Leiðbeiningar fyrir höfunda

Reglur um undirbúning handrita og frágang.

Handrit greina er eingöngu ritrýnt berist ósk þess efnis frá höfundi. Höfundur ritrýndrar greinar stingur upp á aðilum sem koma til greina sem ritrýnendur að greininni. Ritnefnd velur þá að minnsta kosti tvo ritrýnendur sem skulu vera úr hópi fremstu sérfræðinga á því sviði sem greinin varðar til að annast ritrýnina í samræmi við neðangreint verklag.

Miðað er við að framsetning efnis sé í samræmi við venjur sem gilda í virtum erlendum vísindatímaritum. Nota skal APA kerfið við framsetningu efnis, þetta á meðal annars við um gerð heimildaskrár, tilvísanir í texta, töflur og myndir, kaflafyrirsagnir og lengd beinna tilvitnanna. Greinar skulu vera vel yfirfarnar með tilliti til málfars og framsetningar.

Fremst í grein skal koma fram heiti greinar sem skal vera stuttur en jafnframt lýsandi fyrir efni greinarinnar. Því næst skal geta höfunda/r greinarinnar og vinnustað og heimilsfang vinnustaðar sem og netfang þess höfundar sem hafa skal samband við varðandi efni greinarinnar. Allir kaflar og undirkaflar skulu vera númeraðir. Öll tákn og skammstafanir sem notuð eru í greininni skulu vera útskýrð strax og þau koma fyrir. Tákn fyrir eðliseiginleika skulu fylgja Commission for Symbols, Units and Nomenclature of the International Union of Pure and Applied Physics. Allar tölur skulu vera skv. SI kerfinu (The International System of Units) og aukastafir afmarkaðir með kommu.

Greinin skal vera annað hvort á ensku eða íslensku. Í upphafi skal vera stuttur útdráttur á bæði íslensku og ensku að hámarki 300 orð hvor.

Handritinu skal í upphafi skilað í einu skjali sem inniheldur allar upplýsingar sem hér er krafist, texta greinarinnar, myndir, myndatexta, töflur og töflutexta og lista yfir heimildir. Að öllu jöfnu skal miða við hámarkslengd 20 blaðsíður, samtals með myndum og töflum, 12 punkta Times Roman letri og tvöföldu línubili.

Lögð er áhersla á að gott myndefni fylgi greinum. Myndir og töflur skulu vera með sem einföldustu sniði og skýringartexti fylgja með.

Eftir að grein er samþykkt skal höfundur senda inn lokahandrit og myndir skulu vera í prenthæfri upplausn.

Til nánari skýringa sjá einnig leiðbeiningar fyrir ritrýnendur og siðareglur tímaritsins.

Nánar um frágang handrita

Miðað er við að framsetning efnis sé í samræmi við venjur sem gilda í virtum erlendum vísindatímaritum. Nota skal APA kerfið við framsetningu efnis, þetta á meðal annars við um gerð heimildaskrár, tilvísanir í texta, töflur og myndir, kaflafyrirsagnir og lengd beinna tilvitnanna. Greinar skulu vera vel yfirfarnar með tilliti til málfars og framsetningar.

Fremst í grein skal koma fram heiti greinar sem skal vera stuttur en jafnframt lýsandi fyrir efni greinarinnar. Því næst skal geta höfunda/r greinarinnar og vinnustað og heimilsfang vinnustaðar sem og netfang þess höfundar sem hafa skal samband við varðandi efni greinarinnar. Allir kaflar og undirkaflar skulu vera númeraðir. Öll tákn og skammstafanir sem notuð eru í greininni skulu vera útskýrð strax og þau koma fyrir. Tákn fyrir eðliseiginleika skulu fylgja Commission for Symbols, Units and Nomenclature of the International Union of Pure and Applied Physics. Allar tölur skulu vera skv. SI kerfinu (The International System of Units) og aukastafir afmarkaðir með kommu.

Greinin skal vera annað hvort á ensku eða íslensku. Í upphafi skal vera stuttur útdráttur á bæði íslensku og ensku að hámarki 300 orð hvor. Í lok ágrips skulu koma fram lykilorð.

Handritinu skal í upphafi skilað í einu skjali sem inniheldur allar upplýsingar sem hér er krafist, texta greinarinnar, myndir, myndatexta, töflur og töflutexta og lista yfir heimildir. Að öllu jöfnu skal miða við hámarkslengd 20 blaðsíður, samtals með myndum og töflum, 12 punkta Times Roman letri og tvöföldu línubili.

Lögð er áhersla á að gott myndefni fylgi greinum. Myndir og töflur skulu vera með sem einföldustu sniði og skýringartexti fylgja með.

Eftir að grein er samþykkt skal höfundur senda inn lokahandrit og myndir skulu vera í prenthæfri upplausn.