comprehensive strategy to obtain the benefits of SuDS. This article presents the key success factors for implementing SuDS in Iceland, based on a review of Sweden's and England ́s decadal experience, and current legal, planning, knowledge and data environment in Iceland. Firstly, it is important to clarify the strategic goals of urban runoff management in governmental policy documents. Secondly, the implementation of SuDS needs to be intertwined with the planning process both in municipal and detailed planning phases. A collaborative effort must be undertaken between sewer specialists, planners and other professionals to develop novel surface water collection approaches with respect to local conditions. Collaboration, roles and responsibilities must be clear and identified throughout the SuDS life cycle, from strategy, planning and design, to construction, operation and maintenance. More interdisciplinary research needs to be conducted with regards to SuDS, and communicated to local stakeholders to improve their general knowledge on SuDS.  

Lesa meira