2013 - 19 (1): Stjórnun

Fyrirsagnalisti

15.6.2012 Ritrýnt efni Stjórnun : Í upphafi skal endinn skoða. - Lagasetning skoðuð út frá aðferðum verkefnastjórnunar.

In the beginning, the end should be examined. -Legislation examined based on project management methods. (Article in Icelandic).

Höfundar

Ásgerður I. Magnúsdóttir, Helgi Þór Ingason, Haukur Ingi Jónasson


Ágrip

Lagasetning er endapunkturinn í ákvörðunarferli um að ráðast í tilteknar breytingar og leiðir yfirleitt til verkefna sem geta verið af öllum stærðum og gerðum. Miklu skiptir að ráðist sé í rétt verkefni á réttum forsendum og þau leiði til þeirrar niðurstöðu sem er vænst. Skortur er á að heildstætt mat sé gert á verkefnum sem lög leiða til, áður en lögin eru samþykkt. Slíkt mat ætti heima í almennri greinargerð og fylgiskjölum með frumvörpum. Greinagerðir með frumvörpum eru ekki samræmdar og mikið skortir á að alltaf séu tilteknir þættir sem varða afmörkun, verkþætti, tíma, heildarkostnað, hagsmunaðila og áhættur verkefna sem framkvæma þarf verði frumvarp að lögum. Gæðaeftirlit er einnig mismunandi eftir gerð frumvarpa. Hér eru mikil tækifæri til að bæta stjórnsýsluna. Settar eru fram tillögur til úrbóta.

Abstract

Writing legislation is the final part of a decision process to enforce change. The new legislation typically leads to various projects. It is imperative the proper projects are chosen, based on the appropriate assumptions and that they lead to the required final results. There is no holistic assessment of projects that will be resulted by laws, before the legislation is formally adopted. A general explanatory report is written but it is not standardized and important aspects are often omitted, such as scope, activities, time, total cost, interested parties and risk. Formal review of the legislation under development is also quite different, depending on the type of bill. There is a good opportunity for improvements in this area and some suggestions are put forwards.

 

Lesa meira