Markmið og stefna

Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir hvers konar íslenskar rannsóknir á öllum fagsviðum verkfræði og tengdra greinum.

Verktækni - Tímarit Verkfræðingafélags Íslands (Icelandic Journal of Engineering) birtir ritrýndar rannsóknargreinar sem fjalla um verkfræði. Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir hvers konar íslenskar rannsóknir á öllum fagsviðum verkfræði og tengdra greinum. Sérstaklega er sóst eftir greinum sem fjalla um hagnýtingu verkfræði og raunveruleg dæmi um hana sem og greinar sem byggja á rannsóknarvinnu í doktors- og meistaraverkefnum.

Tímaritið birtir einnig yfirlitsgreinar, stuttar athugasemdir og umræður, svo og bókagagnrýni á sviði verkfræði.

Meginmál tímaritsins er íslenska og höfundar eru hvattir til að birta greinar á því máli. Einnig er þó tekið við greinum á ensku. Ritstjórn mun aðstoða höfunda ef íslenska er ekki þeirra móðurmál. Öllum innsendum greinum verður að fylgja titill greinar, ágrip og lykilorð á bæði íslensku og ensku. Sjá nánar leiðbeiningar fyrir ritrýnendur og höfunda.