Greinasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

15.6.2017 Ritrýnt efni Stjórnun : QMS in the consulting engineering industry – can we do better?

Gæðastjórnun á sviði verkfræðiráðgjafar - getum við gert betur

Höfundar

Helgi Þór Ingason , Sveinn Þór Hallgrímsson .

Ágrip

Sú breyting hefur orðið á starfi íslenskra verkfræðistofa á undanförnum árum að flestar þeirra eru vottaðar samkvæmt ISO 9001 stjórnunarstaðlinum. Í þessari grein er fjallað um þessa umbreytingu úr þremur mismunandi sjónarhornum. Í fyrsta lagi með viðtölum við gæðastjóra og stjórnendur fimm verkfræðistofa hvar 80% ráðgjafarverkfræðinga hér á landi starfa. Í öðru lagi með könnun sem gerð var meðal allra starfsmanna sömu verkfræðistofa. Í þriðja lagi með viðtölum við fulltrúa fimm stóra verkkaupa þessara verkfræðistofa, sem allir eru opinber fyrirtæki eða stofnanir. Fulltrúar og starfsmenn verkfræðistofanna eru jákvæðir í afstöðu sinni til ISO 9001 vottunar og reynsla þeirra af vottuninni er jafnvel enn betri en þær væntingar sem gerðar voru í upphafi. Verkkauparnir eru hlutlausari í afstöðu sinni og virðast oft taka vottun verkfræðistofanna sem sjálfsögðum hlut. Engu að síður er það jafnan lykilatriði fyrir þessa verkkaupa að verkfræðistofur, sem fyrir þá starfa, séu vottaðar samkvæmt ISO 9001 staðli. Vottuð fyrirtæki þurfa að stunda stöðugt umbótastarf til að aðlaga og bæta gæðakerfi sín og þau þurfa að tryggja að stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavinir upplifi árangur af þessu umbótastarfi.

Abstract

The consulting engineering industry in Iceland has transformed itself in recent years to the extent that ISO 9001 certification has now been widely achieved. This paper explores aspects of this transformation from three different perspectives: Firstly through interviews with quality managers and executives of five engineering firms employing 80% of consulting engineers in Iceland; secondly through a survey conducted among all employees of the same engineering firms; and thirdly through interviews with representatives of five major public purchasers of engineering services in this country. The representatives and employees of the engineering consultancies are quite positive about the benefits of their ISO 9001 certification and that their experiences have surpassed their expectations. The public clients are more neutral in how they view the same topic and often seem to take certification for granted. Nevertheless, it is normally a key requirement for these public clients that companies tendering for larger projects have to have ISO 9001. Certified companies need to adapt and continuously improve their quality systems and make the benefits of this known to management, employees and clients, as appropriate.

 

Lesa meira

9.5.2017 Ritrýnt efni Stjórnun : Tilviksrannsókn á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá framleiðslufyrirtæki

Case study on the implementation of streamlined management at a production company.

Höfundar

Þórður Víkingur Friðgeirsson, Magnús Bollason.

Ágrip

Straumlínustjórnun (e. lean management) er umtalað og vinsælt stjórnunarform. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig innleiðing straumlínustjórnunar gekk fyrir sig hjá meðalstóru framleiðslufyrirtæki (Nóa Síríusi h.f.) með tilliti til þriggja rekstarþátta þ.e.:Vörugæða, starfsánægju og flæðis. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við stjórnendur og almenna starfsmenn fyrirtækisins. Niðurstöður leiða í ljós að marktæk breyting hefur orðið á tveimur þáttum, starfsánægju og flæði en rannsóknin leiðir hins vegar ekki ljós að vörugæði hafi aukist eftir að fyrirtækið hóf innleiðingu straumlínustjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helstu hindranir í veginum á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi hafa einkum snúið eftirfarandi þáttum; þjálfun og þekkingu starfsfólks, skuldbindingu allra stjórnenda við innleiðinguna og þekkingu þeirra á aðferðafræði straumlínustjórnunar og loks upplýsingaflæði innan fyrirtækisins.

Abstract

The purpose of this study is to examine Lean implementation at an manufacturing company. Three of the main factors that prompted the company to undertake the Lean journey are product quality, employee satisfaction and flow. This is a case study conducted with qualitative research methods and analysis of company data. Semi-structured interviews were conducted with employees that were purposively chosen for the task. Company data was also be studied for numerical results relating to the study. Primary results indicate that a significant change has occurred in two of the three factors measured. Flow and employee satisfaction have both improved. The study does not indicate that product quality has improved in regard to the Lean implementation. The results also show that the main obstacles in the Lean implementation are employee training, company culture and internal flow of information.

Lesa meira

28.4.2017 Fjarskipti Ritrýnt efni : Nýting ljósleiðara á Íslandi

Utilization of fiber optics in Iceland.

Höfundar

 

Sæmundur E. Þorsteinsson. 

Ágrip

Ljósleiðaratæknin komst í almenna notkun á 9. áratug liðinnar aldar. Innleiðing hennar olli byltingu í fjarskiptum og hún er orðin undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem í notkun eru. Ljósleiðarar tengja saman heimsálfur og lönd, eru í stofnnetum og aðgangsnetum og eru notaðir til bakfæðingar í farsímakerfum. Internetið hefði aðeins orðið svipur hjá sjón án ljósleiðaratækninnar og alþjóðavæðingin hefði aldrei litið dagsins ljós. Íslendingar njóta nú ljósleiðaratengingar við umheiminn um þrjá sæstrengi, Farice og Danice sem liggja til Evrópu og Greenland Connect sem liggur vestur um haf með viðkomu í Grænlandi. Hryggjarstykkið í íslenska stofnnetinu er ljósleiðarahringurinn sem liggur um flestar byggðir landsins og ljósvæðing aðgangsnetsins er langt komin hér á landi. Ljósvæðing sveita er hafin og mun væntanlega taka fá ár að ljúka henni. Fullyrða má að Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu ljósleiðaratækninnar. Í þessari grein verður fjallað um nýtingu ljósleiðaratækninnar á Íslandi, í stofn- og aðgangsnetunum. Í aðgangsnetum er hægt að haga lagningu ljósleiðara á nokkra vegu og verður þeim aðferðum lýst. Einnig verður fjallað um samkeppni á ljóleiðaranetum.

Abstract

General deployment of optical fibre technology commenced in the eighties. Its introduction revolutionised the telecommunications arena and has become the foundation of most telecommunication systems in use today. Optical fibres connect continents and countries, are used in core and access networks and for backhauling of mobile communication systems. The internet would barely exist without optical fibres and globalisation would hardly have seen the dawn of light. Three submarine optical cables connect Iceland to the outside world; Farice and Danice connect Iceland to Europe and Greenland Connect to America via Greenland. The optical ring around Iceland constitutes the Icelandic core network. The ring passes by nearly all villages and towns and fibre deployment in the access network has reached an advanced state. Fibre deployment in rural areas has already begun and will presumably be finished in a few years. Iceland plays a leading role in fibre deployment. In this paper, fibre utilisation in Iceland will be described, both in core and access networks. Three different architectures for fibre deployment in the access network will be described. Competition on fibre networks will also be discussed.

 

Lesa meira

27.4.2017 Ritrýnt efni Samgöngumál : Ferðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni: Hefur þjóðvegurinn áhrif?

Travel habits of primary school children in rural areas: Does the highway affect?

Höfundar

Erna Bára Hreinsdóttir , Sigríður Kristjánsdóttir , Haraldur Sigþórsson 

Ágrip

Síðustu áratugi hefur bíllinn orðið æ stærri hluti af okkar daglegu tilveru. Stundum er gert grín að því að Íslendingar noti einkabílinn í stað yfirhafnar. Í skipulagsáætlunum af öllu tagi er nú meiri áhersla á sjálfbærni og ýmsa umhverfisþætti í tengslum við hana. Þar með á lýðheilsu. Með því að nota annan fararmáta en bílinn minnkum við útblástur, slit á umferðarmannvirkjum og minni líkur eru á að endurbyggja þurfi umferðarmannvirki til að koma til móts við umferðaraukningu. Slíkur lífsstíll stuðlar einnig að heilbrigði. Hvatning berst frá ýmsum opinberum aðilum um að landsmenn temji sér heilbrigðari lífsstíl, til að mynda með því að ganga eða hjóla til skóla og vinnu. Slíkt ætti að skila sér í betri líðan og kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna lífstílstengdra sjúkdóma, svo sem sykursýki 2 og hjartasjúkdóma, ætti að minnka. Áhersla er lögð á að kenna börnum heilbrigða lífshætti til dæmis með því að þau gangi í skólann. Í Reykjavík eru flest grunnskólahverfi afmörkuð þannig að skólabörn þurfa ekki að fara yfir umferðarþungar götur á leið sinni til hverfisskóla. Jafnframt þurfa börn í Reykjavík sjaldan að ganga lengra en 800m til grunnskóla. Rannsókn sýnir að um 84% grunnskólabarna í Reykjavík ferðast með virkum hætti, þ.e. ganga eða hjóla, í skólann. En hvernig er staðan á landsbyggðinni? Er lífsstíll grunnskólabarna með öðrum hætti hvað varðar virkan ferðamáta? Til að gæta sanngirni er hér aðeins miðað við búsetu í innan við 800m frá grunnskóla. Í ljós kemur að hlutfall barna sem ferðast með virkum hætti til skóla í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni er talsvert lægra eða 66%. Aðstæður innan þeirra þéttbýliskjarna sem könnunin náði til eru ólíkar því sem gengur og gerist í höfuðborginni vegna þess að leitast var við að velja þéttbýliskjarna þar sem þjóðvegur liggur um íbúabyggð. Lögum samkvæmt skulu öll leyfileg farartæki komast um þjóðvegi og því fara landflutningar gjarnan um þá. Virkur ferðamáti grunnskólabarna í þéttbýli á landsbyggðinni sem ekki þurfa að fara yfir þjóðveg á leið sinni til skóla er 77% sem er nokkuð nærri því hlutfalli sem er í Reykjavík. Hlutfall barna sem ferðast með virkum ferðamáta og þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla er umtalsvert lægri eða 40%. Því má draga þá ályktun að lega þjóðvegar um skólahverfi hafi áhrif á ferðavenjur skólabarna á landsbyggðinni. Niðurstöður þessar eru gagnlegt tæki fyrir sveitarfélög við gerð skipulagsáætlana.

Abstract 

Over the last decades the car has become an increasingly bigger part of our lives. Sometimes Icelanders say that they use the private car instead of a coat. In modern planning some of the main goals are sustainability and public health. By using other means of travel than the private car, pollution will decrease and the need to rebuild traffic infrastructure is less likely. Active lifestyle also contributes to health. The government as well as many local authorities motivate citizens for a healthier lifestyle, for example by encouraging them to use an active mode of travel, such as walking or cycling. This should result in improved wellbeing and the costs of health care should be reduced. To implement active travel the focus is on children and how they get to school. In Reykjavík the public schools are often situated in the middle of the neighbourhood so children do not need to cross roads with heavy traffic on their way to school. Furthermore, children in Reykjavík usually do not have to travel over 800m for school. A study shows that 84% of school children in Reykjavík walk or cycle to school. But how is the situation in smaller towns in other parts of Iceland? A study was done in six towns in Iceland. Based on residence within 800m from school, it turns out that the ratio in towns in rural areas is significantly lower than in Reykjavík, or 66%. The circumstances in the towns are different from those in Reykjavík because of the highway crossing the residential areas. By law, any authorized vehicles is to be able to be driven through the highway. Therefore there is often heavy traffic on the highways. The rate of active transport for the children who do not need to cross the road on their way to school is 77%, which is pretty close to the percentage in Reykjavík. Active mode of travelling by children that have to cross the road on their way to school is significantly lower; or 40%. The conclusion is that the location of the school and the highway affects the way children travel to school. These results are useful tools for municipalities preparing spatial plans

Lesa meira
Síða 2 af 2